E vítamín

Flest öll vitum við jú að við þurfum vítamín. Það hefur varla farið fram hjá nokkrum læsum einstaklingi að vítamín, helst aukaskammtur, gerir lífið betra. Vísíndavefurinn segir að þau séu lífræn efni sem líkaminn þarfnast í litlum mæli til þess að tryggja líf, heilbrigði, vöxt og fjölgun. Oftast heyrum við talað um A og D vítamín (fituleysanleg) og svo B og C (vatnsleysanleg).

E vítamín fær öðru hvoru að fljóta með en fær ekki næstum því eins mikla athygli og hin. Á Lýðnetinu (Internetinu) má finna m.a. þessar upplýsingar:

E-vítamín er andoxunarefni og ein aðal vörnin gegn sindurefnum. E-vítamín hefur verndandi áhrif á frumuhimnur. Mikil hitun á matvælum getur dregið úr E-vítamín magni þeirra. Skortur á E-vítamíni er sjaldgæfur nema ef fituupptaka er skert. Langvarandi skortur getur valdið taugavandamálum og hefur áhrif á mænu og úttaugar. Skortseinkenni koma ekki í ljós fyrr en eftir 5-10 ára skerta upptöku.

Uppspretta: Jurtaolíur, egg, kjöt, gróft mjöl, grænmeti t.d. avókadó, hnetur, sojabaunir.???????????????????????????????

Víða er því haldið fram að  E-vítamin sé gott fyrir húðina og að það bæði verndi og byggi hana upp. Það á jafnvel að vera gott við sólbruna. Ég þekkti eitt sinn konu sem var svo einstaklega annt um útlit sitt að hún sprengdi daglega E-vítamínbelgi með títuprjón, kreisti úr þeim gumsið og bar svo á andlitið á sér. Það eru um 20 ár síðan ég barði þessa konu síðast augum þannig að ég get ekki staðfest hvort þetta var að gera sig. Hún skildi.

Það eru því engum blöðum um það að fletta að E-vítamín er undraefni sem enginn  ætti að láta framhjá sér fara. Þið getið rétt ímyndað ykkur fögnuð minn þar sem ég var stödd í kjörbúð einni að kaupa eitt og annað, m.a. nærbuxnainnlegg sem mér hafði láðst að fjárfesta í, í minni venjulegu lágvöruverslun, og rak augun í E-vítamínbætt nærbuxnainnlegg. Ég snaraði fram formúu og hélt alsæl heim með fenginn. Píkan er öll hressari og ferskari og sólbrenndu axlirnar óðum að jafna sig.

3 athugasemdir við “E vítamín

  1. Haha! Heyrt hef ég um ilmefnabætt sprey og dömubindi svo píkurnar beinlínis ilmi eins og blómagarður en að það þyrfti að vítamínbæta þær líka vissi ég nú ekki! Alveg er með ólíkindum hvernig markaðsöflin nýta sér minnimáttarkennd og fáfræði. „Fegurð er hamingja“ stóð í Nivea auglýsingu í íslensku blaði ætluðum stúlkum 10-14 ára. Næst verður það líklega herferð til hjálpar píkum sem líða af vítamínskorti. Hvað skyldi standa í þeim auglýsingum? „Vítamínbætt ljómar þú af hreysti og fegurð“? Það er nú vissara að líta vel út í sundi….

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.