Dýr er ungfrúin öll

Höfundur: Gísli Ásgeirsson

Fegurðarsamkeppnin Ungfrú Ísland hefur verið endurvakin við mikinn fögnuð þeirra sem telja einboðið að keppa í útliti en aðrir henda gaman að öllu saman þótt „auðvitað eigi ekki að gera grín að ungum, tiltölulega óspjölluðum konum með fimm rétta í litningalottóinu að mati dómnefndar, sem vilja berjast fyrir heimsfriði á háum hælum og í tvískiptum baðfötum“ eins og Helga Kristín Einarsdóttir sagði í athugasemd á facebook-þræði.

En það kostar sitt að vera með. Lauslegar kostnaðartölur keppanda fyrir nokkrum árum sýna að útlagður kostnaður getur numið um kvartmilljón. Kjóllinn kostar um 100 þúsund, neglur sirka 10.000, brúnka 3500, hár 15.000, trimmform 35.000, skór 20.000 kr, skart 30.000, vax og fleira tilfallandi.  Óreiknaður er þá framlagður tími keppenda og allar þær kvaðir sem þær gangast undir. Vinningar annarra en sigurvegarans eru snautlega litlir en keppnishaldari hirðir allt sem hönd á festir og gerir sér að féþúfu.

Hér á eftir fylgir samningur keppenda frá 2009 með útstrikunum og athugasemdum aðstandanda, sem fannst nóg um kröfurnar og merkti við það helsta.

bls-1

 

bls-2

 

bls3

 

bls4

Þessi samningur vakti mikla og verðskuldaða gagnrýni þegar hann var gerður opinber á sínum tíma, enda gerir hann kröfu um að keppendur afsali sér grundvallarmannréttindum. Í ljósi þessarar forsögu verður áhugavert að sjá hvort og hvernig samningar verða gerðir við keppendur í ár. Keppnishaldarar munu vonandi ekki víkja sér undan að birta þá.

3 athugasemdir við “Dýr er ungfrúin öll

  1. Spurningin sem brennur á mér er þessi: Stóðst þessi samningur lög? Eru ekki einhver takmörk fyrir því hvers konar samninga er leyfilegt að gera?

  2. Já, það er einmitt það sem ég vildi fá að vita. Ég hvet hér með einhvern af þeim sem var gert að undirrita þennan samning til að leita lagalegrar ráðgjafar og láta reyna á lögmæti þessa samnings fyrir rétti gagnvart Arnari Laufdal. Það á ekki að vera hægt eða heimilt að koma svona fram við aðra.

  3. Bakvísun: Ungfrú Meðfærileg og ungfrú Spök | *knùz*

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.