Fyrstar!

Þessar konur voru fyrstar í hinu og þessu:

Fyrsti forsetinn

Khertek Anchimaa-Toka (1912-2008) – var forseti í Tannu Tuva1940-1944.

 

 

Fyrsti arkítektinn

Mary L. Page (1849-1921) – Er talin hafa verið fyrsta konan til að ljúka nám í arkítektúr árið 1873 frá University of Illinois at Urbana-Champaign í Bandaríkjunum.

 

 

Fyrst að ljúka doktorsprófi

Elena Cornaro Piscopia (1646-1683) Feneyjar – Lauk doktorsprófi í heimspeki frá háskólanum í Padúa árið1678.

 

 

Fyrsti tannlæknirinn

Dr. Lucy Hobbs Taylor (1833-1910) – Lauk prófi í tannlækningum árið1866 frá Ohio College of Dental Surgery í Bandaríkjunum.

 

 

Fyrst til að ganga í bikiní

Micheline Bernardini, Frakklandi (1927) – kom fram í  bikiní opinberlega í fyrsta sinn 5. júlí 1946.

 

 

 

Fyrsti flugmaðurinn

Raymonde de Laroche (Elise Raymonde Deroche) (1882-1919) Frakkland. Fyrsta konan í heiminum til að fá réttindi til þess að fljúga 8. mars 1910.

 

Fyrsti geimfarinn

Valentina Tereshkova (1937) –  fyrsta konan til að ferðast út í geim með Vostok 6, þann 16. júní 1963.

 

 

Fyrsta Nóbelskáldið

Selma Lagerlöf (1858-1940) varð fyrst kvenna til að fá Nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 1909.

 

 

Fyrsti maraþonhlauparinn

 

Kathrine Virgina „Kathy“ Switzer (1947) – varð kvenna fyrst til að hlaupa í Boston maraþoninu 1967 sem skráður hlaupari – nokkrar höfðu tekið þátt áður óskráðar. Það var samt ekki fyrr en 1972 að konum var almennt boðið að taka þátt í BM sem fullgildir þátttakendur. Á þessari frægu mynd frá viðburðinum sést Jock Semple hlaupstjóri reyna að draga Switzer af hlaupabrautinni þar sem hann taldi hana ranglega skráða til hlaups (um þetta má t.d. fræðast betur hér)

Fyrstar til að taka þátt á Ólympíuleikunum

Konur fengu fyrst þátttökurétt á Ólympíuleikunum 1900. Þessar kepptu þá:

  • Helen de Pourtales, Sviss – Siglingar
  • Elvira Guerra, Frakkland – Reiðmennska
  • Mme Ohnier, Madame Depres og Mme.Filleaul Brohy, Frakkland – Krikket
  • Sigurvegari: Charlotte Cooper, Bretland – Tennis (auk annarra kvenkyns keppenda í sömu grein)
  • Sigurvegari:  Margaret Abbott, BNA – Golf (auk annarra kvenkyns keppenda í sömu grein)

Á leikunum árið 2012 voru konur og karlar í fyrsta sinn með fulltrúa í öllum greinum á Ólympíuleikum.

Fyrsti sálfræðingurinn

Margaret Floy Washburn (1871-1939) – var fyrsta konan í Bandaríkjunum til þess að verða doktor í sálfræði árið 1894.

 

Fyrsti verkfræðingurinn

Elisa Leonida Zamfirescu (1887-1973) Rúmenía. Elísa fékk með herkjum inngöngu  í Royal Academy of Technology Berlin, eftir að hafa verið hafnað af skóla í heimalandi sínu. Þaðan útskrifaðist hún 1912, sem efnaverkfræðingur, fyrst kvenna.

 

Fyrsti hljómsveitarstjórinn

Juliette Nadia Boulanger (1887-1979), franskt tónskáld, hljómsveitarstjóri og kennari, var fyrsta konan til þess að stjórna helstu sinfóníuhljómsveitum í Evrópu og Ameríku. Í apríl 1912 stjórnaði hún í fyrsta sinn hljómsveitinni Société des matinees Musicales en þeir fluttu m.a. kantötu hennar frá 1908, La Sirène.

Þess má geta að nú í ár verður Martine Alsop fyrst kvenna til að stíga á stjórnendapall og stýra einum af vinsælustu og þekktustu viðburðum í klassíska tónlistarheiminum, Last Night of the Proms í Englandi.

 

Til gamans gert!

 

 

2 athugasemdir við “Fyrstar!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.