„Ég get miklast af því að ég sonur þinn er“

Höfundur: Þóra Kristín Þórsdóttir

 

Athöfn á Austurvelli

Hátíðardagskrá á vegum Alþingis og Forsætisráðuneytisins

Karlakórinn Heimir syngur Yfir voru ættarlandi. Stjórnandi er Stefán R. Gíslason

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, leggur blómsveig frá íslensku þjóðinni að minnisvarða Jóns Sigurðssonar

Karlakórinn Heimir syngur þjóðsönginn

Hátíðarræða forsætisráðherra, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar

Drengjakór Reykjavíkur  syngur Hver á sér fegra föðurland. Stjórnandi er Friðrik S. Kristinsson

Ávarp fjallkonunnar

Lúðrasveit Reykjavíkur leikur Ég vil elska mitt land. Stjórnandi er Lárus H. Grímsson

Hér að ofan getur að líta hátíðardagskrá Alþingis og Forsætisráðuneytisins á Austurvelli sautjánda júní síðastliðinn. Dagskráin hefði ekki átt að koma á óvart, enda hefðbundið að tilefninu sé fagnað með ræðum, kórum og fjallkonu. Það sem hins vegar stingur í augu er einmitt hversu hefðbundin dagskráin er, en að fjallkonunni undanskilinni eru bara karlar á dagskrá. Meira að segja kórarnir voru aðeins samsettir af körlum, sem sungu þarna digrum rómi um aldaföðurinn og guðs vors lands. Þá lauk dagskránni með því að viðstöddum var rækilega blásin þjóðræknisleg karlmennska í brjóst þegar lúðrasveitin spilaði eitt karllægasta ættjarðarlag þjóðarinnar, Ég vil elska mitt land, en þar segir meðal annars:

Þetta’ er játningin mín

kæra móðir til þín. –

Ég get miklast af því að ég sonur þinn er.

Það er svipurinn þinn

er í sál mér ég finn.

Hann er samgróinn öllu því besta hjá mér.

Ég kem fram á þinn fund

þessa fagnaðarstund

eins og frjálsborinn sonur sem elskar þig heitt;

og að fótum á þér

ég sem fórn mína ber

það sem fegurst og best hefir lífið mér veitt.

Það verður að viðurkennast að það kom mér á óvart að sjá hversu karllæg dagskráin var, og það árið 2014. Að ári er öld síðan konur 40 ára og eldri fengu kosningarétt á Íslandi. Þetta aldursmark átti síðan að lækka árlega, þar til konur stæðu jafnfætis körlum. Það hefði tekið 15 ár en með tilstuðlan Dana var aldursmarkið afnumið 1920. Konur hafa því haft fullan kosningarétt í 94 ár, en ekki væri annað að lesa út úr hátíðardagskránni en íslenskt lýðveldi samanstæði einungis af körlum. Hversu langt er enn að bíða þess að hrútalyktin hverfi af Austurvelli?

hrútur

3 athugasemdir við “„Ég get miklast af því að ég sonur þinn er“

Færðu inn athugasemd við Haukur Hætta við svar

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.