Af hverju á ég alltaf að kyngja og glenna?

**VV** (Varúð váhrif, e.Trigger warning, gæti vakið sterkar tilfinningar hjá þolendum kynferðisofbeldis)

Nýlega var frumsýnt í Tjarnarbíó leikritið Fyrirgefðu ehf. Í því er að finna þetta lag, sungið af ungri konu sem hefur verið hótað lögsókn ef hún biðst ekki fyrirgefningar á ummælum á netinu. Okkur finnst lag og texti eiga erindi við lesendur Knúzzins og fengum því leyfi til að birta hvort tveggja.

Gjöriði svo vel!

Ég vil halda því til haga að svona er mín saga

Hún byrjar með því að kærastinn vill ríða: „Fyrir okkur, það losar um kvíða.

Ég sá svolítið á klámsíðu sem við verðum að prófa,

hvað meinarðu „þessi grófa?“

Þetta er ósköp temmileg blanda af Slap that Butt og Rape that Slut.

Yfir hverju ertu að fárast? Það er eðlilegt að tárast.

Tott er svo gott og slík kynferðisleg sæla að margar konur æla af eintómri nautn. Sjáðu þessa, hún gleypir alla vessa og ekkert gat er spari.

Ekki draga mig á svari.“

Mér er gefið að sök að vera ekki nógu rök, ekki slök,

ekki glöð ekki nógu fokking gröð.

Mér er gefið að sök að vera ekki nógu rök, ekki slök,

ekki glöð, ekki nógu fokking gröð.

 

Þótt bilið á milli okkar sé breitt nuddast andlit hans heitt og sveitt við mig,

ég reyni að hugsa ekki um neitt.

Og hvað gerir kona þegar ástandið er svona?

Rís upp við dogg og skrifar blogg um samfélag

þar sem holdið er bert en kynfrelsið skert.

Hvaða frelsi er í að vera klámvædd og alltaf hrædd um að athæfi kennt við ást verði niðrandi og sárt?

Afhverju á ég alltaf að kyngja og glenna? Má kynlíf ekki vera á forsendum kvenna?

Ég er ekki „anal whore“. Ég er ekki „MILF and more“. Ég er alls ekki „girl scout“ og ég er sannarlega ekki ílát.

Viðbrögðin láta ekki á sér standa að vanda

og kommentin komu í hrönnum frá ókunnugum mönnum:

„Enn eitt vælið í tussu sem ætti að kaupa sér mussu.

Better dead than alive, það þyrfti að gefa þér five

með sleggju út um gluggann á bíl sem ekur á 200 kílómetra hraða.

Væri það ekki bara gaman? Þú ert svo óheppin í framan.

Og þetta helvítis hjal um að hafa ekkert val, hver þykistu vera?

Hildur Lilliendahl?

Það þyrfti að þagga niður í þér í eitt skipti fyrir öll og reka í þig feitan böll. Annars hef ég ekki tíma til að glíma við femínista, ég er á framboðslista.

Ef þú tekur skjáskot er það frekt brot

og ekki voga þér að rekja IP slóðina, því ólíkt þér á ég erindi við þjóðina.“

Er þetta dæmi um grín frá þér til mín sem ég skildi ef ég bara vildi?

Ef ég vissi eitthvað í minn haus og væri ekki svona húmorslaus?

Eða ertu að hóta að brjóta á mér?

Ef ég er hinn meinti þolandi, hlýtur þú að vera meintur nauðgari.

Ef ég er hinn meinti þolandi, hlýtur þú að vera meintur nauðgari.

Ég vil halda því til haga að svona er mín saga.

 

Textahöfundur: Þórdís Elva Þorvaldsdóttir

Tónlistarhöfundur: Jarþrúður Karlsdóttir

Söngur: Þóra Karítas Árnadóttir

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.