Ungfrú Þorlákshöfn

Ég las um daginn áhugaverða grein þar sem höfundur spyr hvort það sé nauðsynlegt að sannfæra allar konur um að þær séu fallegar og dregur í efa að miklu leyti hugmyndafræðina sem segir að við séum allar fallegar á okkar hátt. Greinarhöfundur hafði ekki í huga að tala niðrandi um meðalmyndarlegar eða ljótar konur, heldur var tilgangurinn frekar að setja spurningarmerki við hvort það þurfi endilega að einbeita sér að því að segja að við séum allar fallegar. Hvort það væri ekki bara miklu sniðugra að skilaboðin séu að þó svo maður líti ekki út eins Angelina eða Beyoncé þá er bara svo margt meira sem skiptir meira máli en að vera falleg.

Mér finnst þetta viðhorf svakalega áhugavert. Það er miklu púðri eytt í það að láta alla vita að það sé í lagi að vera öðruvísi og að við séum öll falleg á okkar hátt og þar fram eftir götunum. En væri í alvörunni ekki sniðugra að einbeita sér að því að láta alla vita að það skiptir bara engu máli hvernig við lítum út, að það að vera fallegur sé bara ekki nauðsynlegt? Og þar með engin ástæða til að sækjast eftir því að vera falleg?
Sjálf get ég náttúrulega ekki að því gert en að hugsa þetta út frá því að vera feit. Ég man ekki eftir sjálfri mér öðruvísi en helupptekinni við þá iðju að sannfæra sjálfa mig um að ég væri ægilega sæt þrátt fyrir að vera feit. Ég eyddi svo nokkrum árum í að þjálfa og passa mataræðið og þegar ég grenntist fannst mér ég vera súper sæt. Það sem ég er svo búin að vera að berjast við að undanförnu er að finnast ég vera svo ljót nú þegar ég er aftur orðin feit.

tan 001Sonur minn tók þessa mynd af mér í dag. Og það eina sem ég gat hugsað þegar ég sá myndina var „Sjá á mér lærin! Sjá yfirmagann! Sjá upphandleggina! Hjálpi mér allir heilagir HVAÐ ÉG ER LJÓT!!“

Þegar ég staldra hinsvegar við og hugsa málið þá er ljóst að það skiptir bara engu máli. Það sem er miklu verra og alvarlegra mál er að mér líður illa í líkamanum. Mér er svo illt í hjánum. Ég er sveitt og er heitt og á erfitt með að hreyfa mig. Lærin nuddast saman og skilja eftir sár. Mér líður illa líkamlega. Það er það sem ég á að einbeita mér að, ekki hvort ég sé ljót eða sæt. Hvort ég er ljót eða sæt skiptir engu máli. Þetta á alls ekki að snúast um hversu mikið pláss ég tek upp í heiminum, þetta á að snúast um að ég skipti máli í honum. Að ég hafi eitthvað fram að færa, að ég láti ljós mitt skína. Og ég geri það ekki á meðan ég eyði tíma mínum í að hafa áhyggjur af appelsínuhúð.
Þegar ég hugsa til baka þegar ég var sem léttust þá er ég alveg sannfærð um að mesta vellíðanin kom frá því hversu hraust ég var, hversu vel mér leið í líkamanum, ekki hversu sæt mér fannst ég vera.

Mig langar til að vera manneskja sem bætir heiminn og sem leggur eitthvað gott til málanna. Það að velta mér í angistarkasti yfir bingóvængjum bætir ekki neitt. Þeir einfaldlega skipta ekki máli. Það er líka bara tímasóun að reyna að sannfæra mig um að ég sé sæt eins og ég er. Það færir mér ekki neitt. En að tala fyrir um mikilvægi þess að vera heilsuhraustur er hinsvegar mannbætandi og það er það sem umræðan á að snúast um.

4 athugasemdir við “Ungfrú Þorlákshöfn

  1. Góð grein hjá þér og umhugsunarverð! takk fyrir skrifin, ég ætla að pæla svolítið í henni og held að ég hafi gott af því

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.