Digur fíll í stofunni

Höfundur: Ólöf Dóra Bartels Jónsdóttir

Á septemberhitti Femínistafélagsins síðastliðið haust, „Haltu kjafti og vertu sæt – eða ég kæri þig“, greindi Björk Vilhelmsdóttir frá upplifun sinni af því að vera stefnt fyrir það eitt að benda á að vændi væri stundað á ákveðnum klúbbi í Reykjavíkurborg. Í kjölfarið spunnust fjörugar umræður, m.a. um það hvernig styðja megi þá sem stíga fram með brotasögu gegn sér. Samhugurinn var mikill.

imagesRædd var sú staðreynd að gerendur kynferðisbrota geta hótað stefnu eða stefnt þolendum sínum eða stuðningsfólki þeirra fyrir dómstóla fyrir að segja frá brotunum, þ.e. í raun fyrir það eitt að segja sannleikann og standa með honum. Þetta er sterk þöggunaraðferð og kallast á ensku „SLAPP“ sem stendur fyrir „strategic lawsuit against public participation“. Tilgangur málsmeðferðar fyrir dómstólum er þá ekki endilega að vinna málið heldur fyrst og fremst að skapa ótta hjá þolendum/stuðningsfólki við málskostnað, vinnutap, umtal og annað sem valdið gæti miska. Slíkur ótti veikir stöðu þolenda/stuðningsfólks til muna og getur auðveldlega þaggað niður í þeim.

Nú eru fordæmi fyrir slíkri málsókn á Íslandi eftir að gerandi kynferðisbrota stefndi tveimur konum fyrir dómstóla. Konum sem unnu það eitt til „saka“ að styðja aðrar konur, konur sem höfðu mátt þola kynferðisbrot framin í skjóli trúar og valds. Lagaleg vörn þessara kvenna kostar sitt. Lögfræðikostnaðurinn hljóðar nú þegar upp á tæpar tvær milljónir króna þó enn eigi málið eftir að fara fyrir dóm. Það þarf að borga fyrir að standa með sannleikanum. Súrt, en satt engu að síður.

Hvað er slík stefna fyrir dómstóla annað en þöggunartilraun af verstu gerð? Digur fíll í stofunni! Viljum við líta undan og láta sem ekkert sé? Viljum við að gerendur geti valdið þolendum sínum eða stuðningsfólki slíkum ótta, áhyggjum og miska?

Ég segi NEI! Gerendum á ekki að  líðast að þagga niður í þolendum sínum eða stuðningsfólki þeirra.

Kanadabúar hafa komið til móts við þolendur SLAPP með viðeigandi löggjöf sem sannarlega er vert að athuga vel. En á meðan engin löggjöf er til staðar hér á landi getum við fylkt okkur að baki þeim valkyrjum sem þorðu að standa með sannleikanum í kynferðisbrotamáli og fengu fyrir vikið stefnu. Leyfum þeim að finna stuðning og leyfum þeim að trúa að þær þurfi ekki að greiða lögfræðikostnað sinn úr eigin vasa. Það má gera með því að skrá sig á stuðningssíðu þeirra á Facebook eða skutla krónum á söfnunarreikning þeirra: R.nr. 0114-05-061840, kt. 111183-2959. Hver króna mun verða nýtt til að borga lögfræðikostnað kvennanna, en þess má geta að ef stefnanda verður gert að greiða kostnaðinn mun sjóðurinn sem safnast renna til góðs málefnis.

Það er dapurlegt að þurfa að höfða til góðmennsku fólks og um leið seilast í vasa þess, en enn dapurlegra er að horfa upp á þann gjörning að tveimur konum sé stefnt fyrir dómstóla fyrir að sýna þolendum kynferðisbrota stuðning. Viljum við horfa upp á þær herða sultarólina næstu ár vegna þess eins að þær fylgdu sannfæringu sinni, eða viljum við senda þau skilaboð út í samfélagið að þolendur kynferðisbrota standi ekki einir, að óhætt sé að taka stöðu með þeim og að þegar áföll ríði yfir (samanber stefnu fyrir dómstóla) styðjum við hvert annað?

Stöndum saman og sýnum í verki að þöggun í öllum myndum heyri fortíðinni til!

 

Viðauki.

Þessi pistill er skrifaður undir miklum SLAPP-þrýstingi. Það þýðir að höfundur má ekki tjá sig eins og hann hefði viljað um málsatvik eða persónur sem um ræðir, því málið liggur fyrir Héraðsdómi. Þöggunarbyrðin er þung! En bent er á að allar nánari upplýsingar um málið má finna á ofannefndri FB-stuðningssíðu. Höfundur tekur sér þó það bessaleyfi að geta þess að þau kynferðisbrot sem nefnd eru í pistlinum voru kærð til lögreglunnar á sínum tíma (2011), en vegna fyrningarramma laganna var málið látið niður falla.

Auglýsingar

2 athugasemdir við “Digur fíll í stofunni

  1. Innilega sammála þessum skrifum. Og ég hef reynt að styðja þessar konur. Langar að benda á að sama er að ske í kynferðisbrotum gegn börnum. Gerendur hóta málsókn og það hefur blossað upp kenning um að börnin séu yfirleitt að ljúga, eða mæður þeirra „innprenti“ þeim það sem þau segja. Hér höfum við Íslendingar haft gróft dæmi um þetta og þá á ég við mál Hjördísar Svan og dætra hennar. Börnin hafa margoft sagt frá, en ekki verið trúað. Fyrr en kannski nú. En móðirin situr í hágæslufangelsi fyrir „glæp“ þann að taka börnin frá ofbeldismanninum. Ég hef haft þessi börn í minni umsjá og veit að þær segja satt. Ofbeldismaðurinn fer nú mikinn og hótar málsókn gegn fleiri aðilum, að undirritaðri meðtalinni. Ég hef undrast þögn (kannski aðallega kvenna) um mál Hjördísar. Og að lygum beggja barnsfeðra hennar er jafnvel trúað athugasemdalaust. En sannleikurinn mun koma í ljós.

  2. Bakvísun: Lögmaður skrifar bréf | Knúz - femínískt vefrit

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s