Þolandi sagði frá

Höfundur: Gísli Ásgeirsson

 

*VV* Efni sem vísað er á í greininni inniheldur lýsingar á grófu kynferðisofbeldi.

mia, woody, dylan

Woody og Mia með Dylan  og Ronan bróður hennar

Opið bréf Dylan Farrow, fósturdóttur Woody Allen, vakti mikla athygli í fjölmiðlum í gær. Þar segir hún frá kynferðislegu ofbeldi sem hún varð fyrir í æsku af hálfu fósturföður síns. Kvennablaðið birti íslenska þýðingu á bréfinu í gærkvöldi. Forsagan er í stuttu máli þessi:

Mia Farrow og Woody Allen hófu samband á níunda áratug liðinnar aldar. Mia hafði þá eignast þrjú börn með Andre Previn og ættleitt þrjú, þar á meðal dótturina Soon-Yi frá Kóreu. Þau Woody ættleiddu tvö börn, Moses og Dylan, en eignuðust saman soninn Ronan.

Árið 1992 fann Mia nektarmyndir í íbúð Woodys af Soon-Yi, sem þá var 19 ára. Woody, sem í reynd var stjúpfaðir stúlkunnar, var þá 56 ára. Í kjölfar þessa tvístraðist fjölskyldan og Woody Allen hefur síðan búið með Soon-Yi og giftust þau 1997. Þau hafa ættleitt tvö  börn saman.

Dylan Farrow sagði sögu sína 1992, fyrir tæpum 22 árum og tímaritið Vanity Fair fjallaði ítarlega um þetta mál. Þar segir í upphafi: „Á heimili Miu Farrow gilti sú óskrifaða regla að Woody Allen mætti aldrei vera einn með sjö ára fósturdóttur þeirra, Dylan. „

Woody og Mia stóðu þá í harðri deilu um forsjá barnanna. Víðtæk rannsókn fór fram. Myndbandsupptaka með Dylan var lögð fram. Geðlæknar staðhæfðu að kynferðisofbeldið hefði ekki átt sér stað en dómarinn taldi gögn þeirra ófullnægjandi og vilhöll Woody.  Mia fékk að lokum forræði átta barna af níu. Woody Allen var aldrei kærður fyrir kynferðisofbeldi og hefur alla tíð haldið fram sakleysi sínu. Flestir kvikmyndaunnendur þekkja feril hans og verk.

Dylan Farrow tók upp annað nafn, er hamingjusamlega gift og lifir góðu lífi.  Hún tjáði sig í fyrsta sinn opinberlega síðan 1992 um Woody Allen í viðtali við Vanity Fair í fyrra. Hún nefnir þar aldrei nafn hans en kveðst þjást af lamandi ótta og hræðast mynd hans og ímynd:

„Ég hef aldrei verið beðin um minn vitnisburð. Ef ég gæti talað við Dylan sjö ára, myndi ég telja í hana kjark og segja henni að segja frá.

Margt man ég ekki en ég man það sem gerðist á háaloftinu. Ég man í hverju ég var og í hverju ég var ekki… Mér fannst ég slæm stelpa því ég vildi ekki gera það sem mér eldri maður sagði mér að gera. Ég var að brotna niður. Ég varð að segja eitthvað. Ég var sjö ára. Ég gerði þetta því ég var hrædd. Ég vildi að þetta hætti.

Ég hélt að pabbar væru svona við dætur sínar. Þetta væru eðlileg samskipti og ég væri óeðlileg að þykja þetta óþægilegt.“

Af hverju er þetta rifjað upp núna? Á Gullhnattarhátíðinni (Golden Globe) fékk Woody Allen heiðursverðlaun sem sumum þóttu óviðeigandi í ljósi þessa máls og einhvers staðar í netheimum kviknaði bál sem þótti tilefni til þessarar varnarræðu. Sú ræða er löng og ítarleg málsvörn fyrir aldraðan kvikmyndaleikstjóra sem kann ekki á netið, þekkir ekki mun á tvitter og bloggi og veit því ekki af illu umtali netheima um hann.  Kjarninn er sá að „VIÐ VITUM EKKI HVAÐ GERÐIST“, orð standa gegn orði og hægt en bítandi er málstaður þolandans skorinn niður og léttvægur fundinn. Þarna sé ráðist að öldruðum manni sem hefur gefið heiminum mörg listaverk, unnið gott starf og sé víða virtur og dáður.

Við höfum alltaf þetta val. Hverjum trúum við? Við getum einblínt á fræga manninn og verk hans, reynt að horfa fram hjá ásökunum úr fortíðinni, krafist þess í athugasemdum á netinu að svona mál verði ekki rifjuð upp því þau séu svo óþægileg og komi okkur ekki við. Hinn kosturinn er að hlusta á þolandann, lýsinguna á kvalaranum og líðaninni.  Þetta var einmitt umfjöllunarefni Knuz.is á föstudaginn í grein Hildar Lilliendahl.

Dylan Farrow gæti látið þetta afskiptalaust, haldið áfram lífi sínu og reynt að hunsa það sem sífellt minnir hana á atburði æskunnar. En hún gerði það ekki. Hún skrifaði opið bréf, sagði frá líðan sinni sem þolanda, minnti okkur á að árið 1992 var hennar vitnisburður veginn og léttvægur fundinn.  Hún verðskuldar annað og meira árið 2014.

17 athugasemdir við “Þolandi sagði frá

  • Þessi grein sem þú póstaðir Einar er ein sú ógeðslegasta sem ég hef lesið. Hann segir sjálfur að hann viti ekki hvað gerðist en skrifar risa grein þar sem hann gefur í skyn allan tímann að fórnarlambið sé að ljúga.
   Ég var sjálf misnotuð af pabba mínum á hennar aldri og ég er að fá létt kvíðakast eftir að hafa lesið þetta, mér finnst hann ógeð.

 1. Nafnlaus: Telurðu að Allen sé sekur um það sem borið er á hann hér? Af hverju?

  Hér er stutt úrklippa úr greininni sem ég póstaði:

  „Even people who give Woody the benefit of the doubt and defend him on the internet are often confused on a few points. Some mistakenly say that the court found him “not guilty” of the molestation charges. The fact is there was never such a ruling because he was never charged with a crime, since investigative authorities never found credible evidence to support Mia’s (and Dylan’s) claim.“

  Mér dettur ekki í hug að halda fram að þessi grein segi allan sannleikann um málið. HIns vegar er mér óskiljanlegt af hverju fólk sem ekkert getur vitað um hvað raunverulega gerðist (eða gerðist ekki) telur sig geta fellt dóm um sekt eða sýknu í þessu máli.

  • Ég hef ekki hugmynd um það hvort hann sé sekur eða ekki. Ekki frekar en þessi maður sem skrifaði greinina. Það sem mér finnst svona ógeðslegt er að hann gefur það í skyn alla greinina að ekkert gerðist, án þess að hafa hugmynd um það.

   Það sem þú vitnar í úr greininni segir ekkert um það hvort að hann sé sekur eða saklaus. Á Íslandi til dæmis er ekki kært í meira en 95% kynferðisbrotaákærum því það er svo erfitt að sanna það, þetta er oftast bara orð gegn orði. Í mínu tilfelli var það þannig, orð gegn orði og pabbi minn var ekki einu sinni ákærður, samt gerðist það.

  • Ég veit ekki, frekar en flestir aðrir, hvað gerðist a háloftinu á milli Dylan og pabba hennar. En sú staðreind að Woddy Allen átti í ástarsambandi við 19ára gamla stjúpdóttur sína finnst mér segja mikið um hans persónu.
   Woddy og Mia hófu samband uppúr 1980 svo Woody var búin að þekkja Soon-Yi og vera stjúpfaðir hennar síðan hún var 8ára, það eitt finnst mér ríra hans trúveðugleika í máli Dylan gegn honum. Ég trúi sögu Dylan, hún hefur ekki breytt sögusinni síðan hún sagði fyrst frá þá 7ára gömul.

 2. Í greininni stendur þetta: „Sú ræða er löng og ítarleg málsvörn fyrir aldraðan kvikmyndaleikstjóra sem kann ekki á netið, þekkir ekki mun á tvitter og bloggi og veit því ekki af illu umtali netheima um hann. Kjarninn er sá að „VIÐ VITUM EKKI HVAÐ GERÐIST“, orð standa gegn orði og hægt en bítandi er málstaður þolandans skorinn niður og léttvægur fundinn. Þarna sé ráðist að öldruðum manni sem hefur gefið heiminum mörg listaverk, unnið gott starf og sé víða virtur og dáður.“
  Ég bið lesendur að taka eftir tenglinum fyrir framan þessa tilvitnun í greinina. Hann vísar á þá grein sem Einar Steingrímsson sér ástæðu til að bæta hér við sem athugasemd, rétt eins og greinarhöfundi hafi láðst að taka tillit til hennar. Halda mætti að ES hefði ekki lesið þessi skrif mín, en ég ætla honum meira en svo. Hér er reynt að benda á báðar hliðar málsins en fyrirsögnin er aðalatriðið: Þolandi sagði frá.

 3. „… hægt en bítandi er málstaður þolandans skorinn niður og léttvægur fundinn.“

  Hver er þolandinn í þessu máli? Getur verið að það sé Woody Allen?

  • Hver er þolandinn? Einmitt. Þessi skrif eru ekki dómur um eitt eða neitt, heldur eru þau til að halda á lofti frásögn Dylan Farrow, sem hefur ekki heyrst að ráði til þessa. Og fyrst við erum að dreifa tenglum hérna, er best að þessi fái að fljóta með.
   http://www.leagle.com/decision/1994524197AD2d327_1461.xml/ALLEN%20v.%20FARROW

   Þar hjó ég einkum eftir þessum orðum: „While the tendency of Dylan to withdraw into a fantasy and the inconsistencies in her account of the events of August 4, 1992, noted particularly by the Yale-New Haven team, must be taken into account in the evaluation of these serious allegations, the testimony given at trial by the individuals caring for the children that day, the videotape of Dylan made by Ms. Farrow the following day and the accounts of Dylan’s behavior toward Mr. Allen both before and after the alleged instance of abuse, suggest that the abuse did occur.“

 4. Auðvitað er ómögulegt fyrir okkur að vita nákvæmlega hvað gerðist fyrir 22 árum síðan. Hins vegar virðist alveg borðleggjandi að Woody Allen er eitt risa-egó og að einhverju marki siðblindur. Í gegnum það sem maður hefur lesið virðist eins og hann hafi neitað að skilja hvaða sárum hann myndi valda sinni eigin fjölskyldu með sínu leynilegu kynferðislegu sambandi við dóttur konu sinnar. Það má líka lesa úr greinum og heimildum að hann hafi sýnt Dylan óeðlilegan áhuga.

  Hér má lesa um málið í grein frá nóvember 1992:

  „Over the last two years, sources close to Farrow say, he has been discussing alleged “inappropriate” fatherly behavior toward Dylan in sessions with Dr. Susan Coates, a child psychologist. In more than two dozen interviews conducted for this article, most of them with individuals who are on intimate terms with the Mia Farrow household, Allen was described over and over as being completely obsessed with the bright little blonde girl. He could not seem to keep his hands off her. He would monopolize her totally, to the exclusion of her brothers and sisters, and spend hours whispering to her. She was fond of her daddy, but if she tried to go off and play, he would follow her from room to room, or he would sit and stare at her. “

  http://www.vanityfair.com/magazine/archive/1992/11/farrow199211

  • Það má vera að vel sé staðfest að Allen hafi sýnt dóttur sinni „óeðlilegan“ áhuga (þótt tilvitnunin hér að ofan tali um fólk nákomið Míu Farrow, sem ekki er hlutlaus aðili í málinu). Það er líka alveg mögulegt að hann hafi gert sig sekan um það alvarlega brot sem hann er ásakaður um gagnvart dótturinni. Það síðarnefnda er þó ómögulegt fyrir utanaðkomandi að vita nokkuð um, miðað við það sem er á hreinu í málinu. Þess vegna finnst mér óskynsamlegt að álykta nokkuð um sekt hans eða sakleysi í því máli.

 5. Einar Karl, segjum sem svo að 10% allra hugsi eins og þú. Áhugi þinn á myndum hans hefur minnkað í dag. Hann missi í framhaldi 10% veltu á öllu sem hann gerir.

  Það er fyrir það eitt að kona ásakar hann opinberlega.

  Miðað við að hann byrjar með stjúpdóttur sinni og að dóttir hans ætti að hafa takmarkaða ástæðu til að ljúga slíku upp á hann (nema hún sé bara bókstaflega geðveik) þá er þetta svosem líklegra en ekki að hún sé að segja algjörlega satt og rétt frá. Maðurinn er greinilega siðlaus allavega.

  Ég er eigilega alveg sammála, hann er líklega barnaperri, en mér finnst samt að allir ættu að temja sér að reyna eftur bestu getu að dæma engan nema sannanir séu fyrir hendi.

 6. Það að ásökunin sé að Allen hafi ákveðið í miðri forræðisdeilu, á heimili Farrow, með fjölda fólks nálægt, að draga 7 ára stelpu uppá háaloft og misnota hana segir mér að þetta sé uppspuni. Hegðun Farrow í deilunni staðfestir það endanlega.

  • Mér finnst ógeðslegt Kalli, að þú kallir konu lygara bara útaf því að þér finnst mamma hennar ekki vera nógu kurteis eftir að Woody Allen hélt framhjá henni með 19 ára dóttur sinni (ung kona sem hann horfði á vaxa úr grasi btw).

  • Elín, hún var aldrei beðin um að fara í lygamælapróf. Hann sjálfur t.d. neitaði að fara í lygamælapróf, nema sem væri sérstaklega gert handa honum af eigin mönnum. Woody Allen er ekki bara barnaperri, hann er líka lygari. Maður hefur séð ofsalega svipaða málsvörn hjá öðrum perrum, eins og t.d. Jón Baldvin Hannibalsson ef maður vill nýlegt íslenskt dæmi. Þeir bulla og kenna öðrum um og segja að þær séu nú bara að ljúga, eða nú að þær séu bara klikkaðar. Mér finnst sorglegt hvað fólk er til í að hoppa yfir á þeirra hlið í hvert og eitt einasta skipti.

   Hér er listinn um það hvað Woody Allen er að bulla. Hættið nú þessarri perraverndun, hún er ógeð:

   http://www.vanityfair.com/online/daily/2014/02/woody-allen-sex-abuse-10-facts?mbid=social_twitter

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.