Cougar

Nú er lestrarmánuður í bókmenntaborginni Reykjavík. Í þetta sinn er mánuðurinn tileinkaður ljóðalestri og borgarljóðum undir yfirskriftinni Ljóð í leiðinni. Knúzið leggur sitt að mörkum  og birtir hér ljóð eftir knúzverjann Magneu J. Matthíasdóttur.

cougar2

 

 

 

 

 

 

 

Cougar

hugsa ég stundum þegar ég kem heim
þegar ég kem heim og og þurrka af mér andlitið
þegar ég strýk af mér augun og frískan húðlitinn
kinnarnar og varir rauðar sem blóð

sem blóð
sem hætt er að renna mánaðarlega

þegar ég kem heim og klæði mig úr gallanum
bleikum leggings og brjóstahaldara sem lyftir og léttir
renni svörtum satínbuxum niður lærin
og leggst ein til hvílu

hugsa ég stundum – kannski einu sinni í mánuði eða svo

hvert er nú orðið okkar starf, systur og bræður?
hvar er jafnréttið? frelsið og manndáðin best
í sex hundruð sumur?
– en hef að vísu ekkert tímaskyn,
kannski er það styttra –
hugsa ég stundum

eða öll þau sumur sem runnu hjá eins og blóð
sum hratt eins og úr opnu sári sum seigfljótandi eins og klakahröngl
sum alveg temmilega skömmtuð eins og lífið sjálft
og þurrka af mér andlitið
þangað til lífsblóðið sést

og ber á mig krem

hugsa ég stundum:
fjandi er nú gott að vakna ein

 

Magnea J. Matthíasdóttir

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.