Reglulega hefur kynjavinkillinn í tengslum við umhverfi barna verið skoðaður með því að gera formlegar og óformlegar úttektir, t.d. á unglingabókum, tölvuleikjum, bíómyndum, leikföngum, o.s.frv. Það er langt frá því að vera séríslenskt fyrirbæri og verður í dag sjónum beint til Frakklands.
Um þessi mál og önnur, bloggar Brigitte Laloupe undir nafninu Olympe. Hún bloggar aðallega um femínísk málefni og hefur gefið út bók um svipað efni. Færslan er birt með leyfi höfundar og þýdd af Guðrúnu C. Emilsdóttur. Hún birtist fyrst 29. janúar 2014.
Í marga daga hélt ég að plakötin frá La Manif pour tous (Mótmæli fyrir alla) væru falsanir til að gera lítið úr hreyfingunni. Svo var ekki – eins ótrúlegt að það kann að virðast voru þau í raun og veru birt á vefsíðu þeirra. Til dæmis þetta plakat:
Þar sem ég þufti nýlega að fara í FNAC-búðina (tónlistar- og bókaverslunarkeðja) notaði ég tækifærið og kíkti á barnabókadeildina. Ég hafði ekki mikinn tíma og gluggaði því aðeins í þær bækur sem voru á hilluborðunum. Það eru eimitt þær bækur sem teknar eru sérstaklega fram til sýnis af seljendum.
Mikið var af fallegu dóti, en ég get hughreyst La Manif pour tous – staðalímyndirnar lifa enn góðu lífi.
Ég skoðaði sérstaklega stöðuna varðandi prinsessur og riddara. Það er efni sem finnst í aragrúa verka.
Ég setti til hliðar karl- og kvenhetjur Disney-veldisins sem allir þekkja, og veitti öðrum verkum meiri athygli.
Þetta gerir prinsessa:
Á meðan er líf riddarans erilsamt:

Jafnvel þegar hann er sýndur á kaldhæðnislegan hátt, tekst hann á við hættur, ferðast um heiminn og lærir að breyta honum og stýra.