Feminískur 1. maí!

Höfundur: Hertha Richardt Úlfarsdóttir

Fyrsti maí er kynjabaráttunni ekki óviðkomandi!

Í dag, fyrsta maí, munu konur ganga gegn grunnofbeldisstofnun samfélagsins, feðraveldinu. Við munum ganga gegn kynjuðu ofbeldi og nauðgunum, hinu kúgandi kerfi kapítalismans og við munum ganga fyrir samstöðu meðal kvenna.

Athugið að gangan er einungis ætluð einstaklingum sem skilgreina sig sem konur. Það væri frábært ef þeir sem vilja sýna stuðning í verki myndu gera það með því að veita okkur þetta rými.

And-kapítalísk barátta verður að ganga út frá því að stigveldi karlmennsku og feðraveldis kúgar konur og að menn innan stéttabaráttunnar eru hluti af því kerfi kúgunar. Ef við ætlum okkur að standa gegn kapítalisma þá má ekki gleyma eða grafa það misrétti sem menning karlmennskunnar beitir konur.

Helmingur mannkyns er kvenfólk og kvenfólk sér um tvo þriðju af allri vinnu en á því arðráni hagnast feðraveldið og viðheldur tilvist sinni. Á meðan ofuráhersla er lögð á eignir og laun er ekki verið að ráðast á kjarna málsins sem er hið kynjaða kerfi ofbeldis. Við höfum fengið nóg af þessu kerfi og við höfum fengið nóg af ofbeldinu. Hvernig er hægt að krefjast jafnréttis þegar samfélagið elur á kvenfyrirlitningu og nauðgunarmenning viðgengst? Við munum því safnast saman 1. maí kl. 13.30 á horni Snorrabrautar og Laugavegs undir formerkjum femínisma og tjá skoðun okkar: „Til fjandans með kynjakvóta, hættið að nauðga!“.

Kvenlaus stéttabarátta er engin barátta!

Ath. Þetta er „intersectional“ ganga, ætluð öllum þeim sem skilgreina sig sem konur.

Endilega komið með fána, borða og slagorð!

ENGLISH:

May 1st: A day of importance to the gendered struggle!

Today, May 1st, women will march against the underlying social structure of violence: Patriarchy. We will march against gender-based violence and rape, the oppressive system of capitalism and for solidarity among women.

Please observe that the march is intended solely for people who define themselves as women. Others who want to show their support are asked do so by giving us this symbolic space.

The struggle against capitalism must be based on the fact that the hegemony of masculinity and patriarchy oppresses all women and that men within the class struggle are a part of the patriarchal system. If we intend to rise against capitalism, we cannot forget or ignore the injustice that masculine culture inflicts upon women.

Half of humankind are female but women do two-thirds of all work and it is patriarchy that profits from their labour. By constantly focusing on property and paychecks, we ignore the core issue of the gendered system of violence. We will not tolerate it! How can one demand equality when society breeds misogyny and rape culture still thrives? For that reason we will meet on May 1st, at 1:30 PM on the corner of Snorrabraut and Laugavegur, gather under the banner of feminism and tell the system how we feel: Fuck gender quotas; stop raping!

Class struggle without women’s rights is no struggle at all!

Attention: this is an intersectional march meant for all those who define themselves as women.

Feel free to bring your own banners, flags and slogans!

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.