Sýnilegar fyrirmyndir

Karlar eru langtum algengara myndefni í evrópskum dagblöðum en konur og þetta er sýnt með áhugaverðum hætti í nýrri mynd þar sem farið er yfir þessi mál.Screen Shot 2013-07-10 at 10.28.58 AM

Myndin byggir á könnun hollensku samtakanna VIDM, sem berjast fyrir því að fjölmiðlar endurspegli samfélög eins og þau raunverulegu eru. Á vef VIDM segir m.a. að það sem birtist okkur daglega í fréttamiðlum skipti máli, en það gildi líka um það sem verður útundan. Fréttamiðlar skapi ramma um daglegan veruleika fólks og hafi áhrif á hvernig það upplifir samfélagið og sjálft sig. Það skipti máli hvaða fyrirmyndir birtist í miðlunum.

Í könnuninni voru skoðaðar myndir af körlum og konum í  87 evrópskum dagblöðum í 22 Evrópulöndum (íslensk blöð voru ekki með í könnuninni). 136 útgefin eintök voru valin af handahófi.  Allt myndefni var skoðað, bæði ritstjórnar- og auglýsingaefni.

Könnunin leiddi ýmislegt forvitnilegt í ljós, meðal annars að þegar allar myndir blaðanna eru skoðaðar er hlutur kvenna aðeins 30%.  Einnig kemur fram að konur eru einkum sýndar í hlutverki eiginkvenna, mæðra, leikkvenna og fyrirsætna.

Þarna er fleira athyglisvert. Til dæmis:

  • Konur sem orðnar eru 45 ára virðast ekki vinsælt myndefni, en þær sjást einungis á 16% mynda í blöðunum.
  •  Af öllum myndum sem einungis sýna konur eru 78% kvennanna yngri en 45 ára.
  •  Konur eru einungis á 5% mynda á íþróttasíðum blaðanna.

Slagorð hollenska framtaksins er  „You can’t be what you can’t see”.  Hér má sjá stiklu úr mynd VIDM:

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.