Fimmtán þúsund femínistar funda

nordisk forum 5

Fjölmennasta ráðstefna femínista um árabil verður haldin í Malmö í júní á næsta ári þegar norræna kvenna- og jafnréttisráðstefnan Nordiskt Forum fer fram. Búist er við allt að fimmtán þúsund gestum á ráðstefnuna.

Hún er haldin að frumkvæði norrænna kvennahreyfinga og er markmið hennar að taka púlsinn á stöðu jafnréttismála dag og leggja línurnar fyrir baráttu morgundagsins.

Meðal þeirra sem leggja munu orð í belg eru Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti, Guðrún Jónsdóttir talskona Stígamót, Sofi Oksanen rithöfundur, Sanne Søndergaard grínisti, Ritt Bjerregaad fyrrverandi ráðherra, Nadje Al-Ali, rithöfundur og prófessor, Nina Bjørk blaðamaður og rithöfundur og Gail Dines prófessor.

Síðast var norræn kvennaráðstefna haldin árið 1994 í Turku í Finnlandi og þá fjölmenntu íslenskar konur og búast skipuleggjendur við því að svo verði einnig nú.

nordisk forum 2014 2„Við höfum fundið fyrir miklum áhuga, héldum fjölmennan kynningarfund á kvennaheimilinu Hallveigarstöðum nýverið, fáum mikið af fyrirspurnum og nú hvetjum við íslenskar konur til að skrá sig sem fyrst og taka þátt í þessum sögulega viðburði,“ segir Hildur Helga Gísladóttir framkvæmdastýra Kvenfélagasambands Íslands sem setið hefur í stýrhópi ráðstefnunnar fyrir hönd Íslands.

„Ráðstefnan markar tímamót í sögu norrænna kvennahreyfinganna en þetta er í fyrsta sinn sem þær skipuleggja svo umfangsmikla ráðstefnu. Og það er mjög mikill áhugi á því að taka þátt í henni á öllum Norðurlöndunum, bæði hjá opinberum aðilum, frjálsum félagasamtökum og einstaklingum,“ segir Hildur Helga sem er framkvæmdastýra Kvenfélagasambands Íslands.

Þess má geta að SÞ hafa ekki haldið ráðstefnu um málefni kvenna síðan í Peking árið 1995. Ástæða þess er bakslag í jafnréttisbaráttu heimsins og ótti við að markmið sem þá voru uppfyllt séu í hættu verði opnað á samningaumleitanir um þau.

Skráning: www.nf2014.org

Frekari upplýsingar veitir: Sigríður Björg Tómasdóttir verkefnastýra Nordiskt Forum á Íslandi

S: 8217506, netfang: nf2014@krfi.is

Ein athugasemd við “Fimmtán þúsund femínistar funda

  1. Af hverju kýs Sigríður Björg, og reyndar fjölmiðlar einnig, að segja þetta vera ráðstefnu feminista, að 15 þúsund feministar munu mæta, þegar ráðstefnan er kvenna- og jafnréttisráðstefna þar sem búast má við jafnréttissinnum sem ekki skilgreina sig allir sem feminista?

    Sömuleiðis má spyrja af hverju þetta telst kvennaráðstefna fyrst þetta er málþing er varðar nýjar aðgerðir fyrir réttindi kvenna, réttindi sem karlar koma einnig að umræðu um og ákvörðun um eins og konur koma að umræðu um og ákvörðun um réttindi karla?

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.