Valdarán í Kvennaríki

Oftast nær er allt með felldu í henni veröld. Hlutirnir eru eins og þeir eiga að vera og jarðkringlan snýst í rólegheitum á réttum möndulhalla. En af og til gliðnar hin náttúrulega skipan heimsins og eitthvað afbrigðilegt – nánast ógnvekjandi – á sér stað. Sem betur fer sjá fjölmiðlar um að gera okkur viðvart um slíkar uppákomur og þá er nú betra að hlutirnir séu nefndir sínum réttu nöfnum.

Til dæmis gerist það endrum og sinnum að konur verða einhverra hluta vegna í meirihluta einhvers staðar, eða að þær eru ráðnar í störf sem karlar hafa nánast eingöngu sinnt fram að því – og þá eru fjölmiðlar ekki seinir á sér að stökkva af stað. Því það er auðvitað stórfrétt þegar það er framið valdarán …

Þetta gerðist til dæmis bara núna um daginn um borð í einni af virkisborgum íslenskrar karlmennsku, sjálfum Herjólfi

979690_10151696914328094_598171871_n (1)

.. en Samskip urðu reyndar líka fyrir barðinu á þessari óværu fyrir skömmu.
samskip

Í febrúar s.l. hrifsuðu þær til sín hljóðnemann í heilum grínþætti á Rás 2

Rás 2

… og þær skildu eftir sig sviðna jörð á Hvolsvelli og nærsveitum.

Hvolsvöllu

Árið 2010 tóku þær völdin í Sviss (og hvar getur maður þá verið öruggur?)

Sviss

Árið 1999 var orðið ljóst að konur höfðu gert víðtækt valdarán í æðstu menntastofnun Íslands, sem sér ekki enn fyrir endann á (ég minnist ekki ógrátandi á læknadeildina)

Konur taka völd í HÍ 1999

og fjórum árum síðar taldi einn karlmaður ljóst að þetta valdarán í HÍ væri í raun til marks um mun yfirgripsmeiri hernað

konur taka völdin í samfélaginu 2003

Árið 1999 fór Göran Persson í sumarfrí – hvað karlmenn skyldu ævinlega forðast – og þá gerðist þetta (en sem betur fer bara tímabundið):

valdarán í sumarfríi í Svíþjóð

Hins vegar er ljóst að Svíþjóð á uggvænlega framtíð fyrir sér:

Svíþjóð

Það er nefnilega ekkert grín að búa við „konuríki“ …

snara - konuríki

– og þess vegna hljótum við að finna sárt til með vesalings fólkinu á Ströndum

kvennaríki á Ströndum

… og á Klaustri árið 1997 …

kvennaríki á Klaustri -

… og á skattstofunni á Ísafirði.

kvennaríki á skattstofunni á Ísafirði

Þær vaða meira að segja út í geiminn og taka öll völd þar líka!

geimstöðin

Nei, það er bókstaflega hvergi skjól að fá. Ekki einu sinni á hreindýraslóðum

hreindýrahreysti

 

Ljúkum þessari stuttu, en hrollvekjandi áminningu um eðlislæga valdafíkn kvenna með því að hverfa alla leið aftur til ársins 1986. Á meðan ungir sem aldnir Íslendingar gleymdu ráði og rænu yfir fyrsta íslenska Eurovision-laginu sættu þrjár stúlkur færis og gerðu byltingu í sjálfum Menntaskólanum í Reykjavík.

kvennabylting í MR 1986

(Þetta ástand stóð til allrar lukku ekki lengur en sem nam einum vetri,
og hefur reyndar aldrei endurtekið sig)

Viðbót í ljósi nýjustu tíðinda af vettvangi fjölmiðla:

Frá því að þessi óhugnanlega greinargerð, þar sem hulunni var svipt af valdagræðgi og yfirtökusýki kvenna á svo gott sem öllum sviðum samfélags og atvinnulífs, hefur þróunin því miður haldið áfram á sömu braut. Nú síðast bárust þær uggvænlegu fréttir að ungir og bíræfnir femínistar hyggðust leggja undir sig útvarpsstöðina X-ið með því að taka þar við heilum dagskrárlið, einu sinni í viku. Svo bregðast krosstré.

Femínistar yfirtaka x-ið

2 athugasemdir við “Valdarán í Kvennaríki

  1. Þannig að ef að bókmenntafræðingur fengi þátt á X-inu einu sinni í viku….væri fréttin þá „Bókmenntafræðingar taka yfir X-ið“…? Haha

  2. Á meðan allt snýst um völd, þá verður þetta svona. Ef við gætum hugsað okkur veröld með samkennd þar sem allir leggjast jafnt á árarnar, þá væri gott að lifa.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.