Viðurkenning jafnréttisráðs

Knúzinu barst þetta fallega bréf með tölvupósti í fyrradag. Það yljaði okkur um hjartarætur, það er alltaf gott að fá hvatningu og jákvæð viðbrögð:

Knúz.is femínískt vefrit var tilnefnt til Jafnréttisviðurkenningar Jafnréttisráðs fyrir árið 2013. Tilnefningin kom vel til álita þó svo að Knúz.is hljóti ekki viðurkenninguna að þessu sinni. Auðséð er að aðstandendur Knúz.is halda úti öflugri femínískri umræðu sem unnin er í sjálfboðavinnu og eru þeim færðar þakkir fyrir.

Jafnréttisráð hvetur öll þau sem tilnefnd voru til að halda áfram góðu jafnréttisstarfi okkur öllum til hagsbótar.

f.h. Jafnréttisráðs,
Fanný Gunnarsdóttir
Formaður

Í gær kom svo í ljós hverjir hlutu viðurkenninguna í ár og á vef Velferðarráðuneytisins má lesa allt um það.

Knúzið óskar Samtökum kvenna af erlendum uppruna að sjálfsögðu innilega til hamingju og telur þau vel að viðurkenningunni komin. Við tökum að sjálfsögðu heilshugar undir orð ráðherra jafnréttismála, Eyglóar Harðardóttur: „jafnrétti snýst um fleira en jafnrétti kynjanna“.

Hvað Orkuveituna varðar, erum við dálítið hissa. Við hvetjum fólk til að lesa rökstuðninginn sem fylgir með. En kannski er það bara til marks um það sem við erum sífellt að segja, að enn sé eitthvað eftir í land, þegar fyrirtæki hlýtur viðurkenningu fyrir að fara að lögum?

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.