Þöggunarmúrinn I

****VV****
Í upptökunum hér að neðan er ekki aðeins að finna frásagnir af kynferðisofbeldi heldur afneitun og málsvörn kynferðisbrotamanns og afsakanir innan úr fjölskyldu hans. Við rifjum þetta mál upp til að minna á hæfileika þessa samfélags til að þagga niður í og ráðast að þeim sem segja sannleikann um kynferðisofbeldi karla í valdastéttinni.

Viðtal Þóru Arnórsdóttur við Karl Sigurbjörnsson í Kastljósi 23. ágúst 2010:

Brot úr viðtölum við Ólaf Skúlason úr fréttum og Dagsljósi Sjónvarps í febrúar 1996 og viðtal Sigmars Guðmundssonar við Guðrúnu Jónsdóttur, sem var starfskona í Stígamótum árið 1996, í Kastljósi 24. ágúst 2010:

Viðtal Sigmars Guðmundssonar við Sigrúnu Pálínu Ingvarsdóttur í Kastljósi 26. ágúst 2010:

Kastljóssþáttur með viðtali Þórhalls Gunnarssonar við Guðrúnu Ebbu Ólafsdóttur 9. október 2011:

Viðtal Jóhannesar Kr. Kristjánssonar við Magnús Kristjánsson, formann úrbótanefndar kirkjuþings, og Gunnar Rúnar Matthíasson, formann fagráðs kirkjunnar, í Kastljósi 19. október 2011:

Viðtal Sigmars Guðmundssonar við Skúla Sigurð Ólafsson, bróður Guðrúnar Ebbu, um „falskar minningar“ í Kastljósi 7. nóvember 2011:

Láru Hönnu Einarsdóttur eru færðar sérstakar þakkir frá ritstjórn fyrir söfnunaráráttuna og eljuna.

11 athugasemdir við “Þöggunarmúrinn I

 1. Bældar minningar og sú aðferðarfræði sem var notuð til að ná þeim til baka í máli Guðrúnar Ebbu er mjög vafasöm og þvert á vísindalegt consensus um þessi mál í dag.

  Það er ekki hægt að gefa sér að það sem Guðrún segir sé satt út frá þeim gögnum sem hún leggur fram. Þar með er auðvitað ekki sagt að hún segi ósatt, jafnvel þó minningin reynist fölsk. Minni er endursköpun heilans á atburðum og einstaklingar geta platað sjálfa sig í að halda sig hafa upplifað atburði sem ekki hafa átt sér stað (slíkt er vel skjalsett innan taugavísinda og sálfræði og geðlækna geirans, og hefur verið lengi – Loftus EF & Palmer JC (1974). „Reconstruction of automobile destruction: An example of the interaction between language and memory“. Journal of Verbal ) .

  Eftir að DNA rannsóknir urðu algengari sem réttargögn, rétt eftir 1990 í USA, voru mörg mál, þar sem helstu gögn höfðu verið bældar minningar, sem þurfti að taka aftur upp eftir að sýnt var fram á í fjölmörgum málum að bældu minningarnar um meintan sökudólg komu ekki heim og saman við DNA sýni, og þurfti því að sleppa mörgum.

  Í dag eru endurgoldnar bældar minningar ekki teknar sem gildur vitnisburður í dómsmálum í USA, og eftir því sem ég best veit ekki hér heldur (og ekki í Evrópu) – og réttilega.

  Að því sögðu þá er ekkert að því að gagnrýna tilhneygingu fólks til að malda í móin með erfið mál – Meðvirkni er þekkt fyrirbæri, og vel þess virði að ræða – En það er sérstaklega mikilvægt að allir sem taki þátt í slíkri umræðu vandi sig í meðferð þessara viðkvæmu mála. Það er engum til framdráttar, og allra síst fórnarlömbum, að ganga fram með ósannaðar fullyrðingar eins og um staðreyndir sé að ræða. Mögulegur falskur vitnisburður, sem fordæmi, skemmir allavega ekki minna fyrir fórnarlömbum ofbeldis heldur en meðvirkni gagnvart mögulegum brotamönnum.

  Það ætti að vera öllum ljóst sem virkir hafa verið í þessari umræðu síðustu misseri að notkun á meintum fórnarlömbum og meintum brotamönnum, sem peðum í pólitískri baráttu er siðlaust athæfi, og þá sérstaklega þegar fólk gefur sér niðurstöður án þess að hafa nokkrar forsendur til þess, og jafnvel áður en rannsóknir eru hafnar.

  • Þetta nafnleusa innlegg gæti ekki verið eftir venjulegan djöful þarna er á ferðinni menntaður djöfull.

 2. Gott væri að athugasemdaskrifari kynni sig með nafni. Það er erfitt og í raun ógerlegt að taka svona alvarlega athugasemd sem ekki er kvittað fyrir.

  • Hvaða máli skiptir það hvort það standi Jón Jónsson í reitnum eða Name *?
   Viðkomandi skrifar greinargóða athugasemd og vitnar meira segja í heimildir ólíkt því sem er stundað á þessari síðu.

 3. Umfjöllun í fjölmiðum um þessi mál er öll í skötulíki.
  Það er sjaldan talað við sálfræðinga eða sérfræðinga með vísindalega nálgun á viðfangsefninu, þ.e. að ályktanir séu rökstuddar með tilvísun í vísindarannsóknir.

  En á netinu er að finna fjölda greina um þetta:

  Falskar játningar falskar minningar
  http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=412879

  False memory syndrome
  http://en.wikipedia.org/wiki/False_memory_syndrome

  ‘We can implant entirely false memories’
  http://www.guardian.co.uk/science/2003/dec/04/science.research1

  False memory
  http://www.skepdic.com/falsememory.html

  Creating False Memories
  http://faculty.washington.edu/eloftus/Articles/sciam.htm
  http://faculty.washington.edu/eloftus/

  Research finds repressed memories don’t exist
  http://www.abc.net.au/news/2010-09-06/research-finds-repressed-memories-dont-exist/2250138?section=world

 4. Mér fynnst dáldið merkilegt að einn af þeim sem stendur að þessum pistli – pistli þar sem gengið er útfrá því að maður sé sekur án dóms og laga, með vísan í ómarktæk gögn – kalli það alvarlega athugasemd þegar bent er á hversu augljóslega siðlaust er að ganga þannig fram.

  Það var ekkert alvarlegt við athugasemd mína. Hún var rétt, byggð á gögnum, og sjálfsögð (Allavega sjálfsögð þeim sem lifa ekki í hugarheimi kreddna).

  Það er hinsvegar mjög alvarlegt hvernig kreddu fræði er notuð sem sakar gögn, og sett fram af pólitískum lýðskrumurum, sem staðfestur sannleikur.

 5. Kenningin um falskar minningar hefur verið mikið gagnrýnd. Þeir fræðimenn sem þú vitnar í eru meðlimir í samtökunum FMSF (e. false memory syndrome foundation) og það finnst mér enn athyglisverðara.

  E FMSF stuðningssamtök við fólk sem heldur því fram að það hafi verið ranglega ásakað um kynferðisbrot. Þrátt fyrir að þetta fólk haldi því fram að þau styðji og fjármagni rannsóknir tengdar minningum, þá hafa einu rannsóknirnar sem þau birta tengst fölskum minningum.

  Í þessu samhengi er athyglisvert að spyrja hvort rannsóknir sem beinlínis beinast að fölskum minningum geti verið hlutlausar, þegar gert er ráð fyrir að minningarnar séu falskar frá upphafi rannsóknarinnar. Það er ekki að ástæðulausu að margir fræðimenn hafa gagnrýnt samtökin fyrir óvísindalegar aðferðir og hlutdrægni.

  Gagnrýnin hefur líka beinst að því að taka úr samhengi rannsóknir á fölskum minningum, eins og Richard McNally og Elisabeth Loftus gera og spyrða falskar minningar um hversdagslega atburði eins og innprentaða minningu um verslunarferð, saman við kynferðisofbeldi. Í þessum rannsóknum kom líka fram að viðföngin gátu auðveldlega gert greinarmun á fölskum innprentuðum minningum og raunverulegum minningum sjá t.d. fjölda rannsókna Elisabeth Loftus hér og gagnrýni á þær í tengslum við falskar minningar tengdu kynferðisofbeldi.

  Dr. Paul McHugh einn fræðimanna sem heldur því fram að bældar minningar séu afar sjaldgæfar. Hann ásamt öðrum rannsóknum sem þú vitnar í, hefur hlotið mikla gagnrýni fyrir framsetningu sína á fölskum minningum og jafnframt verið gagnrýndur fyrir að bera vitni í málaferlum tengdu kynferðisofbeldi þar sem hann ver meinta gerendur. Hann hefur líka verið áminntur fyrir að tilkynna ekki um upplýsingar um kynferðisofbeldi í starfi sínu sem prestur, en þetta geturðu náttúrulega googlað nánar, ef þú vilt sjá þann vinkil á málinu .

  Samtökin FMSF gera ráð fyrir að falskar minningar séu heilkenni sem myndast í meðferð einstaklings hjá meðferðaraðila, því er ekki að undra að rannsóknir FMSF sem setja fram, sýni að 86% einstaklinga hafi verið í sálfræðimeðferð þegar málin komu til kasta samtakanna. . Samtökin beina spjótum sínum að umdeildu heilkenni sem á að myndast í viðtölum hjá meðferðaraðila.

  Hvað finnst þér um þann túlkunarmöguleika að samtökin FMSF spretti fram á því tímabili þegar lagabreytingar um fyrningu mála gerðu þolendum auðveldara fyrir að sækja mál sín fyrir rétti. Mér finnst hann í raun mjög athyglisverður og nánast ótækt að líta framhjá þeirri staðreynd. Annað sem mér finnst rýra mjög trúverðugleika samtakanna er að þau hverfast um fyrirframgefnar „staðreyndir“, eru samansett af fólki sem eiga mikla hagsmuna að gæta og eru fyrir fólk sem hafa orðið fyrir ásökunum um kynferðisbrot. Sumir meðlimir samtaka hafa verið sakfelldir fyrir brot sín.

  Þrátt fyrir að skreyta sig með fræðititlum og hlutleysi, þá sýnir sagan að hlutleysi og áreiðanleiki helstu sérfræðinga síns tíma hefur oft beðið hnekki .

  Enginn meðlimur FMSF hefur getað staðhæft um hvort minningar séu falskar eða ekki. Pamela Freyd stofnandi samtakanna hefur margoft sagt í viðtölum að það sé ekki nokkur leið að vita sannleiksgildi málanna sem koma inn á borð til þeirra, enginn getur það nema hlutaðeigandi aðilar. Það sem samtökin standa fyrst og fremst fyrir opinberlega, er að vinna að vandaðri meðferð sem sé ekki leiðandi. Til þess lögsækja þau hinsvegar meðferðaraðila þar sem bældar minningar koma upp og hafa verið lögsótt til baka vegna siðlausra vinnubragða, falskra rannsókna og nornaveiða. Þess ber líka að geta að fjölmargir meðferðaraðilar hafa verið sýknaðir af ásökunum samtakanna eins og t.d. mál Önnu Salter (Anna Salter vs. Ralph Underwager and Hollinda Wakefield, Madison, WI, April 15, 1993, Case No 92-C-0229-S).

 6. Anna Bentína: FMSF eru örugglega ekki óbrigðul samtök frekar en önnur. Þú hefur hins vegar áður rætt um bældar/falskar minningar í tengslum við þetta mál, í þessari grein, http://www.spegill.is/is/grein/2011/11/21/heill_og_saell_kristinn_jens , en þar vitnaðir þú í gagnrýni á Loftus. Sú gagnrýni kom frá samtökunum sem enn þann dag í dag trúa því að mikil og skipulögð misnotkun hafi átt sér stað á börnum af leynilegum satanískum költum, eins og lýst er hér: http://en.wikipedia.org/wiki/Satanic_ritual_abuse . Vefsíðu samtakanna má finna hér http://ritualabuse.us/ . Það sem þau halda fram hefur fyrir löngu verið afsannað en ekki áður en líf fjölda fólks var flatt út af valtara réttarkerfisins með dyggri aðstoð fúsksálfræðinga með óbilandi trú á endurheimt bældra minninga. Þannig ég held að þú sjálf hefðir einnig gott af því að kynna þér hvaðan þín gögn um málið koma.

  Hvað finnst þér annars um þann túlkunarmöguleika að heilkennið um bældar minningar sprettur fram og tilfellin aukast mjög í miðri hysteríu um sataníska barnamisnotkun sem heltekur bandarískt samfélag? Að bókin Courage to Heal spretti einnig upp úr sama jarðvegi, en í henni var lengi að finna sérstakan karla um sataníska misnotkun.

  • Já p! ég hef rætt þetta eins og í greininni sem þú birtir eftir mig að ofan og í fleiri greinum eins og t.d hér:

   http://www.spegill.is/is/grein/2011/10/28/falskar_minningar_a_braudfotum
   og hér:

   Einnig hafa fleiri gagnrýnt þetta og þar á meðal fræðimenn sem hafa ekki verið kenndir við fúsk sjá t.d hér:
   Dallem bendir t.d á að FMS, hafi engar haldbærar sannanir fyrir framsetningu sinni: Dallam, SJ (2001). „Crisis or Creation: A Systematic Examination of ‘False Memory Syndrome'“. Journal of Child Sexual Abuse (Haworth Press) 9 (3/4): 9–36. doi:10.1300/J070v09n03_02. PMID 17521989.
   Sjá grein eftir hann hér: http://www.leadershipcouncil.org/1/res/dallam/6.html

   Að auki geta þeir ekki sett fram neina tölfræði um hversu margir meintir fúsksálfræðingar stundi innplöntun á falskri minningu eða hversu mörg tilfelli það eru: Walker hefur rætt þetta hér: Walker, JA (2005). Trauma cinema: documenting incest and the Holocaust. Berkeley: University of California Press. pp. 64–5. ISBN 0-520-24175-4.

   Og hér: Olio KA (2004). „The Truth About „False Memory Syndrome““. In Cosgrove L; Caplan PJ. Bias in psychiatric diagnosis. Northvale, N.J: Jason Aronson. pp. 163–8. ISBN 0-7657-0001-8.

   Það að Satanísk misnotkun hafi heltekið bandaríkst samfélag, var notað sem skálkaskjól til að rýra trúverðugleika fjölda mála. Það er alltaf hægt að benda á extream dæmi til að styðja mál sitt þegar það á við og í þá gildru féllu FMSF sem í dag er gefið lítið fyrir

   Í bókinni Courage to Heal sem telur um 605 bls, er að finna eina sögu (ca 10 bls) þar sem þolandi segir frá því að hafa upplifað misnotun sem var hluti af ritual.
   Hér er linkur á bókina, svo þú getir séð það sjálf(ur) http://www.amazon.com/The-Courage-Heal-Survivors-Anniversary/dp/0061284335

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.