Þakkarorð sem Halla Sverrisdóttir flutti við afhendingu jafnréttisviðurkenningar Stígamóta 2013 þann 6. desember s.l.:
Kæru gestir, kæru Stígamótakonur,
Mér er það alveg sérstakur heiður að veita viðtöku þessari viðurkenningu fyrir hönd ritstjórnar knúz.is og þess stóra hóps sem stendur á bak við þetta vefrit, en það eru 60 manns með ódrepandi áhuga á femínisma, mannréttindabaráttu og almennu þrasi sem veitir ritstjórn ómetanlegt aðhald og stuðning með gagnrýni, hugmyndavinnu, tillögum og hugarflæði.
Knuz.is varð til vegna eftirspurnar sem ekki var alveg ljóst að væri fyrir hendi en sem blasti þó við um leið og henni var svarað. Eftirspurnin var eftir aukinni umræðu um femínisma, um jafnrétti, um kyngervi, um mannréttindi. Það þurfti að draga femíníska orðræðu inn af jaðrinum og ryðja henni pláss á opnu svæði og viðbrögðin sýndu að ekki var að ósynju af stað farið. Við vissum að það þurfti að tala meira um femínisma, við vissum hins vegar ekki að það langaði svona marga jafnmikið til þess að gera það og okkur.
Fjöldi fólks, bæði innan knúzhópsins og utan, hefur lagt til efni, athugasemdir, yfirlestraraugu, uppástungur, hvatningu, gagnrýni, skammir, þakkarorð og stuðning og fyrir það erum við óendanlega þakklát.
Þessi viðurkenning verður okkur hvatning til að gera enn betur og hún er okkur ótrúlega mikils virði. Um leið og við þökkum Stígamótum langar okkur að minnast Gunnars Hrafns Hrafnbjargarsonar, sem lést af slysförum í ágústmánuði 2011, aðeins 36 ára að aldri. Knuz.is er stofnað af fólki úr ýmsum áttum, sem sumt þekktist vel og annað alls ekki, en sem allt átti sameiginlegt að hafa ýmist þekkt Gunnar Hrafn náið eða fylgst af athygli með skrifum hans um femínisma og önnur mannréttindamál og fannst nauðsynlegt að halda bæði minningu hans og hugsjón á lofti.
„Alnetið þarf knúz miklu oftar. Annars breytist það í vígvöll,“ skrifaði Gunnar Hrafn skömmu áður en hann lést og þau orð urðu að einkunnarorðum hópsins sem ákvað að stofna vefritið knuz.is.
Okkur langar að tileinka honum þessa viðurkenningu.
Tengist þessari grein reyndar ekkert en ég er með eina pælingu.
Íslenskum drengjum gengur miklu verr í grunnskóla en stelpum.
Hvað er femínistahreyfingin að gera í því?
Sæll Jón. Frábær spurning sem kallar á aðra spurningi. Hvað ert þú að gera í þessu?
Ég er ekki að gera neitt í því, enda hef ég hingað til ekki helgað líf mitt kynjajafnréttisbaráttu á Íslandi.
Hins vegar skilst mér að femínistar séu að berjast fyrir kynjajafnrétti, og ég vil vita hvað þeir eru að gera í því stóra vandamáli að strákum gangi svona illa í skólakerfinu.
Ég reikna með að á næsta stóraðalfundi femínistahreyfingarinnar sem boðaður verður að loknu fulltrúakjöri á landsvísu, verði borin upp ítarleg ályktun þess efnis að foreldrar almennt séu hvattir til að fylgjast með námi barna sinna, óháð kyni þeirra, veita aðhald og stuðning og vinna almennt með skólanum í því að hjálpa börnum (óháð kyni) að taka ábyrgð á námi sínu og njóta þess.
Eg spyr hvad ert thu Jon ad gera? hvad vardar „islenskum drengjum gengur miklu verr í grunnskóla en stelpum“. Af hverju er thad a abyrgd feminsta frekar en einhvers annars? Thad er ordid ansi threyttandi ad um leid og strakum fer ad halla a einhvestadar i samfelagiu tha er spjotum beint ad feminstahreyfingunni og oft reynt ad yja ad thvi ad hreyfingin snuist i raun ekki um jafnastodu kynja. Raunveruleikin er sa ad
stelpur og konur eru hluti af stett sem er kugud a kerfisleganhatt af yfirradstodu karla, kugunin hefur ahrif a allt lif theirra og thad a ad vera Fokus feminstahreyfingar ad benda a thessa kugandi stodu kvenna og berjast gegn henni.
Tad ad drengjum gengur verr i skola er ekki kerfisleg kugun a kyn theirra, heldur eru adrir theattir sem hafa ahrif eins og karlmennska, stadalmyndir theirra og kennara o.s.frv.
Ég er ekki að gera neitt í því, enda hef ég hingað til ekki helgað líf mitt kynjajafnréttisbaráttu á Íslandi.
Þegar kynbundið vandamál kemur upp, finnst þér óeðlilegt að beina spjótum að félagi sem berst gegn kynbundnum vandamálum?
Vinna femínistar ekki gegn vandamálum sem snúa að körlum?
Ég hélt að femínisti væri „[…] karl eða kona sem veit að jafnrétti kynjanna hefur ekki verið náð og vill gera eitthvað í því.“
Sem sagt, að berjast fyrir jafnrétti kynjanna. Sé þessi skilgreining, sem finna má á heimasíðu Femínistafélags Íslands rétt sem og önnur stefnumál félagsins sem t.d. eru
◾Að vinna að jafnrétti kynjanna.
◾Að vinna gegn hverskonar birtingarmyndum kynjamisréttis. .. .
◾Að uppræta STAÐALMYNDIR um hlutverk og eðli kvenna og KARLA.
◾Að stuðla að samfélagi sem tekur mið af mismunandi hagsmunum og sjónarmiðum karla og kvenna svo sem í atvinnu- og MENNTAMÁLUM, …
Þá er það einmitt hlutverka femínista að grípa til aðgerða.
Þannig að sé greining þín rétt um að hér sé um að ræða vandamál tengt staðalmynd karla, er þá á stefnuskrá Feministafélagins a.m.k. að berjast gegn henni.