Af úlfúð og stuttkápu Rauðhettu

Höfundur: Ingunn Vigdís Sigmarsdóttir

rauðhetta

Væri ekki þægilegt ef hættulegt fólk væri látið klæðast sérstökum búningum, t.d. úlfabúningum eða gærujakka (úlfur í sauðargæru)? Þá gætum við hin varast það fólk.

Ofbeldismenn hafa ekki staðlað útlit. Kannski sumir, en flestir þeirra eru nú bara mjög venjulegir útlits – að minnsta kosti þeir ofbeldismenn sem ég þekki. Já, ég þekki allnokkra slíka, því miður.

Í flestum tilfellum er ómögulegt að sjá  að innra með þessum geðfelldu og prúðu mönnum leynist ofbeldismenn. Sumir klæðast gallabuxum, aðrir jakkafötum, einhverjir eru með skegg en aðrir skalla. Allir eru þeir ósköp elskulegir út á við. Sumir eru góðlegir, margir í góðri vinnu, þeir klæðast fínum fötum og vekja á engan hátt sérstaka athygli. Margir eru kurteisir og blíðir þar til einhver veila kemur í ljós. Oft tekst þeim líka að leyna gerðum sínum. Það er aðallega gert með því að skapa ótta hjá þolendum. Menn með þessar tilhneigingar virðast líka hafa sérstakan hæfileika til að velja sér viðföng sem láta vel að stjórn. Gjarnan konur og börn með skerta sjálfsmynd. Eins og þeir hafi ratsjá sem finnur heppilega þolendur.

Undanfarið hafa hávær umræða, þöggunartilburðir og hatursfull viðbrögð verið áberandi í fjölmiðlum. Allt vegna þess að kona benti á þá staðreynd að konum getur stafað ógn af sumum karlmönnum. Hún benti hins vegar á að þessir sumir eru ekki auðkenndir og því erum við tilneyddar til að vera sífellt á verði. Ósanngjarnt? Já!! Konur hafa risið upp fokvondar og neitað að viðurkenna ógnina. Vonandi hafa þær sömu konur verið svo heppnar að hafa enn ekki kynnst ofbeldi af eigin raun. Ég segi „enn“ vegna þess að það gæti gerst án þess að þær hafi reiknað með því. Ofbeldi gerir ekki boð á undan sér. Vissulega má stundum sjá skuggalega fyrirboða, eins og skapofsaköst og hömluleysi, en það er langt frá því að vera algilt. Því miður er enginn óhult/ur í samfélagi þar sem sumir (karlar og konur) beita ofbeldi. Við getum mögulega lokað okkur inni á heimilum, hætt að fara í gönguferðir, sækja skemmtistaði, kynnast fólki. Það væri þó í hæsta máta heimskulegt. Hvað getum við þá gert? Kennt dætrum okkar að hafa piparúða í veskinu, ganga ekki í stuttum pilsum, drekka ekki, vera með 112 í símanum, vera aldrei einar með afa? Eða snýst þetta kannski um uppeldi, að ala upp sómakært fólk?

Af hverju verður fólk svona reitt þegar bent er á þá óhugnanlegu staðreynd að þessir sumir leynist í fjöldanum? Innan um heiðursmenn eins og vini mína, vinnufélaga, pabba, bróður minn, eiginmann og alla hina öðlingana? Yrði ég brjáluð ef einhver benti á að meðal kvenfólks leynist hættulegar konur, þótt ég sé ekki ein af þeim? Ég held varla. Mér stendur þó minni ógn af þeim þar sem tölfræðin sýnir að karlar beita oftar ofbeldi. Það veit ég, en nei, ég er ekki bitur, ég er ekki heldur blind og ég þoli ekki þöggun.

Það er undarlegur siður að skjóta sendiboðann sem hefur ekkert til saka unnið annað en benda á samfélagsmein. Við þurfum að viðurkenna ógnina og vinna að forvörnum. Ala upp drengi og stúlkur með sterka siðferðisvitund og sjálfsmynd sem koma fram við aðra af kærleika og umhyggju. Fræða börnin okkar um heilbrigð samskipti. Kenna þeim að segja frá, vera heiðarleg og fara varlega. Sagan um Rauðhettu og úlfinn var ekki búin til sem innihaldslaus skemmtisaga. „Úlfar“ hafa alltaf verið til og það er sorglegt en satt að þeir munu verða til enn um sinn. En það er óþarfi að skjóta bæði veiðimanninn og sögumanninn, hvað þá Rauðhettu sjálfa – jafnvel þótt kápan hafi verið of stutt.

Af því það eru að koma jól þá bið ég ykkur að skjóta mig ekki þótt ég sé sendiboði. Ég þarf nefnilega að skutlast með jólapakkana og gæta að dætrum mínum til að vera viss um að þær hafi komist óhultar heim.

8 athugasemdir við “Af úlfúð og stuttkápu Rauðhettu

 1. Það er bara í eðli sínu ósanngjarnt að láta alla gjalda fyrir það sem sumir gera. Það er ekki hægt að segja „Sumir ykkar eru hættulegir, ég sé ekki hverjir, þar af leiðandi liggið þið allir undir grun þar til ofbeldi er ekki lengur til eða þar til áreiðanleg leið til að lesa hugsanir er fundin upp.“

  Það var allavega þannig sem þessi grein virkaði á marga.

  En þó ég bendi á þetta hef ég engan áhuga á að þagga umræðuna og finnst í sjálfu sér ósanngjarnt að setja hlutina upp þannig að allir sem ekki eru sammála í einu og öllu séu í raun jafn slæmir og ofbeldismenn því þeir séu að reyna að þagga.

  Að mótmæla er ekki það sama og að þagga.

 2. Ja hérna. Mér telst til að þetta sé fjórða greinin sem ætlað er að skýra hvað Hrafnhildur Ragnarsdóttir ætlaði að segja í umtalaðri grein sinni. Gæti það verið vísbending um að boðskapur greinarinnar hafi verið óskýr – eða virst annar en skýrendur vilja meina að hann hafi átt að vera?

 3. Eins og komið hefur fram þá er framsetning málsins ólík hjá mér og Hrafnhildi og ég myndi e.t.v. ekki ávarpa allt karlkynið á sama hátt og hún. Mér þykir þó þörf umræða að benda á það að konur þurfa sífellt að vera á verði og fyrir það gjalda margir, bæði góðir menn og konur. Já það er ósanngjarnt. Við þurfum að einbeita okkur að forvörnum.

 4. „og ég þoli ekki þöggun.“

  Listin hjá Hildi Lillendhall er tilburðir til þöggunar. Ef allt sem hún póstaði þar væri greinileg karlremba eða kvennhatur, hótanir eða annað. Fine. Ekki málið.

  En þegar hún er farinn að leggja skilning í einhverja fordóma gegn kvennfólki þrátt fyrir að menn jafnvel útskýra fyrir henni hvernig þetta var meint…..

  Það þarf einhver að kæra hana, að mínu mati akkurat útaf þessu.

  Umræðan sem fór í gang eftir póstin hjá þessari ágætu samfylkingarkonu var ekki tilraun til þöggunar.
  Hún orðaði þetta með þeim hætti að hún ætlaði sér að vekja viðbrögð. Henni tókst það.
  Hún var einstaklega gróf í uppsetningu sinni, hún bara misreiknaði sig og fór yfir strikið.

 5. Heimasíða : Karlmenn sem eru kvennrembur.

  Texti: Hér er Kári Emil Helgasson að afsaka öfgafeminista sem hefur talað fyrir því að berja fólk og póstaði myndum af barbídúkku með afhausaða ken dúkku með textanum „Svona eiga hlutirnir að vera“.

  „Endurbirting er ekki sama og þöggun – hún mætti jafnvel teljast andstæða þöggunar.“

  Kári greinilega mjög sáttur við tilþrif Hildar Lillendhal.

  Hér er linkur á facebook síðu Kára Emils.

  ——————————————————————————————–

  Þú ert sáttur við svona meðhöndlun þegar þú tjáir þig um málefni samfélagsins ?

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.