Áskorun til útvarpsstjóra

Frá Knúz.is
ruv_is

Um leið og við óskum þér til hamingju með stöðuveitinguna, viljum við hjá femíníska veftímaritinu Knúz skora á þig, Magnús Geir Þórðarson, að nota stöðu þína til þess að stuðla að jafnrétti í íslensku samfélagi. Við viljum einnig minna þig á að RÚV er, eins og öðrum ríkisstofnunum, skylt að fara að lögum um jafnan rétt og jafna stöðu kynja. Ríkisútvarpið hefur allar forsendur til þess að verða veigamikill talsmaður jafnréttis og í því skyni viljum við sérstaklega vekja athygli þína á eftirfarandi atriðum:

  1. Að fylgja nýlegu fordæmi breskra kollega þinna hjá BBC í því að setja kynjakvóta í umræðuþáttum til að tryggja að í öllum umræðum taki hið minnsta einn karl þátt.
  2. Að koma á kynjakvóta í öllum spurningakeppnum bæði útvarps og sjónvarps þar sem fleiri en einn eru í hverju liði, svo að í hverju liði sé í hið minnsta ein manneskja af hvoru kyni.
  3. Að gera íþróttaiðkun karla jafn hátt undir höfði og íþróttaiðkun kvenna.
  4. Að horfa gagnrýnum augum á fréttamat fréttastöðvanna með það að markmiði að fréttirnar endurspegli áhuga og hagsmuni þjóðarinnar í heild, óháð þáttum eins og kyni, aldri, kynhneigð, trúarbrögðum, og uppruna.
  5. Að stuðla að jafnri stöðu karla og kvenna innan RÚV með því að ráða alltaf það kyn sem er í minnihluta, sæki tvær jafnhæfar manneskjur um. Einnig að horfa gagnrýnum augum á aðferðir og nálgun við hæfnismat umsækjenda, með það fyrir augum að hæfni kynjanna sé jafnmikils metin.
  6. Að sjá til þess að haldið sé utan um tölfræði um kynjahlutföll hjá stofnuninni og hún birt almenningi.
  7. Að huga að jafnréttismarkmiðum ef til enn frekari niðurskurðar kemur, jafnt í störfum sem og í efnisflokkum.

Undirrituð,

Smelltu hér og bættu þínu nafni á listann!

Smelltu hér til að skoða listann.

Auður Lilja Erlingsdóttir
Ása Fanney Gestsdóttir
Ásdís Paulsdóttir
Ásdís Thoroddsen
Bryndís Jóhannsdóttir
Brynhildur Björnsdóttir
Elísabet Ýr Atladóttir
Elva Björk Sverrisdóttir
Erla Elíasdóttir
Erla Guðrún Gísladóttir
Fjóla Dísa Skúladóttir
Gísli Ásgeirsson
Guðný Elísa Guðgeirsdóttir
Guðrún C. Emilsdóttir
Gunnar B. Svavarsson
Halla Sverrisdóttir
Helga Þórey Jónsdóttir
Herdís Schopka
Hildigunnur Rúnarsdóttir
Hildur Lilliendahl Viggósdóttir
Ingólfur Gíslason
x
Jón Thoroddsen
Kári Emil Helgason
Kristín Jónsdóttir
Kristín Vilhjálmsdóttir
Líf Magneudóttir
Magnea J. Matthíasdóttir
Magnús Teitsson
María Hjálmtýsdóttir
Nanna Hlín Halldórsdóttir
Oddur Sigurjónsson
Sigríður Guðmarsdóttir
Sóley Tómasdóttir
Steinunn Rögnvaldsdóttir
Þóra Kristín Þórsdóttir

Ein athugasemd við “Áskorun til útvarpsstjóra

  1. Nýr útvarpsstjóri hlýtur að sópa vel með nýjum vendi og setur upp femínista gleraugun til þeirra verka?!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.