Ekki minni hagnaður af kvenvænum kvikmyndum í Hollívúdd

Höfundur: Þóra Kristín Þórsdóttir

Andstætt viðtekinni þekkingu í bandarískum afþreyingaiðnaði leiðir nýleg könnun í ljós að kvikmyndir sem standast Bechdelprófið eru jafn líklegar og aðrar kvikmyndir til að skila hagnaði.

Bechdel-prófið kom til vegna áhrifamikillar teiknimyndasögu Alison Bechdel frá árinu 1985.  Prófið má nota til að greina stöðu kvenpersóna bæði í skáldsögum og öðru skálduðu efni. Það er ofureinfalt en til að standast það þarf hið skáldaða efni að standast eina kröfu: Að innihalda tvær kvenpersónur sem tala saman og umræðuefnið er (í að minnsta kosti eitt skipti!) eitthvað annað en karlmaður.  Eins og bent hefur verið á segir þetta próf ekki alla söguna um kvenpersónur viðkomandi kvikmyndar (t.d. stenst Beðmál í borginni 2 (Sex and the City 2) þetta próf en Þyngdarafl (Gravity) gerir það ekki), en það segir samt ákveðna sögu og verður að teljast athyglisvert að helmingur þeirra kvikmynda sem tilnefndar voru fyrir Óskarsverðlaun á þessu ári standast prófið ekki.

Jafnvel meiri hagnaður

Í könnun FiveThirtyEight voru prófaðar 1794 kvikmyndir sem framleiddar voru á árunum 1970 og 2013 og kom í ljós að þó fleiri kvikmyndir standist prófið árið 2013 en árið 1970, þá hefur hlutfallið staðið í stað í tvo áratugi. Þá kom í ljós að minna fé var eytt í kvikmyndir sem standast prófið en hinar. Þær voru sem sagt ódýrari í framleiðslu. Hins vegar var miðasalan að meðaltali góð svo á endanum báru kvenmiðuðu myndirnar meira úr býtum en aðrar eins og sjá má á meðfylgjandi mynd (sem unnin er upp úr gögnum FiveThirtyEight) eða að meðaltali 2,68 dollara á hvern dollar sem eytt var í framleiðsluna á móti 2,45 dollurum fyrir hinar.

Untitled

 

Hvaða skýringar gefa mógúlar í Hollívúdd?

Til að greina hvers vegna kvenmiðaðri kvikmyndir hafa minna fé á bak við sig en aðrar tók FiveThirtyEight viðtöl við ýmsa framleiðendur í Hollývúdd, sem og blaðamenn og aðra kunnuga málinu. Fyrir skekkjunni voru gefnar ýmsar ástæður, meðal annarra fæð kvenna í framleiðslunni (en kvikmyndir sem framleiddar eru af konum hafa hærra hlutfall kvenpersóna og eru líklegri til að standast Bechdelprófið), og sú trú fjárfesta að kvikmyndir sem hafa konur í veigamiklum hlutverkum „ferðist“ ekki eins vel og aðrar. Þá er lífseig sú hugmynd að bandarískir áhorfendur velji fremur kvikmyndir þar sem aðalhetjan er karl, sérstaklega þegar um er að ræða spennumyndir (sem í eru miklir peningar).

john-mcclane-zippo-lighter-die-hard-blu-ray-cap

Önnur mikilvæg ástæða sem talin var upp er að forsala kvikmynda erlendis er veigamikill þáttur í hagnaðinum. Framleiðendur selja dreifingarétt kvikmyndanna erlendis áður en tökur hefjast og eru það viðtekin sannindi að betra verð fáist fyrir dreifingaréttinn sé aðalhetjan leikin af frægum karlleikara.

Stefnubreyting?

Það er þó ýmislegt sem gefur til kynna að stefnubreyting sé að eiga sér stað, þó hægt mjakist, og sífellt fjölgar dæmum um kvikmyndir um kvenpersónur sem vel gengur. Má þar nefna Hungurleikana (The  Hunger Games) og teiknimyndina Frosin (Frozen). Eitt er víst að til þess að leiðrétta þessa kynjaskekkju í kvikmyndum þarf fyrst að eyða goðsögnunum um hvað áhorfendur vilja, og þar með hvar mestu peningarnir liggja.

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.