Mannósíur og gælonsokkabuxur

Höfundur: Kristín Vilhjálmsdóttir

„Við sjáum fyrir okkur þann dag þegar karlmenn geta klæðst því sem þeir vilja, en ekki bara því sem þeim er sagt að klæðast og til að ná þessu munum við leggja okkur fram við að hanna og framleiða flíkur sem frelsa nútímakarlmenn frá hefðbundinni karlmannatísku.“

meggings2

Einhvern veginn svona hljómar yfirlýsing fyrirtækisins sTitch, sem hannar og selur leggings fyrir karlmenn. Sumum kann að koma það spánskt fyrir sjónir að sjá karlmenn í gammósíum og sokkabuxum, en hvers vegna skyldu karlmenn ekki eiga að geta klæðst fatnaði sem þeim finnst þægilegur og líður vel í, alveg eins og konur? Um leið og ég fagna þessu framtaki, verð ég að játa að ég hef ákaflega gaman af þeim kynusla sem af hlýst, þar sem að hingað til hafa gammósíur og sokkabuxur talist til kvenfatnaðar og verið algjörlega utan þess sem karlmönnum hefur leyfst, enda löngum verið hent grín að karlmönnum í sokkabuxum. Þrátt fyrir það hefur slíkur klæðnaður ekki verið óþekktur með öllu síðustu áratugina – kannast lesendur við hjólabuxur?

Ég er engan veginn að ætlast til þess að við verðum yfir það hafin að hneykslast á útliti eða klæðnaði annarra, þegar svo ber undir – það er það ríkur þáttur af mannlegu eðli – en ég styð þó eindregið rétt fólks til að klæðast því sem það lystir, þegar það langar, sama hvort kynið er um að ræða. Áfram alls konar!

 

Hugtökin mannósíur og gælonsokkabuxur eru fengin að láni úr grein Brynhildar Björnsdóttur í Fréttablaðinu 9. nóvember 2009.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.