Höfundur: Guðný Elísa Guðgeirsdóttir
Femínískri umræðu fylgja oft mikil átök mismunandi viðhorfa og skoðana. Langir umræðuhalar í netheimum bera því glögglega vitni og þar reynir fólk að sannfæra aðra um gildi sinna sjónarmiða. Þegar umræðan berst að kynbundnu ofbeldi vill hitna í kolunum og dramatíkin í orðræðunni vex. Sumir láta falla ummæli sem einkennast af kvenfyrirlitningu og skort á samúð með þolendum. Þá er gjarnan viðbragð þeirra sem gæta vilja hagsmuna þolenda að höfða til samvisku viðmælandans með því að spyrja hann hvað honum myndi nú finnast ef þolandi ofbeldisins hefði verið konan hans, dóttir eða systir. Það er vel skiljanlegt að fólk grípi til þessarar líkingar og stundum hefur það jafnvel borið árangur. Sjálf hef ég örugglega einhvern tíman notað þennan frasa máli mínu til stuðnings. Eins er ekki óalgengt að heyra karla tala um femíníska vakningu sína eftir að þeir hafi eignast dætur. Og að sjálfsögðu þykir mér það gleðiefni að karlar sem áður létu sig þessi mál ekki varða vilji nú taka þátt í baráttunni fyrir jafnrétti og auknu kvenfrelsi.
En því er nú verr að þessi margnotaði frasi „hvað ef þetta væri [einhver kona sem skiptir þig máli]?“ er ákveðnum annmörkum háður. Skilaboðin sem felast í þessari orðanotkun eru þau að það sé rangt að beita konur ofbeldi og misrétti af því að einhverjum karlmanni er annt um þær en ekki bara af því það er rangt að beita konur ofbeldi og misrétti. Punktur. Virði kvenna ákvarðast nefnilega ekki einungis útfrá tengslum þeirra við karlmenn. Það er bara alltaf rangt að beita konur ofbeldi. Af því konur eru sko manneskjur og eiga þess vegna skilið að okkur sé annt um velferð þeirra hvort sem þær eiga karlmann að eða ekki.
Hversu oft reynum við að höfða til samkenndar kvenna með því að spyrja þær „hvað ef þetta væri sonur þinn, maðurinn þinn eða faðir“? Sjálfsagt kemur það fyrir að spurt sé á þennan hátt en það virkar samt fráleitt að konur séu sífellt minntar á hvernig eigi að hafa samúð með manneskju með því að skipta henni út fyrir einhverja sem eru tengdir konunum persónulegum böndum.
Þessi orðræða er í raun skilgetin afurð samfélags sem á margan hátt er gegnsýrt af sexisma. Konur alast upp í karlaheimi. Meirihluti söguhetja í bókum, þáttum og bíómyndum eru karlkyns og karlar eru í miklum meirihluta þeirra sem fá rými fyrir sína rödd og sína hagsmuni í samfélaginu. Þegar konur alast upp í þessum karllæga heimi eru þær sífellt í þeirri stöðu að þurfa að tengjast reynsluheimi karla og setja sig í spor karla. Á hinn bóginn er efni sem sem fjallar um reynsluheim kvenna gjarnan sérstaklega merkt sem „kvennaefni“ (jafnvel litakóðað) og karlmenn geta því auðveldlega forðast að setja sig of mikið inn í veruleika kvenna ef þeim sýnist svo (þó að auðvitað ákveði sumir þeirra að leggja það á sig). Þetta á reyndar við um forréttindahópa almennt að þeir þurfa sjaldan að setja sig í spor undirskipaðra hópa á meðan undirskipaðir hafa ekki val um annað en að setja sig í spor þeirra sem mest pláss hafa í opinberu rými.
Gallinn við það að höfða í sífellu til samvisku karla með því að tengja kvenkyns þolendur ofbeldis og misréttis við einhvern sem stendur þeim nærri er að við gefum þeim afslátt á að finna til raunverulegrar samkenndar á grundvelli mannúðar. Skilaboðin sem við sendum þeim er að þeir eigi ekki að þurfa að setja sig í spor kvenna. Að konur séu ekki þess verðar að karlar reyni að skilja reynslu þeirra á þeirra forsendum. Þessi orðræða letur karlmenn frá því að upplifa og þróa með sér djúpa samkennd með öllu fólki, en ekki bara þeim sem líkjast þeim eða eru tengdir þeim tilfinningalegum böndum.
Þegar við höfðum til samkenndar karla með skírskotun í fjölskyldutengsl erum við líka í raun og veru að höfða til samkenndar þeirra með öðrum karlmönnum. Aðalatriðið verður þá hversu hræðilegt það er að einhver nákominn manni verði fyrir ofbeldi en ekki hversu hræðilegt það er að vera beittur ofbeldi. Þá eru það tilfinningar nákomna karlmannsins sem skipta mestu máli en ekki tilfinningar þolandans. Hvers virði er sú samúð sem þannig verður til og hversu djúpt ristir hún?
Að setja sig í spor konu getur vissulega verið heilmikil áskorun fyrir marga karla en samt sem áður, þá finnst mér það ekki ósanngjörn beiðni. Ég veit ekki með ykkur en ég kýs að hafa meiri trú á getu og hæfni karla til að hafa einlæga samúð með konu en svo að telja þá nauðsynlega þurfa skírskotun í einhverja konu í þeirra eigin lífi til að vekja með þeim samkennd.
Fín grein. Ég man svona í fyrstu eitt skiptið sem höfðað var til kvenna með syni, en það var þegar stúlku var nauðgað í Húsavík og undirskriftarlistinn gegn henni var með yfirlýsingunni: Konur eiga líka syni (eða eitthvað álíka)
… það virkar samt fráleitt að konur séu sífellt minntar á hvernig eigi að hafa samúð með manneskju með því að skipta henni út fyrir einhverja sem eru tengdir konunum persónulegum böndum.
Ég gæti spurt konu (eða karl) sem vill dæma dópsala og dópsmylgara til langra fangelsisdóma, „en hvað ef þetta væri sonur þinn?“
Ég gæti spurt konu (eða karl) sem vill ekki galopna landamæri landsins fyrir fátæku fólki frá öðrum heimsálfum, „en hvað ef þetta væri sonur þinn (eða dóttir) sem væri verið að vísa úr landi?“
Finnst ykkur það virka fráleitt að vekja upp samúð hjá KONU með ókunnugri manneskju með því að skipta henni út fyrir einhverja sem eru tengdir konunum persónulegum böndum?
Er þessi pistill að segja að konur hafi sjálfkrafa meiri samúð með ókunnugum, svo þess vegna sé það fráleitt að beita slíkum rökum í samræðum við konur?
Nei, það er ekki það sem þessi pistill er að segja. Það er hreinlega ekki minnst á þegar „Hvað ef þetta væri sonur þinn?“ er notað (og tilvist hans er ekki neitað). Hér er sérstaklega til umræðu frasinn „Hvað ef þetta væri mamma þín?“ sem meingallað tól til að hvetja til samkenndar þegar kemur að ofbeldi og misnotkun á konum.
En er þessi frasi virkilega notaður oft í umræðu um kynferðisofbeldi? Er talin þörf á honum?
Hafa karlmenn almennt litla samkennd með fórnarlömbum kynferðisofbeldis? (nema fórnarlömbin sé tengd þeim persónulega?) Upplifa margir umræðu um kynferðisofbeldi þannig??
Sæll Skeggi,
Sem þolandi kynferðisofbeldis get ég staðfest að þessi frasi er oft notaður í umræðu um kynbundið ofbeldi og ef þú vilt sönnun um skort karlmanna á samkennd með þolendum kynferðisofbeldis þá býð ég þér að lesa kommentakerfið hérna.
Kveðja,
Guðný Elísa
Ég held að meginn tilgangurinn með því „að setja sig í spor annarra“ sé að draga úr dómhörku eða slæva ákvarðanir (sbr. umræða sem var einhverju sinni á bandaríkjaþingi að þeir þingmenn sem samþykktu að fara í stríð ættu að senda sína syni (en ekki annarra) fyrst).
Ef við göngum út frá því að karlar séu oftar gerendur í kynferðisbrotamálum og konur oftar þolendur í sömu málum, þá „hentar“ refsigleðin betur konum og fyrirgefningin og skilningurinn frekar körlum.
En að gefa í skyn að „setja sig í spor annarra“ sé einhver aðferðafræði sem bara sé notuð í tengslum við kynferðisbrot og halli því á konur sem aðferðafræði í heild sinni er eins grunnhyggið og að segja að fyrirgefning halli á konur og refsingar á karla (sem þeir reyndar gera enda fá karlar að jafnaði harðari dóma fyrir sambærileg brot en konur).
En ef umræðan yrði tekinn á einhvern annan málaflokk en brot þar sem annað kynið er oftar í hlutverki geranda og hitt í hlutverki þolanda, þá efast ég ekki um að botninn sé dottinn úr þessari grein. T.d. meðferð ríkisins á eiturlyfjafíklum (lesist stríðið gegn fíkniefnum).
Hefur þú ímyndað þér hvernig er að vera kona? Hefurðu orðið svo pirraður á því að vera karl að þig fór að dagdreyma um að vera kona? Setur þú þig oft í spor kvenna? Hugsar þú þig tvisvar um áður en þú ferð einn upp í leigubíl eftir bæjarferð? Læturðu leigubílstjórann kannski sleppa þér nokkur hús frá heimili þínu svo hann viti ekki hvar þú býrð? Hefurðu spáð í því hvernig það væri að horfa á sjónvarpið eða lesa blaðið og að 65% allra andlitanna á skjánum væru karlkyns?
Þú virðist helst vera að tala um kerfismismunun þótt ég átti mig ekki alveg á því hvað þú ert að fara. Guðný Elísa er hins vegar að tala um almenna samkennd – samkennd sem virðist oft skorta, ekki bara í kerfinu (þótt svo sé vissulega) heldur einfaldlega í einkarýminu, á netinu, í heitu pottunum og í skoðanadálkum. Guðný Elísa sem þekkir þetta kerfi manna best (ég hvet þig til að lesa eldri greinar eftir hana á knúzinu), er hér með kenningu um fyrirbæri sem hún telur hluta af orsökinni. Hvað finnst þér um þá kenningu?
Haukur, ef þig vantar blogg, þá geturu farið á aðrar vefsíður.
Þetta er nú mesta kjaftæðislangavitleysa sem ég hef lesið, og hún hefur næstum því ekki neitt með þessa grein að gera. Ekki bara er þetta komment yfirlætisfullt og fullt af forréttindavitleysu sem þú ert greinilega blindur á, heldur sýnir þetta líka einstaka fáfræði á sviðum jafnréttis og því hvers vegna samfélagið er eins og það er í raun. Þessi setning sérstaklega: „En ég get ekki varist þeirri tilhugsun að flest vandamál og vanmáttarmál kvenna séu mest konum að kenna.“ sýnir fram á alveg ótrúlega blindni og satt að segja afneitun á ábyrgð feðraveldisins og þeirra sem halda því uppi (þú þarmeðtalinn, augljóslega).
Mér finnst líka alveg sérstaklega ógeðslegt hvernig þú gerir lítið úr reynsluheimi kvenna með því að segja að þú myndir sko ekki bregðast svona við því að þurfa að díla við ógnina af ofbeldi, áreitni eða tortryggni í öllu sem þú gerir (eins og konur þurfa að gera). Þú veist greinilega ekki neitt um það hvernig það er að díla við þetta í hversdagslífi þínu, og þú ert greinilega ekki þeim kostum gæddur að geta ímyndað þér það án þess að gera lítið úr fólki og þeirra reynslu. Ég er hrædd um að segja „hvað ef þetta væri þú“ nær einfaldlega ekki að negla gat á þessa forréttindaskel þína.
Það sem þú sagðir er móðgandi, lítilsvirðir efni greinarinnar með því að afvegaleiða umræðuna og gerir lítið úr baráttu kvenna gegn því ofbeldi sem þær eru beittar kerfisbundið með því að þykjast að það sé bara eitthvað sem þær buðu uppá. Ég hef sjaldan séð jafn ógeðslegt komment eins og þitt.
Haltu þig við efnið, eða farðu eitthvað annað. Helst farðu eitthvað annað, ég vil aldrei aftur sjá þvílíka langavitleysu fyllta af jafn miklu ógeði.
Haukur, svar þitt hefur verið fjarlægt fyrir váhrífandi (triggerandi) athugasemdir. Að auki var svarið 110 orðum lengra en greinin sjálf og því ekki hentugt fyrir athugasemdakerfið. Ef þig langar að vinna textann til birtingar annars staðar þá geturðu haft samband við ritstjórn og við sendum þér afrit af textanum. Við þökkum áhugann, en óskum eftir því að þú stillir lengd svara í hóf og forðist lýsingar á kynferðisbrotum án vávara (**VV** eða **TW**) á síðunni okkar.
Ja hérna. Var ég með einhverjar lýsingar á kynferðisbrotum í textanum?
Eða var það sem truflaði að ég benti á óskynsemi þess að lifa í stöðugum ótta við að það sem eru hverfandi líkur á að gerist á Íslandi? Þ.e. að vera ráðist á utandyra á Íslandi af einhverjum sem maður þekkir ekki.
Kæri Haukur,
Kommentið þitt var lengra en greinin mín og það var uppfullt af kvenfyrirlitningu og meiðandi athugasemdum í garð þolenda. Ef þú sem ert svo duglegur að lesa knúzgreinar hefur ekki þegar orðið þér úti um upplýsingar um hvernig ekki á að vera tillitslaus ruddi í kommentakerfum þar sem viðbúið er að margir þolendur séu að lesa athugasemdirnar þá efast ég stórlega um að við getum hjálpað þér úr þessu. Ég vil þó benda þér á að lesa þér til um váhrif og taka þér smá tíma til að hugsa um hvernig þér líður með að vita að þú hafir með kommenti þínu kallað fram váhrif hjá þolanda kynferðisofbeldis http://knuz.is/2013/02/12/varud-haetta-a-vahrifum/
Kveðja,
Guðný Elísa
En jú, ég þarf hjálp. Veit að kommentið var of langt, en nákvæmlega hvað var það sem bar vott um kvenfyrirlitningu, annað en að nota orðið móðursýki, sem er vissulega gildishlaðið, en einhverra hluta vegna eigum við ekkert annað orð, sem kemur upp í huga mér fyirir ígildi enska orðsins hysterical? Google translate getur ekki einu sinni þýtt það.
Mér tekst nefnilega ekki að finna neitt slíkt. Ég hef meira að segja svo mikla trú á kvenfólki, að ég er, eins og fram kom, sannfærður um að ég yrði ekkert skrýtinn við það eitt að vera kona. Sem var nú einmitt það sem Kári bað mig um, þ.e. að setja mig í spor kvenna.
Batnandi fólki er jú bezt að lifa.
En hversvegna er ofbeldi sem drengir og karlmenn verða fyrir ekki jafn sárt og verðugt að berjast gegn og ofbeldi sem konur og súlkur verða fyrir? Hversvegna finnum við ekki til með öllum fórnarlömbum og berjumst gegn öllu ofbeldi?
Er það þegar ekki besta og eina leiðin til að útrýma „kynbundnu ofbeldi“ að útrýma öllu ofbeldi?
Hver sem gerandinn er þá er mikill minnihluti fólks ofbeldisfólk og lang flestir af báðum kynjum geta orðið fórnarlömb þess hóps — oftast samt öflugir sem ráðast á „minni máttar“ þar á meðal mæður á börn sín. Það er t.d. sorgleg staðreynd að mæður og konur eru líklegri til að vera morðingjar barna en feður og karlmenn.
Sirka 55% tilvika ef barn er myrt þá er það móðirin, á móti öllum öðrum sem myrða börn….
Aftur á móti er þetta brota brota allra mæðra og þessvegna er slíkt ekki beint samfélagslegt vandamál. Hægt væri að telja upp hluti eins og dóp, geðsjúkdóma og slíkt sem í flestum tilfellum útskýrir út hvað hefur átt sér stað.
Vandamálið er ekki það að mæður hata börnin sín.
Að sama skapi eru fæstir karlmenn ofbeldsimenn og því ekki rétt að lemja á hópin frekar en ofbeldismennina sjálfa.
Vel skrifað Guðrún, spurning um að berjast gegn ofbeldi en ekki karlmönnum sem einhverjum „líklegum gerendum..“…. Eða „líklegri“ gerendum…. (Þó að rannsóknir hafi sýnt að kynin eru nokkuð jöfn í að reiða til höggs)
„Aftur á móti er þetta brota brota allra mæðra og þessvegna slíkt ekki beint samfélagslegt vandamál.“
1/4 íslenskra kvenna hafa verið beittar ofbeldi af hálfu maka svo því miður er þetta ekki brota brot sem umræðir hér. Þetta er samfélagsmein. Það þýðir ekki að allir karlmenn séu ofbeldismenn, en auðvitað þarf að vekja athygli á þessu svo karlmenn og kvenmenn, í sameiningu, geti unnið að því að uppræta kynbundið ofbeldi. Hún er einfaldlega að benda á að karlmenn verði að taka meiri þátt í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi og láta það sig varða. Ég skil ekki alveg þann pól að þar sem karlmenn verði einnig fyrir ofbeldi að þá réttlæti það ofbeldi í garð kvenna. Hér skrifar hún um kynbundið ofbeldi og konur eru mun oftar fórnarlömb kynbundins ofbeldis en karlmenn.
„Lögin skilgreina kynbundið ofbeldi sem ofbeldi á grundvelli kynferðis sem leiðir til, eða gæti leitt til, líkamlegs, kynferðislegs eða sálræns skaða eða þjáninga þolenda. Einnig teljast hótanir um slíkt ofbeldi, þvingun eða handahófskennd svipting frelsis á grundvelli kynferðis, bæði í einkalífi og á opinberum vettvangi, til kynbundins ofbeldis.“
“Aftur á móti er þetta brota brota allra mæðra og þessvegna slíkt ekki beint samfélagslegt vandamál.” Vísar til þess að 55% gerenda þegar börn eru myrt eru mæður. Ég er hinsvegar ósammála því að það sé ekki samfélagsvandamál því fyrir utan þann harmleik sem það er hverju sinni þá er mikill fjöldi mæðra sem breita börn sín allskonar tilfallandi og viðvarnadi ofbeldi, fyrir hverja móðir sem gegnur svo langt að myrða barn með ofbeldi sínu. Þessi blinda ein útaf fyrir sig á ofbeldi mæðra, þ.e. kvenna gagnvart minni máttar, hefur leitt til þess að sjúk móðir myrti stálpað barn hér á landi. Ekki vera brugðist við ítrekuðum beinum og óbeinum hrópum barna hennar á löngum tíma eftir hjálp.
Varðandi tölfræði um upplifun kvenna um ofbeldi maka vantar yfirleitt alltaf hina hliðina til samanburðar, með sömu spurningum hvað upplifa þá karlarnir, og að sú hlið sé kynnt með tölunum til samanburðar.
Í tölunum hér á landi er ljóst að einföld andmæli maka eða andstaða hans við langanir og fyrirætlanir (þess vegna á forsendum ónógar fjárráða) voru af svarendum túlkuð sem ofbeldi makans í þeirra garð.
“Aftur á móti er þetta brota brota allra mæðra og þessvegna slíkt ekki beint samfélagslegt vandamál.” Segir þú PalliValli
Með tilvísun til þess að 55% gerenda þegar börn eru myrt séu mæður. Ég er ósammála því að það sé ekki alvarlegt samfélagsvandamál, því fyrir utan þann harmleik sem það er hverju sinni þá er, fyrir hverja móðir sem gegnur svo langt að myrða barn, mikill fjöldi mæðra sem beita börn sín allskonar tilfallandi og viðvarnadi ofbeldi. Þessi blinda ein útaf fyrir sig á ofbeldi mæðra, þ.e. kvenna gagnvart minni máttar, hefur leitt til þess að sjúk móðir myrti stálpað barn hér á landi fyrir nokkrum árum vegna þess að ekki var brugðist við ítrekuðum hrópum barna hennar á löngum tíma eftir hjálp vegna viðvarndi ofbeldis hennar.
Varðandi tölfræði um upplifun kvenna um ofbeldi maka vantar yfirleitt alltaf hina hliðina til samanburðar, með sömu spurningum hvað upplifa þá karlarnir, og að sú hlið sé kynnt með tölunum til samanburðar.
Í tölunum sem birtar voru hér á landi fyrir skömmu, er ljóst að einföld andmæli maka eða andstaða hans við langanir og fyrirætlanir (t.d. á forsendum ónógra fjárráða) voru af svarendum túlkuð sem ofbeldi makans í þeirra garð.
Það er enginn að segja að það sé ekki jafn sárt eða verðugt að berjast gegn. Þessi grein fjallar um orðræðu sem tengist sérstaklega ofbeldi gegn konum.
Barnamorð hafa ekki verið sérstakt vandamál á Íslandi, en ofbeldi gegn konum er það svo sannarlega.
Með því að það er aldrei fjallað um þá hlið þ.e. annað ofbeldi eða einfaldlega ofbeldi almennt, heldur bara „kynbundið ofbeldi“ þá er klárlega verið að segja að það sé ekki verðugt umfjöllunarefni og fórnarlömbin ekki verðug stuðnings og samúðar.
Guðrún,
ef þú ætlar að berjast fyrir málefnum öryrkja t.d., þarftu þá að berjast fyrir málefnum allra annarra líka? Ef ég ætla að tala um pólitík á Íslandi, þarf ég þá að tala um pólitík í öllum heiminum líka? Ef ég ætla að tala um stöðu ljóðsins, þarf ég þá að tala um alla ritlist í leiðinni?
Ofbeldi er mismunandi alvarlegt og hefur mismunandi samfélagsleg viðbrögð. Það er t.d. enginn að fara að spyrja mann sem var laminn útá götu í hverju hann var og af hverju hann var svona seint úti að labba. Nú eða ásaka hann um að hann var bara of fullur. Aftur á móti er það eitthvað sem konur þurfa að sitja undir stöðugt ef þeim er nauðgað eða þær beittar kynferðislegu ofbeldi.
Mér finnst sorglegt, og satt að segja ógeðslegt, að þú skulir afvegaleiða umræðuna út í eitthvað allt annað. Við erum að tala um orðræðu og umræðuhefð. Haltu þig við efnið, eða slepptu því að kommenta.
ELísabet, mjög fljótt víkkuðu baráttumenn fyrir velferð fatlaðra og fólks með einstaka líkmlegar skerðingar, baráttusvið sitt yfir að vinna að hagsmunum allra sem búa við skerta starfsgetu og verkgetu af hvaða toga sem er, en ekki bara fyrir t.d. þá sem eru bundnir hjólastól. — Já svo sannlega er eina leiðin til að útrýma kynbundnu ofbeldi karla í garð kvenna að útrýma öllu ofbeldi hvort sem er kvenna í garð barna og karla eða karla í garð karla eða karla í garð kvenna.
Það sem verra er að þegar samfélga hefur þóast jafn langt og okkar þá stuðlar þessi barátta í okkar samfélga að því að við lokum augunum fyrir þeim ógnum sem t.d. börnum stafar af sumum mæðrum, jafnvel lífshættulegum og hrópum þeirra eftir hjálp.
Ég upplifði það sjálf þegar ég leitaði hjálpar undan ofbeldi móður minnar að ég var rekin á dyr þar sem ég leitaði til fagaðila.
Er kynbundið ofbeldi í algjörri eign kvenna?
Erum við svolítið innilæst með þessa umræðu ef ofbeldi er ekki skilgreint sem samfélagslegt vandamál sem karlmenn glíma við og fá litla umræðu og þá meina ég á heimsvísu?
Getur verið að skilningsleysi þeirra sem truflast oftast í þessari umræðu stafi af því að það vantar þó nokkuð marga kafla í umræðuna sjálfa.
Andskoti er ég sammála þér.
Af hverju ert þú að afvegaleiða umræðuna með þessum spurningum?
Hérna, knúzið er búið að tala sérstaklega um kynbundið ofbeldi, þannig það er algjör óþarfi að vera að blanda því inn í umræðu um orðræðuhefð/umræðuhefð: http://knuz.is/2012/12/10/kynbundid-ofbeldi-skilgreiningar-a-thvers-og-kruss/
Ef þú ætlar að tala um eitthvað, þá væri gott að rannsaka hvað það er og hvaða sögu það hefur áður en maður hendir útúr sér pælingum um það. Það er alveg lágmark finnst mér.
Ef þú hefur ekkert málefnalegt um þessa sérstöku grein að segja, þá legg ég til að þú kommentir ekki frekar hér. Guðný er sérstaklega að tala um ákveðinn hlut, og ef þú skilur ekki hvað hún er að tala um þá legg ég til að þú lesir greinina nokkrum sinnum aftur. Hún er mjög skýr. Og nei, umræða um hvað kynbundið ofbeldi er á ekki heima við þessa grein. Það að þú skiljir ekki hvað kynbundið ofbeldi er er eina ástæðan fyrir því að þér finnst vanta „kafla“ í umræðuna.
Takk.
Frábær grein hjá þér Guðný Elísa og takk fyrir að fjalla um kynbundið ofbeldi og kynferðisofbeldi af því innsæi og þekkingu sem brotaþolum virðist oft einum vera lagið.
Það er gríðarlega mikilvægt að fjalla um slíkt af virðingu og meðvitund um að brotaþolar eru einmitt þeir sem lesa sérstaklega þessar greinar.
Því miður gera þeir sjaldan athugasemdir, einkum þegar velmeinandi einstaklingar skjóta niður umræðuna með smásmugulegum innleggjum þar sem sjálfstúlkandi hártoganir um baráttuaðferðir, orðalag og skertan skilning á málefnum kynferðisofbeldis litar alla framsetningu þeirra.
Vona að þú látir slík tröll ekki á þig fá og haldir ótrauð áfram. Því það heyrist oft hæsti í tómri tunnu.
Baráttukveðjur
Frábær grein!
Ég elska þessa grein svo mikið.
Kærar þakkir fyrir þetta innlegg Guðný Elísa, hún bendir á svo þarfa hluti í umræðunni – að það sé mikilvægt að taka hana á annað plan en að einangra hana við konur, þ.e.a.s. þetta er ekki bara kvenna-mál, eða sértækt vandamál kvenna heldur kemur þetta mun fleirum við og fleiri hefðu líklega gott af því að a.m.k reyna að setja sig í spor þolenda. Karlmenn eru víst manneskjur eins og restin og hafa því hæfni til samkenndar. Ég hef fulla trú á því að þeir geti staðið undir kröfunum.
Fólk hefur mjög mismunandi hæfni til samkenndar. Bæði af uppeldisástæðum, og þar fara karlmenn oftar halloka, því þeir eru sjaldnar hvattir til að rækta hana í uppeldinu og konur. Skortur á samkennd er samt ekki endilega bara úr uppeldinu, heldur afþví fólk er ólíkt að upplagi. Sumir fæðast með ákveðnar raskanir sem gera þeim erfiðara en öðrum að setja sig í spor annarra. Og sumir VILJA ekki setja sig í spor annarra, sem er allt önnur ella. Ef við sem samfélag viljum styrkja það í sessi að menn virði aðra sem einstaklinga, eða „sálir“ á gamaldags máli, en ekki í einhverju félagslegu samhengi og goggunarröð sem „systkin“, „foreldra“, „maka“ eða „börn“, einhverja stétt eða hjúskaparstöðu, þá þarf að nota lögin í landinu til að minnka vægi stétta, formlegra vígsluathafna til hjúskapar og fjölskyldunnar sem stofnunnar, en ekki bara eitthvað sem tengir fólk ástarböndum. Í dag giftast til dæmis margir bara til að fá hagstæðari lán til að kaupa íbúð. Með því er samfélagið og bankakerfið að segja okkur giftir séu meira virði, og konan sem var ráðist á þá auðvitað meira virði líka ef hún var kona einhvers annars en sjálfrar sín.
Hvernig væri að leggja niður að lánastofnanir lánuðu pörum og aðeins einstaklingar gætu keypt íbúð? Eða væri betra að leyfa hvaða einstaklingum sem er, vinum eða vinnufélögum, að kaupa sér íbúð? Við verðum að breyta stofnunum samfélagsins ef við viljum breyta viðhorfum þess. Þangað til, meðan fjölskyldan er hneppt og lítilsvirt í kaupsýslubönd, er ekki nema eðlilegt að viss manngerð í okkar samfélagi líti svo á að eiginkonan/dóttirin sé meira virði en einstaklingurinn. Ekki getur einstæð kona keypt sér hús af sömu gráðu og par, jafnvel þó hún eigi börn. Ekki getur einstæð kona ættleitt barn, nema hátekjumanneskja sé. Ekki fær hún jafn auðveldlega lán til að stofna fyrirtæki og ef hún væri gift. Og manngerðin þarna úti sem býr bara ekki yfir samkennd og getur ekki lært hana nema upp að takmörkuðu magni, hún skilur engin skilaboð nema þau sem stofnanir samfélagsins senda henni frá upphafi, og svona greinar eins og þessi, góð sem hún er og allt það, hafa bara engin áhrif á hana.
Góð grein. Ég hef oft notað þennan frasa en ætla að leggja hann á hilluna. Ég dýrka hvað greinarnar hér fá mig til að sjá hlutina í nýju ljósi og opna augun mín fyrir öðrum. Að því sögðu mér finnst oft óþægilegt að kommenta hér út af ýmsum sem, oftast karlar, sem afvegaleiða umræðuna, eru með útursnúninga, kvenfyrirlitningu og þolendaskömmun. Ég gafst upp á að eiga í samræðum hér um efni greinanna. Þetta er fyrsta kommentið mitt langan tíma.
Mér finnst líka yndislegt hvað knúzið er lærdómsríkt. Maður er alltaf að læra. Annars er það skýlaus vilji okkar í ritstjórn að reka hér þolendavænustu stefnu sem mögulegt er. Við höfum ekki staðið okkur nægilega vel að fylgja því eftir og ég bið þig og aðra að endilega sparka í okkur þegar við erum ekki að standa okkur á vaktinni. Við höfum breytt fyrirkomulagi athugasemda og þurfa þær núna að bíða samþykkis áður en þær birtast hérna. Takk fyrir innleggið.
Tók eftir þessari athyglisverðu frétt af dómsmáli, sem undirstrikar að karlar óttast ofbeldi karla en ekki kvenna:
Skilaboðin voru nafnlaus og kvaðst maðurinn hafa leitað strax til lögreglu þegar honum bárust þau. Í ákæru segir að skilaboðin hafi verið til þess fallin að vekja hjá manninum ótta um líf sitt, heilbrigði og velferð.
Fyrir dómi sagði maðurinn að hefði nafn konunnar verið undir skilaboðunum hefði hann ekki óttast neitt. Kvaðst hann ekki hafa viljað að málið fengi þann framgang sem það fékk og vildi helst ekki vera í þeirri stöðu að gefa skýrslu fyrir dóminum. Hann hræddist konuna ekki og þau væru góðir vinir í dag.
‘Eins er ekki óalgengt að heyra karla tala um femíníska vakningu sína eftir að þeir hafi eignast dætur.'( Tilvitnun lýkur.) Dóttur Og það þó þeir hafi beitt og haldi samt áfram að beita konu sína, móður dætranna/ dótturinnar, grófu, líkamlegu og andlegu ofbeldi í fjölda ára.
Þess eru jafnvel dæmi að dóttir/dætur ofbeldismannsins taki málstað hans/, föður síns gegn móður sinni ef til uppgjörs kemur á milli foreldranna.
Til er þá stundum í dæminu að dóttirin/dæturnar hætti að umgangast móður sína og halli sér alfarið að ofbeldismanninum/föður sínum af því að hann var svo góður við þær.