Góðar stúlkur fá kveðju frá Robin Thicke

Höfundur: Nína Salvarar

Æi, poppmenning.

Ég hef heyrt allar heimsins útskýringar á því hversvegna sumir tónlistarmenn kjósa að niðurlægja konur á augljósan hátt á opinberum vettvangi. Sumir vilja meina að þeir séu bara að reyna að veiða athygli og selja plötur, aðrir tala um það að í rauninni sé ekkert að því að stelpur sem vilja fá borgað fyrir að selja líkama sinn fái að gera það. Það sé í rauninni þeirra mál. Mín útskýring er eitthvað á þá vegu að þetta fólk sé hálfvitar. Það kann kannski að hljóma eitthvað ómálefnalega en ef ég ætlaði að fara í málefnalegar rökræður myndi ég kannski velja mér annað umfjöllunarefni en það hversvegna þrír menn um fertugt fá þrjár stelpur undir tvítugu til að dansa naktar í kringum sig,  uppstrílaðar, hverjar stúlkur fá fyrir það allan heimsins pening.

Auðvitað er þetta niðurlægjandi fyrir þessar stelpur. En það sem mér finnst gleymast dálítið í þessari umræðu er hversu niðurlægjandi þetta er fyrir mennina sjálfa. Það er ekki eins og nokkur heilvita maður kaupi hugmyndina um að þeir séu eftirsóknarverðari eða meira sexí vegna þess að einhverjar barnungar módelpíur eru í þriggja mínútna þykjustuleik í tónlistarmyndbandi þar sem þær sleikja útum með rauðan varalit og horfa lostafullum augum á þessa jakkafataklæddu músíkanta. Það þarf ekki meira en leikskólagráðu til að sjá í gegnum það leikrit.

Í öðru lagi finnst mér þetta tónlistinni til minnkunar. Ef tónlist þarf virkilega að sökkva höndunum svona djúpt í örvæntinguna til að veiða athygli fjöldans, þá er eitthvað að.

Lagið er grípandi, en textinn hefur sætt gagnrýni. Til þess að varpa smá ljósi á ástæður þessa hef ég beinþýtt hérna yfir á íslensku:

Ef þú heyrir ekki hvað ég er að reyna að segja,
ef þú getur ekki lesið af sömu blaðsíðunni
er ég kannski að verða heyrnarlaus
er ég kannski að verða blindur
kannski er ég búinn að missa vitið

Ókei, svo að hann var nærri
búinn að húsvenja þig
en þú ert villidýr
elskan, þetta er þér eðlislægt
leyfðu mér að frelsa þig
þú þarft enga pappíra
Þessi maður skapaði þig ekki
Þessvegna ætla ég að taka

Góða stúlku
Ég veit þú vilt það
ég veit þú vilt það
ég veit þú vilt það
Þú ert góð stelpa
Ég get ekki látið það framhjá mér fara
Talandi um að vera sleginn
Ég hata þessar óljósu línur
Ég veit þú vilt það
Ég veit þú vilt það
Ég veit þú vilt það
En þú ert góð stelpa
Hvernig þú grípur í mig
Þú hlýtur að vilja dónó
Gjörðu svo vel, leggðu í mig

Til þess eru draumar
þegar þú ert í gallabuxum
til hvers þurfum við gufuna
þú ert heitasta tíkin inni á þessum stað
Mér finnst ég heppinn
Þig langar að faðma mig
Hvað rímar við faðma mig?

Ég bið bara um eitt
Leyfðu mér að vera sá sem þú hristir þennan rass fyrir
Frá Malibu til París
Ég var með tík en hún var ekki eins slæm og þú
Hafðu samband þegar þú ert á svæðinu
Ég skal gefa þér nógu stóran til að rífa rassinn á þér í tvennt
Þú ert svakaleg þegar þú ert í hefðbundnum klæðnaði
Ég meina, það er nánast óbærilegt
Ég myndi aldrei þora á hundrað árum
púlla Pharcyde tík, þú ferð hjá
Ekkert eins og síðasti gaurinn þinn, hann var of kassalaga
Hann lemur ekki á þér rassinn og rífur í hárið á þér
Þannig að ég stend bara hjá og bíð
eftir þér til að tilbiðja þann sem er með’ða
Fáar konur geta neitað mér um það
ég er góður gaur en ekki ruglast í ríminu,
þú ert að fara að fá það hjá mér

Hristu rassinn
Farðu niður
Farðu upp
Gerðu það eins og það sé vont, eins og það sé vont
Finnst þér ekki gott að vinna fyrir því?

Elskan getur þú andað
Ég fékk þetta frá Jamaica
Þetta virkar alltaf fyrir mig
Frá Dakota til Decatur
Hættu að þykjast
Núna ertu að sigra
Hér er byrjunin okkar
Af því að mig langaði alltaf í

Góða stúlku …

Hér má sjá vídjóið:

http://www.alltimeclubbing.com/video/2404695/

Viðbót:

Youtube bannaði vídjóið vegna nektarinnar, þannig að hér er ritskoðaða útgáfan. Þar eru dansararnir vafðir inn í plast, tilbúnar til sölu, beibí.

https://www.youtube.com/watch?v=yyDUC1LUXSU

—-

Þessi færsla birtist upprunalega hér og er endurbirt með góðfúslegu leyfi höfundar

11 athugasemdir við “Góðar stúlkur fá kveðju frá Robin Thicke

  • Já og þetta myndband er ekki eina dæmið um hversu veruleikafirrt fólkið sem sér okkur fyrir ,,skemmtun“ er í raun, því sjá má dæmi um þetta allstaðar í almenningsrými, tónlistarmyndböndum, sjónvarpsþáttum, blöðum, tímaritum, bókum o.sfrv.
   Gott að þú sért búinn að opna augun fyrir þessari firringu eins og fleiri hér.

 1. Mjög góð grein hjá þér Nína. Það sem mér finnst vera athyglisvert er að það er kona sem að leikstýrir myndbandinu og það að framkvæmdastjóri myndbandsins er einnig kona. Tjekkaði á því. Poppmenning, gotta love it.

 2. Mín fyrrverandi fílaði að láta rífa í hárið á sér og slá sig á bossan…..*Ypptir öxlum*

  Annars finnst mér þetta lélegur texti og hlægilegt myndband, en ekki beint eitthvað til að æsa sig yfir. Skil ekki afhverju þið eruð að auglýsa lélega ósmekklega tónlist ?

 3. Ertu ekki pinkulítið að gleyma því að ALLT fólk er mismunandi og hefur mismunandi þrár, mismunandi veruleika og mismunandi sýn? Sumum finnst þetta fyndið,sumum niðurlægjandi,sumum æsandi og sumum finnst þetta hreinn viðbjóður og skilur ekki á nokkurn veg hvernig einhver manneskja gæti haga sér svona og ekki séð hvað þau eru að láta út frá sér. Það kalla ég mest veruleikafirrtasta fólkið. Það geta ekki allir lifað í þínum veruleika og flygt því hvað þér finnst rétt eða hvað sé við „hæfi“ Foræðishyggja ef þú myndir spyrja mig. Allir hafa mismunandi skoðanir og þeim ber að virða sama hversu fáránlegar þær hljómar. Eina sem maður getur gert er að leggja sín ráð gagnvart fólki í kærleik og friði. Ekki slefa yfir lyklaborðinu heima úr pirringi og biturleika bara því að nokkrir gæjar og ein gellu ákvöðu að gera það sem þeim finnst selja. Hræðilegt að sjálfsögðu en varla mitt að dæma skiluru? En vill líka taka það fram varðandi síðasta ræðumann Palla Valla. Ég átti líka kærustu sem vildi rífa í hárið á sér og slá sig á rassinn það kveikti í henni. Varla getur eitthver dæmt það ef það eru hennar þrár.

  Skil hræsnina í að vera eitthvað að segja þér til líka en það er það sem e´g er að tala um að segja sína skoðun og reyna að hjálpa ekki að reyna að niðurníða og fyrirlíta.

  Illt ræktar Illt. Ást gefur af sér Ást. Kærleikur veldur skiliningi.

 4. Ekki voruð þið feministar mikið að kvarta yfir textum Erps Eyvindarsonar?! Æ já, hann var víst nógu klókur að lýsa því yfir að hann væri feministi og búmm…drengurinn stikkfrír og gat verið með sína kvenfyrirlitningu í friði!

  Þetta er hins vegar gott dæmi um enn eina mótsögnina í málsflutningi ykkar…vel gert. Þið eruð alveg sér þjóðflokkur, það er nokkuð ljóst.

 5. Kæri Daníel Már, ég er bara alls ekki sammála þér að Allir megi bara hafa sínar skoðanir og flagga þeim blygðunarlaust. sumt er hreinlega óviðeigandi sem óbannað sjónvarpsefni. Sum myndbönd og textar eiga nákvæmlega ekkert erindi í eyru og augu ungra barna ..samt hljómar þetta á öldum ljósvakans og er sýnt í sjónvarpinu undir formerkinu „tónlistarvideó“ og er oft lítið öðruvísi en klámmyndbönd. Mörkin eru alltaf að þenjast lengra út og hægt og hægt hefur þróunin orðið svona. Og það er í alvörunni til fólk sem segir bara „fólk er bara misjafnt og fílar mismunandi hluti“ og tekur ekki eftir þvi hversu hriiiikalega óviðeigandi þetta er. Það finnst mer sorglegt. Sorry.

 6. Þúsund yndis þakkir fyrir pistilinn Nína.

  P.s. Ég heyrði stefið úr Blurred Lines í íslenskum golfþætti áðan, mikið var það gaman. (Plat)

  Það er svo mikil synd að þeir skyldu ekki velja sér svalari texta og myndband, því lagið er svo mikið mikið betra en þetta, dálítið Prince-legt. Ojæja.

  Mig langar svo mikið til þess að svara nokkrum kommentum hér að ofan, en ég ákveð að ávarpa einungis þann fyrir ofan mig. Kæri Spiki. Ég (og eflaust margir aðrir) er alveg meira en til í að ræða Erp Eyvindar og textana hans, en ekki ef það umræðuefni er notað til að beina athygli okkar frá því sem um ræðir akkúrat þessa stundina (sem er lag Robins Thicke, Blurred Lines). Það gerir ekkert fyrir umræðuefnið og eru ekki rök fyrir einu né neinu auk þess sem það kemur umræddu popplagi sáralítið við.

  Takk fyrir. Knús. Bless.

 7. En Hrefna, er ekki verið að ræða sama hlutinn í raun þ.e. kvenfyrirlitningu í lagatextum? Er ekki hægt að ræða slíkt í víðu samhengi og taka kannski þá ,,listamenn“ fyrir sem hafa verið einna atkvæðamestir í þessu í stað einstakra laga?

  En allavega, ég bíð spenntur eftir því að sjá umfjöllun um Erp. Hann hlýtur að vera næstur á dagskrá enda semur hann varla lag án þess að það innihaldi orð eins og ,,píkur“ og ,,druslur“ og er auk þess mun tengdari okkar samfélagi en einhver erlendur flytjandi.

 8. Kæri Daníel Már, ég er bara alls ekki sammála þér að alllir megi bara hafa sínar skoðanir og flagga þeim blygðunarlaust. sumt er hreinlega óviðeigandi sem óbannað sjónvarpsefni. Sum myndbönd og textar eiga nákvæmlega ekkert erindi í eyru og augu ungra barna ..samt hljómar þetta á öldum ljósvakans og er sýnt í sjónvarpinu undir formerkinu “tónlistarvideó” og er oft lítið öðruvísi en klámmyndbönd. Mörkin eru alltaf að þenjast lengra út og hægt og hægt hefur þróunin orðið svona. Og það er í alvörunni til fólk sem segir bara “fólk er bara misjafnt og fílar mismunandi hluti” og tekur ekki eftir þvi hversu hriiiikalega óviðeigandi þetta er sem tónlistarmyndband. Það finnst mer sorglegt. Sorry.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.