Nauðgunarmenning

Höfundur: Anna Bentína Hermansen

*VV*

Það er langt síðan ég rauf þögn sem var búin að liggja í feni skammar og sektarkenndar yfir broti sem var framið á mér, en ekki af mér. Leiðin sem ég fór til að endurheimta gerendamátt minn, sem mér fannst ég hafa verið svipt í kjölfar nauðgunar og niðurfellingar kærunnar sem ég lagði fram í kjölfarið, var að tala og segja frá því sem gerðist.

En það er ýmislegt sem gerist í lífi brotaþola áður en hann talar.  Í mörg ár var ég óvirk í samfélaginu því ég gat varla farið út úr húsi og líf mitt stjórnaðist af stöðugum ótta. Ég var hrædd við allt, minnstu hljóð, fólk, aðstæður, sjálfa mig og eigin viðbrögð, og sá ekki hvernig ég ætti að geta fótað mig í framtíðinni með þessa reynslu í farteskinu. Áfallastreituröskun getur varað í mörg ár og það gerði hún hjá mér. Það tók gríðarlega á að vinna sig út úr þessum veruleika. Veruleika sem ég valdi ekki sjálf heldur var troðið upp á mig.

Nauðgunin sem ég varð fyrir var bara einn hluti af þessu. Eins og inngangur að viðamiklu verki í mörgum bindum. Kæran sem var felld niður var enn ein atlagan. Ég var algjörlega réttindalaus, hafði enga lögsögu í eigin máli og gerandinn veifaði niðurfellingunni sem sönnun um að hann væri saklaus.


Besta leiðin til að komast út úr fórnarlambspyttinum var að rísa upp og berjast gegn því sem nærri því gekk frá mér. Ég fann farveg fyrir þá baráttu í gegnum femínisma þar sem ég mætti aldrei tortryggni, þar sem mál mitt var ekki vegið og metið af dómstóli götunnar (hvort mér hefði verið „nógu mikið nauðgað“), þar sem fjöldi fólks hafði upplifað það sama og ég og vildi gera eitthvað til að breyta þeim samfélagsviðhorfum og því réttarkerfi sem veitir brotaþola enga vernd.

Baráttan hefur staðið yfir í mörg ár og henni mun ekki ljúka fyrr en fólk hættir að nauðga. Ég trúi því ekki að það sé nokkrum einstaklingi eðlislægt að nauðga eða beita aðra manneskju ofbeldi. Það gerist heldur ekki í einhverju tómarúmi, það er aðdragandi að slíkum verknaði og sá aðdragandi hefur ekkert með þann sem verður fyrir verknaðinum að gera.

Það er eflaust misjafnt með hvaða hætti manneskja réttlætir fyrir sjálfri sér ofbeldi eða nauðgun, en til þess að geta það verður viðkomandi að finna réttlætingu sinni einhvern farveg. Það gerir hann eða hún með því að normalísera gjörðir sínar þannig að þær séu eðlileg afleiðing af einhverjum aðdraganda. Og samfélagið gerir það líka og hjálpar gerendum, með niðurfellingu kæra þar sem öll áhersla er á viðbrögð þolandans og hvort hann bregst við nauðguninni með réttum hætti. Gerendasamúð samfélagins afhjúpast gjarnan í athugasemdakerfum netmiðla, þar sem konur eru sagðar ljúga til um nauðgun og heykvíslalýðurinn mætir fylktu liði til að taka af lífi þessar konur sem ástunda mannorðsmorð, glæp sem er lagður að jöfnu við nauðgunina sjálfa. Það er bloggað um þessi lygakvendi, sem teljast þó samkvæmt rannsóknum til undantekninga. Hér á landi er þessi tala miðuð við 1-2% af öllum þeim kærum sem berast.

Þetta er það sem má í mínum huga kalla nauðgunarmenningu; normalísering á nauðgunum, þar sem annað hvort er gert lítið úr þeim, gert grín að þeim, þær taldar upplognar eða þær gerðar skiljanlegar á einhvern hátt.

Svo barst knúzinu myndband frá „kolbrjáluðum kuntum“ sem sögðu nauðgunarmenningunni stríð á hendur. Textinn var grófur og ofbeldisfullur. Þar voru notuð sömu meðöl og farið niður á sama plan og nauðgunarmenningin gerir.  Þær voru búnar að fá nóg, voru brjálaðar yfir ruglinu í samfélaginu, þær notuðu sömu aðferðir og orðræðu og hefur birst í vinsælum bókum, rapptextum og í athugsemdarkerfum vefmiðla.

Og þeim er svarað af nauðgara; sem segist ætla að nauðga þeim fastar, og athugasemdarkerfið logar þar sem því er haldið fram að þetta eigi þær skilið fyrir ögrun sína.

Þó ég sé ekki sammála baráttuaðferðum brjáluðu kuntanna og hafi fundist myndbandið þeirra of ofbeldisfullt fannst mér umræðan sem spratt út frá því afar afhjúpandi: Sá sem berst gegn nauðgunarmenningu og notar sömu orðræðu og nauðgunarmenningin gerir á skilið að vera nauðgað aftur og fastar.

Í mínum huga er þetta nauðgunarmenningin í hnotskurn. Menning sem umber, viðheldur og varðveitir ofbeldi, með því að loka augunum fyrir því, afsaka það og réttlæta.

 

16 athugasemdir við “Nauðgunarmenning

 1. Svo hjartanlega sammála þér. En getur ekki líka verið að „óuppgerð“ nauðgunarmál kalli fram öfgafeminisma sem nauðgunarmenningarsinnarnir elska að hata og þannig sé komið á stríð milli þessara andstæðu póla vegna þess að réttarkerfið er ekki að taka á þessum málum.

  Held samt að því miður verði alltaf raunhæfasta nauðgunarvörnin fyrir konur (eins og að notar smokk til að verjast kynsjúkdómum og getnaði) að fara varlega í eigin umgengni við áfengi/vímuefni og drukkna/vímaða karlmenn, því dómgreindarbrestur konu sem drekkur svo mikið að hún deyr áfengisdauða og dómgreindarbrestur karlmanns sem drekkur svo mikið að hann heldur að þögn sé sama og samþykki virðist alltof oft vera aðstæður nauðgunar.

  • já aumingja grey vesalings nauðgunakallanir, þeir ráða bara ekki við sig! ha ha ha! svarið við þessari líffræðilegu staðreynd er því að þurfa að taka á sig constant árvekni og sjálfsritskoðun. einstaklingi sem er nauðgað getur sjálfum sér um kennt! ha ha ha!

   ath: ^ mesta kaldhæðnin.

   • Eyrún hvernig getur það verið victim blaiming að gera sömu kröfu um dómgreind drukkinna/vímaðra kvenna sem krefjast 100% dómgreindar af drukknum/vímuðum körlum?

    Karlmaður sem vaknar úr vímu eftir að hafa nauðgað og gerir sér grein fyrir atburðarrásinni getur verið miður sín, en getur ekki tekið atburðinn til baka. Ég átti við að oft er vel hægt að forðast að lenda í aðstæðum þar sem auknar líkur eru á svona atburðum og það á auðvitað við um bæði kynin. Því færri nauðganir þvi betra fyrir alla konur og kalla. Nauðganir eru vandamál beggja kynja.

   • Sússý þú er hér með komin í hóp óvinarins…. Þú sem einstaklingur, þinn persónuleiki og allt sem þú hefur að segja um þessi mál er hér með ekki til. Þú hefur stigið yfir línuna sem var dreginn í sandinum.

    Núna skaltu bíða eftir því að fólk sem upp til hópa er gott fólk og yfir höfuð heillt í kollinum, breytist í kolklikkaða ragista sem skrifa, ereisa og skrifa aftur þar sem þau reyna eftir bestri getu að koma reiðinni og hatrinu í sem kaldhæðnislegan og kurteisislegan búningin, því það er meira „classy“…

    . Mest mun þeim samt langa að kalla þig ógeð og viðrini.

    Hafðu það gott í kvöld 😉

   • Samkvæmt skilgreiningu er það victim blaming (þolendaábyrgð) að setja ábyrgðina á ofbeldi á herðar þolenda. Þetta er ekkert 50/50 dæmi, ekki einu sinni 70/30 eða 90/10, það er einfaldlega á ábyrgð hvers og eins að nauðga ekki. Og það er ómaklegt að gera þá kröfu á nokkurn mann að koma í veg fyrir að annað fólk beiti hann ofbeldi.

    (Hluta af mér leikur forvitni á að vita hvort þú gerir sömu kröfu á fólk að verjast t.d. líkamsárás eða innbroti. Aftur á móti setti ég ekki spurningarmerki aftan við þessa hugleiðingu vegna þess að ég hef nákvæmlega engan áhuga á að standa í skoðanaskiptum við þig um hvorki þetta né annað.)

   • „(Hluta af mér leikur forvitni á að vita hvort þú gerir sömu kröfu á fólk að verjast t.d. líkamsárás eða innbroti. Aftur á móti setti ég ekki spurningarmerki aftan við þessa hugleiðingu vegna þess að ég hef nákvæmlega engan áhuga á að standa í skoðanaskiptum við þig um hvorki þetta né annað.)“

    Hehe…….þú ert væntanlega ekkert að læsa húsinu þínu til að koma í veg fyrir innbrot er það? Því að það tilheyrir þolendaábyrgð ekki satt? Það er áábyrgð hvers og eins að brjótast ekki inn…….afhverju þá að læsa húsinu/bílnum?

    Ég myndi amk kenna sjálfum mér að hluta ef að ég hefði gleymt að læsa bílnum og það hefði verið stolið úr honum. En sennilega ekki þú.

 2. Það væri gaman að vita hvaða rannsóknir liggja að baki eftirfarandi, og það sem meira er fá að vita eitthvað um aðferðafræðina því að hún er mjög á skjön við tölur frá ýmsum öðrum löndum: „Hér á landi er þessi tala [um falskar ásakanir] miðuð við 1-2% af öllum þeim kærum sem berast.“

 3. Haukur: Það væri gaman að vita hvaða rannsóknir liggja að baki eftirfarandi tölum og það sem meira er að fá að vita eitthvað um aðferðarfræðina, því hún er á skjön við tölur frá ýmsum löndum og þau dómsmál sem réttilega sanna að nauðgun hafi átt sér stað.

  • Sæll Palli Valli
   Ég er ekki alveg með á hreinu hvað þú átt við.

   a) Ertu að spyrja mig hvað ég hafi fyrir mér í því að aðrar tölur séu í öðrum löndum en 1-2%?

   og

   b) Ertu að halda því fram að í 98%-99% þeirra mála sem koma til kasta dómstóla sé sannist óyggjandi að nauðgun hafi átt sér stað?

 4. „By way of comparions, there is an elaborate body of literature and numerous examples suggesting that a significant number-way beyond the two percent range-of capital murder „CONVICTIONS“ are of innocent men. Why should criminal trials involving sexual assaults on women be more accurately discriminating than those involving capital homicide? If an assertion that one out of four or five rape claims is false sounds counterintuitive to the legal academic ear, then this further demonstrates that the two percent false claim proposition is now embedded in our commonsense notion of reality.“

  Síða 953 til 955 sirka er rætt um hvaða basis sem sönnun fólk sem hefur talað um 2% false accusation ratio hefur. Öll eru mjög veik og oftast bara verið að vitna í einhvern sem vinnur í lögreglunni.

  Hérna er eitt interesting fyrir þig félagi.

  „Finally, the law review article by Margaret Clemens, the third
  source cited by Torrey as the basis for her use of the two percent figure, asserts: „Estimates indicate that only 2% of all reported rapes
  prove to be false, which is comparable to the rate for false reports of
  other crimes.“37 “

  Þessi partur „Only 2% of all reported rapes PROVE TO BE FALSE“…

  Þetta skal ég samþykkja.
  Örugglega bara um 2% þar sem einstaklingurinn sem verður fyrir nauðgunarákæru kærir og það sannast að um lygi hafi verið að ræða.

  EN

  Ef þú vilt nýta þér þessa tölu til þess að segja að hin 98% sé ekki logið þá gæti ég alveg eins notað þau statistics sem segja að 20% nauðgana endi í dómi og sagt að hin 80% sé bara rugl.

  Þú getur ekki valið að fara bara rugluðu leiðina í hina áttina.

  Auðvitað er ég ekki sammála því að hin 80% séu rugl, það er mjög erfitt að koma nauðgunarákæru gegnum réttarkerfið.

  Þú verður þá með sama móti að viðurkenna að fáir sem eru kærðir sem vita að þeir séu saklausir kæri samt fórnarlambið.
  Þótt þeir kæri fórnarlambið þá er andskoti erfitt að fá dóm í gegn.

  En þar sem þú hvorki skildir það sem ég sagði upphaflega, eða þá skildir að þessi ritgerð sem þú sendir mér er ritgerð um ruglið hvað varðar 2% false rape accusations……

  Þá trúi ég ekki öðru en að allt sem ég hef sagt muni fljúga langt yfir þinn skilning.

  Nema auðvitað þú sért ekki feministi og ég hafi engan skilning á hverjum þú varst að svara með upphaflega innleggi…… Sem þýðir að ég er þá alveg út að aka….

  Alltaf séns 😉

  • Sæll Palli Valli

   Jú, mig grunar að þú sért staddur í ökutúr fyrir austan fjall, reyndar eins og fleiri notendur þessarar síðu.

   Og mín meistaragráða er á sviði hagnýtrar stærðfræði (með áherlsu á tölfræði og greiningu), þannig að ég skil nú eitt og annað og veit að „röng“ notkun tölfræði er ein „bezta“ leiðin til að ljá skoðunum trúverðugleika.

   Fulltrúi Stígamóta varpar fram hér að ofan hinni frægu 2% tölu, hverrar ameríska útgáfan er krufin í hlekkjaða skjalinu, og þú hefur réttilega gert þér grein fyrir. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ég sé Stígamót beita þessari tölu en hef aldrei séð vísað til neinna undirliggjandi gagna eða rannsókna.

   Því vitna ég til ákveðins hluta greinarinnar og spyr hvað liggi að baki, eins kurteislega og mér er unnt, en vísa þó til þess að aðrar tölur séu á sveimi í örðum löndum (a.m.k. þegar sleppir innri kredsum sumra feminstahreyfinga) því til áherslu að „af því bara“ svör séu ekki æskileg. Þ.e. gef henni tækifæri á að rökstyðja þessi 2% hvort sem það verður gert með vísan til amerísku 2% rugltölunnar eða einhverra rannsókna, en heita marklaus kjaftakerling ella (nú kveikti ég örugglega eld með notkun á hugtakinu kjaftakerling sem á örugglega sinn þátt í undirskipun kvenna og viðhaldi feðraveldisins, hvers skilgetið afkvæmi, ég auðvitað er).

   Auðvitað hefur hún ekki svarað.

   Þess í stað er ég „flæktur“ í deilur við þig um hvort að ég sé fífl og/eða femínisti.

   Hægðu því á þér, fáðu þér ís í Eden og lestu fyrri samskipti okkar á ný með hliðsjón af þessum „nýju gögnum“.

   ES

   Það er auðvelt að missa umræðuna um nauðgunartölfræði út um víðan völl, þannig að borin séu saman, ekki bara epli og appelsínur, heldur einnig gúrkur og bananar. Og eru margar víddir í þeim samanburði.

   Dæmi: Gefum okkur að skipta megi nauðgunum í þrennt.

   A) Gamla klassíska nauðgunin þar sem valdi eða hótun um valdbeitingu er beitt og augjóst er að brotþolinn er ekki samþykkur.

   B) Þar sem brotþoli er með svo skert meðvitundarstig, svo sem vegna áhrifa vímuefna, smjörsýru o.þ.h. að gerandi hafi í raun enga ástæðu til að ætla að brotþoli sé samþykkur verknaðinum.

   C) Þar sem gerandinn hefur í raun enga hugmynd um að „bortþoli“ sé ósammála verknaðinum hvorki ex ante og þaðan af síður ex post, eins og virðist vera nokkuð vinsælt.

   Þegar talað er um nauðgunartölfræði eru þá allir þessir hópar undirliggjandi eða ekki, það þarf að koma fram.

   Önnur vídd er hvað er ásökun (sönn eða ósönn). Dæmi. A) Konu er byrluð ólyfjan á bar, hún er teknin með skert meðvitundarstig á einhvern stað og henni er nauðgað. Hún kærir nauðgun en getur ekki nafngreint geranda.

   B) Kona í Alabama kemur ekki heim á tilsettum tíma og segir eiginmanninum að „some black guy“ hafi nauðgað sér.

   C) Jón Jónsson nauðgar konu og hún kærir hann.

   Hér er um að ræða ókunnnan mann, þjóðfélagshóp og nafngreina persónu. Ákæran í lið A getur verið sönn, en nýtist hún í tölfræði til að fjalla um hvort að Jón Jónsson sé sekur eða saklaus?

   Þriðja víddin er svo hvert er þýðið í tölfræðinni?

   Þrengsta þýðið er: Þeir sem réttað er yfir, sem nær oft bara yfir C hópinn hér að ofan, þ.e. þegar einhver þekktur meintur nauðgari er til staðar.

   Annað þýði væri t.d. kært til lögreglu, sem er stærra þýði, því að stundum er enginn til þess að kæra (ef gjörningsmaður er óþekktur) og stundum telur lögreglan að nægar sannanir séu ekki til staðar, eða jafnvel að kæran hafi annarlegan tilgang. Sem umfjöllun um þetta þýði mætti t.d. benda á þessa frétt http://www.visir.is/otrulega-margar-falskar-naudgunarkaerur/article/200771228040

   Þriðja þýðið er svo það sem ekki berst lögreglunni, sbr. einhver þekkir einhvern sem var nauðgað en kærði ekki, eða t.d. kom til Stígamóta eða annarrar slíkrar heilbrigðis- eða hjálparstofnunar.

   Fjórða þýðið er svo þegar einhver þekkir einhvern sem var nauðgað en málið ekki látið ganga lengra. Auðvitað er nánast ómögulegt að vinna með tölfræði úr slíku þýði.

   En ljóst er að þegar tölfræði er varpað fram eða borin saman á milli landa þurfa slíkir hlutir að vera á hreinu.

   Fjórða víddin er svo hvernig dæmum við um hvort að menn séu sekir eða saklausir.

   Fullyrðing I Allir karlar sem eru dæmdir eru sekir

   Vitað er að talsverður fjöldi karla sem dæmdur var fyrir daga DNA tækninnar hafa verið sýknaðir eftir að hafa farið fram á endurupptöku.

   Þessi fullyrðing er því vafasöm en setur samt ákveðið gólf á hlutfall sekra, þ.e. ef 40% allra karla sem réttað er yfir eru dæmdir sekir, mætti halda því fram að a.m.k. 40% af fullyrðingum um nafngreinda gerendur séu sannar. Þessi tölfræði reiknast þó bara frá fyrsta þýðinu.

   Fullyrðing II Allar kærur sem dregnar eru til baka eru ósannar.
   Þarna væri komið hugsanlegt gólf á „lygarnar“, t.d. hve stór hluti af kærendum draga kærur sínar til baka. Auðvitað gæti kona sem var réttilega nauðgað af einhverjum nafngreindum manni kosið að draga kæruna til baka, en þó má sennilega halda fram að nokkuð stór hluti af slíkum kærum sé byggður á einhverjum annarlegum hvötum eða eins og haft er eftir danska sálfræðingngum í vísisgreininni: „Louise Skriver Rasmussen, sálfræðingur, segir að falskar nauðgunarkærur eigi sér margar orsakir. Í sumum tilfellum séu þær hróp eftir hjálp frá konum sem reyni að vekja athygli á neyðarástandi sem þær búa við.

   Í öðrum tilfellum geti verið um að ræða hefnd. Og í sumum tilfellum geti þetta verið skelfingarviðbrögð eftir frahjáhald eða vegna þess að ungar stúlkur koma of seint heim til sín.“

   Furðumargar konur voru viljugar til að draga framburð sinn til baka t.d. í svokallaðri og umdeildri flughersrannsókn í Bandaríkjunum. Segjum að t.d. 20% kvenna séu tilbúnar að draga framburð sinn til baka, þá er þýðið sem er um rætt, þýði 2, sem er annað þýði en þýðið um dæmda seka og mjög líklega þýði sem endaði alls ekki fyrir dómi, þannig að þessi 20% eru nánast fullkomið mismengi af þýði 1. En svona fyrir þægindi skulum við líta fram hjá því. Þá erum við með að 40% karlar eru „örugglega sekir“ og 20% karla eru „örugglega saklausir“, hvað þá með þau 40% sem sýknað var í? Nú virkar dómskerfið, svolítið því miður, að það eru bara tvær niðurstöður, sýkn eða sekur. Það vantar flokkinn „kannski“ eða ekki hafinn yfir skynsamlegan vafa. Nú eru flestir sammála um að menn skulu teljast saklausir uns sekt er sönnuð, sem þýðir að „saklausa“ og „kannski“ flokkunum er spyrt saman. En þá þýðir það aðvitað ekki að í öllum þeim tilfellum sem sýknað er sé konan illgjarn hendarengill. Það er því bæði mjög hæpið að fullyrða að allar kærur sem endi fyrir dómi séu sannar og líka mjög hæpið að halda því fram að allir sem eru sýknaðir séu sannarlega saklausir. Ef t.d. maður er kærður fyrir verknað sem hægt er að sýna fram á með haldgóðum fjarvistarsönnum eða DNA prufum að engar líkur eru til þess að hann hafi framið, er mjög ósanngjarnt að hans mál endi í sama flokki og „orð á móti orði“ réttarhald.

   Því mætti (eiginlega ekki) segja útfrá dæminu að ofan að 40% kæra eru sannar, og 20% ósannar. En við vitum í raun ekkert um þessi 40% í miðjunni.

   Þess vegna er sjálfsögð og sanngjörn krafa, að þegar dengt er fram fullyrðingum um að eingöngu x% sagna/tilkynninga/kæra/dómsmála séu ósannar af hendi meints brotþola þá fylgi ögn meiri útskýringar með því hvað nákvæmlega átt er við.

   Góðar stundir!

 5. Ég þekki enga konu sem hefur kært nauðgun og fengið gerandann dæmdan. Aftur á móti þekki ég nokkrar konur sem hafa kært nauðgun en það hefur ekki leitt til ákæru. Svo í þriðja lagi þekki ég ótrúlega margar konur sem hefur verið nauðgað og þær hafa ekki kært nauðgunina. Nauðgarar þeirra eru út um allt þjóðfélagið í öllum stéttum þess. Í þessu naugarafélagi er til dæmis fyrrverandi ráðherra, fyrrum læknir, lögfræðingur, trésmiður í Vestmannaeyjum forstjóri stálsmiðju í Reykjavík og eigandi speglagerðar í Reykjavík svo aðeins nokkrir séu nefndir. Þetta segir mér að nauðganir séu ótrúlega algengar í samfélaginu. Ég heyri líka oft í „nauðgaravinum“ sem eru fljótir með athugasemdir á borð við: „Hún gat sjálfri sér um kennt,“ „Það er alltaf verið að ljúga upp á karlmenn.“ Og svo framvegis. Mál er að linni.

 6. Ég þekkji líka konur sem hafa verið nauðgað sem hafa ekki kært, held þær séu um 3-4, ein þeirra er fyrrverandi kærasta mín.

  Sama hve reiður og frustrated maður er yfir slíku, þá er ekki hægt að missa sig í vitleysu.

  Góður vinur minn fór og lamdi einn niður á lækjartorgi með stálröri fyrir að nauðga kærustunni sinni og þótt maður sé inn í sér „já, bara gott hjá þér“ þá verður að fara rétt að hlutunum jón.

  Auðvitað þarf að berjast gegn þessu, en þegar fólk fer að berjast gegn þessu með því að ljúga, vitna í rannsóknir sem standast ekki eða aðferðir sem eru ógerlegar eða skaðlegar samfélaginu þá þarf fólk að standa upp og sína fram á með hvaða hætti er rangt farið með málið.

  Ef ekki þá bara því miður fer allt til fjandans.

  Ég hef vaknað upp við hliðina á stelpu eftir djammið og ég vissi ekkert hvar ég væri sem dæmi.
  Mér leið ekki eins og mér hafi verið nauðgað, ég vissi að ég hafi verið alltof fullur.

  Að þröngva því sem dæmi upp á kvennfólk að slíkt sé greinileg nauðgun jafnvel þótt að fólk sem lendir í slíku upplifir það ekki sem nauðgun er rangt.

  Hún nýtti sér ekkert hve fullur ég var, hún var líklega alveg jafn full og ég var alveg örugglega mjög til í að mæta þarna á svæðið.

  Fékk hún samþykki í þríriti og tók það upp á cameru ? Ég býst ekki við því.

  Ef það er ekki gengið of langt, ef breytingar eru skynsamlegar og úthugsaðar, ef rannsóknir og kannanir eru gerðar með vísindalegum hætti og siðsamlega, þá fara allir á sama bátinn og berjast með.

  Feminismi er bara algjörlega kominn út af sporinu, hann einkennist af öfgum og vitleysu.

  Þetta er ástæðan fyrir því að miklu fleirri skilgreina sig sem jafnréttissinna heldur en nokkurn tíman feminista og ekki hjálpa þeir feministar sem eru hvað klikkaðastir sem koma fram í fjölmiðlum trekk í trekk…..

 7. Bakvísun: Femínískur áramótaannáll | *knúz*

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.