Kettlingar

Veistu, mér finnst þetta ein besta markaðshugmynd sem nokkur hefur nokkurn tímann fengið. Ég meina, hversu borðleggjandi er að nota kettlinga í auglýsingar? Hver elskar ekki kettlinga? Litlir, mjúkir, sakleysislegir og fullir trausts, klaufalegir með stóru loppurnar sínar eða, þegar þeir verða aðeins eldri, svo skemmtilega lúmskir alltaf að reyna að veiða eitthvað og koma svo allt í einu á eldingarhraða og skransa á parketinu. Endalaust krúttlegt.

Kettlingar hljóta að geta selt allt. Ég meina, sjáðu bara fyrir þér … til dæmis bílaauglýsingu. Lítill bröndóttur kettlingur að þykjast vera ljónið á veginum. Rowwrrr. Einhver að nota kettling fyrir borð til að sýna dótið sem viðkomandi er að selja, glætan að kettlingur myndi standa kyrr nógu lengi, haha. Kettlingasjálfsalar þar sem allskonar kettlingar eru í boði, einhver maður keypti sér skó og svo sér hann bara sjálfsala fullan af kettlingum. Endalausir möguleikar. FRÁBÆRAR HUGMYNDIR!!! Kannski til að selja skó eða eitthvað? Ha? Einhver að vera vondur við kettling? Kannski meiða hann, jafnvel þykjast drepa hann? Af hverju ætti það að selja einhverjum eitthvað? Föt og ilmvatn? Ertu eitthvað klikk? Oj.

Nei, ég sé líka fyrir mér sjúúúúklega krúttleg kettlingadagatöl sem gætu hangið uppi á bílaverkstæðunum. Kettlingar með tangir að þykjast eitthvað vera að gera við, smá smurolía í feldinum, horfa hissa í myndavélina, desemberkettlingurinn með jólasveinahúfu.

Og svo auðvitað kettlingar íþróttamanna. Því hvaða íþróttamaður á ekki kettling? Krúttlegur að leika sér í garðinum, kannski með nýju hálsólina sína eða upptrekktu músina eitthvað að hoppa, ég er viss um að allur íþróttaáhugi myndi glæðast til mikilla muna ef bara væri nóg af litlum yndislegum kettlingum til að vekja áhuga allra á öllu þessu boltadóti. Því hver elskar ekki kettlinga?

Ha? Nú… þú meintir… ég heyrði ekki alveg hvað þú sagðir… sagðirðu kell…nei… neinei,  það er svo lööööngu búið!

 

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.