Háskóli Íslands – griðastaður dónakarla?

Höfundar: Helga Þórey Jónsdóttir og Hildur Lilliendahl Viggósdóttir

„Ég lét Bryndísi les´ana. Það vakti með henni lostafulla værð, svo ég færði mig nær og fór að ríða henni í hægum takti og hún stundi þungt eins og skógardís undir sígröðum satyríkon (maður fyrir ofan mitti – hreðjamikill geithafur að neðan og serðir konur án afláts í draumaheimum grískrar goðsögu. Allavega áhrifamikil saga. Og tilvalin rökkurlesning fyrir unga stúlku sem er hætt að vera barn og er (bráðum?) orðin kona – áður en hún sofnar blíðlega á vit drauma sinn[a].“

Á dögunum sagði Vísir.is frá ráðningu Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrum ráðherra og sendiherra, til Háskóla Íslands. Til stendur að Jón kenni námskeið í alþjóðastjórnmálum nú á haustmisseri sem er skyldunámskeið við að minnsta kosti tvær námsleiðir við skólann; viðbótardiplóma í smáþjóðafræði og Evrópufræði á meistarastigi. Ekkert hafði áður heyrst frá Háskóla Íslands varðandi ráðninguna. Spyrja má hvað réði því að skólinn hafi ekki tilkynnt sérstaklega um að „virtur“ fyrrverandi utanríkisráðherra og diplómat hygðist taka að sér kennslu, þótt auðvitað bæri fyrst að spyrja hvernig menntastofnun sem hefur stefnt að því að komast í hóp þeirra hundrað bestu geti talið sér sæmd í slíkri ráðningu til að byrja með. En kannski vildi skólinn ekki þurfa að verja ráðningu mannsins, skiljanlega því Jón Baldvin Hannibalsson er dónakall.

Ekki er nema rúmlega hálft annað ár liðið frá því að upplýst var um alvarlegt ósæmilegt athæfi Jóns Baldvins Hannibalssonar gagnvart stúlku undir lögaldri. Í febrúar á síðasta ári birti tímaritið Nýtt líf viðtal við Guðrúnu Harðardóttur, systurdóttur eiginkonu Jóns. Þar rekur hún bréfaskriftir Jóns Baldvins til hennar, en bréfin voru send þegar hún var á aldrinum 14-17 ára. Sum bréfanna voru send í grunnskólann hennar og önnur þeirra voru rituð á opinbert bréfsefni sendiráðsins í Washington. Flest áttu þau það sameiginlegt að í þeim mátti finna grófar lýsingar á kynlífshegðun Jóns, þ. á m. kynlífi hans með eiginkonu sinni, Bryndísi Schram.

Jón lýsti einnig samskiptum sínum við vændiskonur í Tallinn í Eistlandi:

„Þær skömmuðust sín ekkert fyrir vinnu sína, sem þær kölluðu kynlífsþjónustu. Sumar höfðu verið fóstrur (skeint börn), aðrar hjúkkur (matað hrum gamalmenni og hjálpað þeim að pissa) – ein hafði verið kennari. Þjóðfélagið borgaði þeim „skid og ingenting“ fyrir það. Sú kátasta sagðist fá meira fyrir ein munnmök en sem barnfóstra á mánuði. Ef markaðslögmál eiga að ráða (og hinir virðulegu og vammlausu segja að það sé lögmálið) – þá eru þær bara praktískar konur, að fara skynsamlega að boðum markaðarins. Voila!“

Hafi ætlunin verið að þegja um ráðningu Jóns Baldvins er orðið ljóst að það tókst ekki. Viðbrögðin við tíðindunum (eða skortur þar á) eru hins vegar merkileg. Þegar þessi orð eru rituð eru liðnir fimm dagar síðan fréttin um málið birtist og enn hafa engin opinber viðbrögð sést.

Jón óskaði eftir þagmælsku Guðrúnar; bað hana um að ljóstra ekki upp um bréfin fyrr en fimmtíu árum eftir þeirra dag. Sem betur fer varð hún ekki við þeim óskum. Hann krafðist þess einnig að hún heimsækti hann til að stytta honum stundir meðan kona hans væri í burtu. Síðast en ekki síst óskaði Jón eftir bréfum til baka frá stúlkunni en tók sérstaklega fram að hann myndi þó „auðvitað ekki taka við bréfi“ frá hennar „ungmeyjarblóma“ nema hún segði honum „einlæglega frá vöku og draumi, lífi og losta og nóttinni í frumskóginum (eða kaþólska skólanum).“

Í umfjöllun Nýs lífs segir ennfremur:

„Þegar Jón Baldvin skrifaði Guðrúnu bréf frá Tallinn árið 2001 var hann þar staddur í opinberum erindagjörðum sem heiðursræðumaður á hátíðarsamkomu skipulagðri af upplýsingaskrifstofu Norræna ráðherraráðsins þar í landi… Í bréfinu lýsir Jón Baldvin samskiptum sínum við vændiskonur í borginni þá um nóttina, sem hann segist hafa átt í heimspekilegum samræðum við. Hann segir Guðrúnu frá því í bréfinu að þær hafi trúað sér fyrir viðskiptaleyndarmálum: „Það er best að leggja lag sitt við kvænta, miðaldra karlmenn, sem fá það sjaldan hjá konum sínum.“

Þessi orð eru rituð af manni sem á næstu dögum hefst handa við að kenna háskólanemum um „veikleika, stöðu og áhrif“ smáþjóða.

Fimm dagar

Á síðustu fimm dögum hafa engar opinberar yfirlýsingar verið gefnar. Enginn fjölmiðill hefur vakið athygli á þeirri gagnrýni sem heyrst hefur á samfélagsmiðlum né fjallað um málið í samhengi við þann alvarlega siðferðisbrest sem Jón Baldvin sýndi af sér. Enginn virðist hafa óskað eftir skýringum frá Háskóla Íslands á ráðningunni. Enginn innan háskólans hefur tjáð sig um málið opinberlega. Hefði ekki eitthvað heyrst ef um væri að ræða annað skólastig? Myndi Jón Baldvin fá að kenna óáreittur við grunnskóla í þessu landi árið 2013? Eða fengi hann að vera í hlutverki fræðimanns og fyrirmyndar menntaskólanema?

Hvar er stúdentaráð? Og hvar er kynjafræðin? Hvers vegna heyrist ekki í þeim hópum sem kennarar, nemendur og starfsfólk Háskólans ættu að geta treyst á til að taka upp þennan málstað? Hvers eiga þeir erlendu stúdentar að gjalda sem ekki þekkja söguna á bakvið nýráðna diplómatinn? Hvaða augum lítur skólinn kynferðisbrot eða ósæmilega kynferðislega hegðun gagnvart börnum og ungmennum þegar kemur að vali í kennarastörf við skólann? Og síðast en ekki síst: Hvar eiga þolendur kynferðisofbeldis að fá grið ef ekki innan veggja upplýstustu stofnunar Íslands? Geta háskólayfirvöld svarað því?

Er eðlilegt á 21. öld að maður sem hefur komið fram gagnvart börnum með þeim hætti sem hér er lýst, fái griðastað í ellinni innan stofnunar sem vill komast í hóp hinna hundrað bestu? Eigum við kannski að gera það oftar? Kemst Háskóli Íslands þá loksins á topp 100?

Við förum fram á að Háskóli Íslands og Félagsvísindasvið svari fyrir þessa ráðningu. Okkur þykir hún lítilsvirðandi fyrir þolendur Jóns og þolendur kynferðisofbeldis um heim allan. Við ætlum ekki að taka henni þegjandi.

Helga Þórey Jónsdóttir
Hildur Lilliendahl Viggósdóttir

Screen shot 2013-08-27 at 10.26.39 PM

 

24 athugasemdir við “Háskóli Íslands – griðastaður dónakarla?

 1. þetta er einelti og mannvonska af verstu gerð.

  Þessi bréf Jóns eru skrifuð fyrir ríflega áratug síðan og kallinn hefur gert allt sem hann getur, annað en að gangast undir opinbera húðstrýkingu, til að gera bót.

  Þessi skrif ykkar sýna svo ekki verði um villst hvert innnræti ykkar er

  Hver valdi ykkur siðferðispostula þessa lands?

  Skoðanir ykkar eru ekki tákn um manngæsku eða víðsýni, heldur minna aðferðir ykkar meira á einelti og mismunun.

  Þið gerið ykkur skömm með þessu .

  Frater Dov

 2. Jón Baldvin er bara perri. Allavega mín skoðun las einva um að hann misnotaði dóttur frænda síns eða einhva í nýttlíf.
  Em hérna. Æji plís ég þarf samt pening mjög fljótt e-mailið mitt er jonthor@yahoo.com.
  Ég fæ ekkert meiri pening í banka þarf pening strax annars er ég í fokkins djúpum.
  Æ plís ef einhver les þeta shit sem á pening þú ert að redda mér feitt skiluru. ég geri hvað sem er fyrir smá money cash plís. HVAÐ SEM ER! þú ert að redda m,er geðveikt

 3. A ad drepa mann og annann ? Madurinn hefr vidurkennt mistøk sin og domgreindarleysid sitt , thetta er ofyrirgefanlegur gjorningur hja honum. Menn hljota samt sem adur eiga vidreisnar vonar. Jon hefr alltaf verid mjog umdeildur,en thad leynist engum hann med okkur snjøllustu stjornmalapennum a Islandi. Ekki veitir af i thessari ringulreid sem rikir a landinu.

 4. Fræðileg spurning: hvar mega pervertar vinna? Hvar gætu þeir unnið þar sem þeir eiga ekki á hættu að umgangast annað fólk? Eða er tilgangurinn hér kannski að þeir geti helst ekki umgengist annað fólk? Trúa menn þá ekki á betrun eða að menn eigi að fá tækifæri á að verða þátttakendur í samfélaginu aftur?

 5. Flott hjá ykkur? Nei, ekki finnst mér það. Mér finnst þetta illa gert og vera bæði Helgu og Hildi til skammar. Hér er vegið að manni sem gerði sig sekan um siðferðisbrest og dómgreindarleysi fyrir mörgum árum. Ljóst er að afleiðingarnar særðu ekki bara stúlkuna sem um ræðir, hann sjálfan og mannorð hans, heldur marga innan hans fjölskyldu.

  Málsbætur hans eru að verknaðinn framdi hann einungis í hugsunum og rituðum orðum. Hann lagði ekki hendur á neinn, eyðilagði engar eignir og stal engu. Hann hefur lýst yfir skömm sinni, reynt ítrekað að ná sáttum innan fjölskyldu sinnar og beðist bæði afsökunar og fyrirgefningar. Málið var kært til lögreglu en ekki þóttu nægar ástæður til ákæru. Meira en 10 ár eru liðin síðan þetta gerðist og maðurinn hefur ekkert brotið af sér síðan.

  Það er viðtekin venja í siðuðu samfélagi að fólk sem brotið hefur af sér og tekið út refsingu fái uppreista æru og fullt tækifæri til að byggja líf sitt upp að nýju. Maður sparkar ekki endalaust í liggjandi mann, hvað þá fjölskyldu hans sem óneitanlega verður líka fyrir höggunum.

  Þið, Helga og Hildur, eruð hér komnar langt yfir strikið í dómhörkunni og þurfið að fara að stíga á bremsur vandlætingar og refsigleði, svo og aðrir sem finnst hegðun ykkar í lagi, þar með talið þeir sem ákváðu að loka á Jón Baldvin í Háskóla Íslands vegna þessa máls.

  Að sjálfskipa sig í stóla ákæruvalds, dómara og böðla eins og þið eruð að gera hér og rífa upp sár sem eru byrjuð að gróa ber vott um ykkar eigið siðferði og er ykkur öllum til vansæmdar.

 6. Hvað gekk manninum eiginlega til?

  Afsökun um smávægilegan dómgreindarbrest eru líka fáránlegar þegar að giftur maðurinn er að senda barni ítrekuð dónabréf með grófum og absúrd lýsingum á mökum hans við móðursystur hennar. Eins og geithafurs samlíkingin hafi ekki verið nógu slæm þá virðist hann vera að reyna að selja henni þá hugmynd að vændi sé nú bara eftirsóknanlegt og vel gefandi starf. Hann endar svo á því að túlka það sem fram fór í samræðum við þessar vændiskonur sem svo að miðaldra giftir menn séu besti kosturinn (sem rekkjunautur?)

 7. Bakvísun: „Pólitískur útnárabesefi“ | Ingimar Karl Helgason

 8. Bakvísun: Hneyksli í Háskólanum « Orðið á götunni

 9. Bakvísun: „Græna tréð“, trúverðugleiki og talíbanar | *knùz*

 10. Bakvísun: Fimm prósent femínistar | Ingimar Karl Helgason

 11. Bakvísun: Góða fólkið og öfgafólkið | Þankar

 12. Bakvísun: Kjallarakjökur | *knùz*

 13. Þarna koma fram tveir heimar. Einkalífið og svo atvinnulífið. Þessir heimar eru þó ekki alls óskyldir, við erum við sjálf í vinnunni (vonandi) og við erum í ákveðinni vinnu þó ekki að hugsa um hana heima hjá okkur (vonandi). Þó er þetta allt partur af sömu persónunni og við eða a.m.k. ég segi frá því markverðasta sem gerist hjá mér heima, þó ég reyni að þreyta fólk ekki of mikið og að sama skapi segi ég frá merkum uppgötvunum sem ég hef upplifað í vinnunnni heima, þó ég nefni engin nöfn, enda bundin trúnaði. Ég er ekki bundin trúnaði heima, en sumt er þó bundið trúnaði þar,( óskrifað) en það eru ekki neinar reglur og allir hafa leyfi til að segja það sem þeir vilja. Og tilbúnir þá að taka afleyðingunum vonandi.
  Þessi unga stúlka sem nú er kona hafði og hefur fullt leyfi til að segja frá því sem hún upplifði.
  Svo er það annað, Hvernig hefur einkalíf sem er orðið opinbert áhrif á störf fólks?
  Eitt veit ég að ef stjórnmálafólk í útlöndum sem er uppvíst af framhjáhaldi, þá þarf það að segja af sér. Þannig er það ekki á Íslandi. Við erum svo umburðalynd! Við erum alltaf til í að grauta allt saman, mín tilfinning er sú að ef þú ert stjórnmálamaður og nærð völdum, þá er eitthvað gruggugt á bak við það, enginn kemst neitt á því sviði með persónutöfra og hugsjónir einar að vopni, það þarf að plotta eitthvað, og það er held ég bara viðurkennt hér hjá okkur, ef svo er, er það eðlilegt ?
  Ég er engin besservisser um neitt, en ég held að þegar menn eru litlir og eru að rembast við að vera stórir og eiga áhrifamiklar konur eins og Bryndísi sem allir elska, þá bara detta þeir út af sporinu, búnir að kynnast valdinu og höndla ekki lífið nema með afbrygðilegheitum. Enginn vorkun þar frá mér, hægt er að gera svo margt annað, t.d. bera þá virðingu fyrir konu sinni sem hún á skilið og viðhalda virðingu sinni sem manneskja án þess að láta völd eða “ virðingu“ stíga sér til höfuðs“ sem engan vegin veitir neinni manneskju leyfi til að brjóta á öðrum eða misnota stöðu sína.

 14. Bakvísun: Sagan endurtekur sig | *knùz*

 15. Jon Baldvin Hannibalsson may have the education and experience qualifying him to be a University Professor, but in my opinion he is nothing but a low-life sex offender. The University of Iceland made a mistake in offering Jon Baldvin a teaching positon ( at a master’s level), what were they thinking? I did read in the comments above that the University has withdrawn their offer. I do hope that the University will be more selective in their future selection of professors. I have a granddaughter who has expressed interest in attending the University of Iceland and I will insist on obtaining information about the professors teaching at the University of Iceland prior to her registering for classes. I applaud Helga Þórey Jónsdóttir and Hildur Lilliendahl Viggósdóttir, for their courage to stand up and question the powers at the University and Félagsvísindasvið.

 16. Hafið þið ekkert betra við tíma ykkar að gera en að fetta fingur út í gamlan stjórnmálaskörung sem langaði til að ausa úr brunnum visku sinnar um Evrópumál og Eystrasaltslönd við háskólanema þessa lands?

  Hvernig væri að snúa sér að bjánunum tveimur sem heimskari helmingur þjóðarinnar kaus til að sigla landinu endanlega til Helvítis? Þar liggur vandinn. Ekki hjá gömlum krata sem þráði frænku konu sinnar meðan hann var sendiherra í Vesturheimi.

 17. Helga Þórey Jónsdóttir
  Hildur Lilliendahl Viggósdóttir
  Eru skítseiði af verstu gerð. Meinfýsin og ógeðsleg. Smjattandi á ógæfumáli meira en tíu ára gamals máls.

 18. Bakvísun: Forréttindafrekjur og annað baráttufólk | *knúz*

 19. Bakvísun: Femínískur áramótaannáll | *knúz*

 20. Bakvísun: Kvalarar | *knúz*

 21. Bakvísun: Hvað er ófyrirgefanlegt? | iSpeculate

 22. Bakvísun: Hildur Lilliendahl, femínismi og jafnrétti | Sjomlatips.is

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.