Viðurkenningar Stígamóta og stofnun sannleikssjóðar

Knúzinu barst eftirfarandi fréttatilkynning frá Stígamótum:

 

Stígamót mynd

 

Viðurkenningar og sannleikssjóður

Í dag afhentu Stígamót viðurkenningar til sjö aðila vegna framlags þeirra í baráttunni gegn kynferðisofbeldi.

Þessir aðilar eru Erna Agnarsdóttir og María Haraldsdóttir sem afhjúpuðu eitthvert umfangsmesta kynferðisbrotamál sem þekkt er hér á  landi og leiddi til mikillar vitundarvakningar.  Fréttaþátturinn Kastljós fékk fjölmiðlaviðurkenningu Stígamóta fyrir að djarfan og góðan fréttaflutning af sama máli sem er til fyrirmyndar fyrir aðra fjölmiðla.  Þær Hildur Fjóla Antonsdóttir og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir voru heiðraðar fyrir vandaða rannsókn á meðferð réttarkerfisins á nauðgunum.  Stefán Ingi Stefánsson hjá Unicef fékk viðurkenningu fyrir vaska framgöngu gegn kynferðisofbeldi gegn börnum.  Hinn róttæki og feminíski vefmiðill Knúzið fékk viðurkenningu fyrir þá vitundarvakningu um jafnrétti og ofbeldismál sem miðillinn hefur unnið að.  Theodóra Þórarinsdóttir var heiðruð fyrir óeigingjörn störf sín fyrir Stígamót lengst allra kvenna. Síðast en ekki síst heiðruðu Stígamót forvarnarátakið Fáðu já og handritshöfunda þess þau Brynhildi Björnsdóttur, Páll Óskar Hjálmtýsson og Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur.

Að lokum skal þess getið að í dag var formlega stofnaður Sannleiksjóður Stígamóta. Aðdragandi þess var að sá að nýlega barst bréf til Stígamóta og með því fylgdu 100.000 krónur frá konu sem kýs  að  láta ekki nafns síns getið.  Hún sagði:

Ég er fulltrúi fjöldans, fjölda sem ekki sættir sig við að dómstólum sé beitt í hvítþvotti karla sem hata konur. Ég er fulltrúi þeirra sem er bæði ljúft og skylt að láta fé af hendi rakna til þess að standa vörð um kynfrelsi kvenna, frelsinu til að greina frá reynslu sinni og afleiðingum ofbeldis.

Til viðbótar má geta þess að tvær aðrar konur hafa óskað eftir að afhenda okkur fjármuni sem þær vilji að renni í Sannleikssjóðinn.

903545_10152130593091424_283064113_o

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.