Málum bæinn bleikan

Höfundur: Ritstjórn


 

Í dag halda Íslendingar upp á það að 99 ár eru liðin frá því að konur yfir fertugu fengu kosningarétt, og 94 ár eru liðin frá því að kosningarétturinn náði til allra kvenna. Af því tilefni vill Knúzið minna alla á að skarta bleiku til að minna á baráttuna í dag, og fjölmenna á hátíðardagskrár sem haldnar eru víða. Til að mynda býður Kvenréttindafélag Íslands upp á kaffi og spjall á Hallveigarstöðum klukkan 17 og opnun höggmyndagarðs til minningar um upphafskonur íslenskrar höggmyndalistar sem opnaður verður við hátíðlega athöfn í suðvesturhluta Hljómskálagarðs klukkan 19.

En þó kosningarétturinn hafi náðst er enn margt óunnið og er því vert að benda á kröfur Norrænu kvennahreyfingarinnar sem jafnréttisráðherrum Norðulandanna voru afhendar í lok jafnréttisráðstefnunnar Nordiskt Forum, sem haldin var í Malmö um nýliðna helgi.

Í þessu lokaskjali eru ráðherrarnir hvattir til að virða sáttmálann sem ríkisstjórnir Norðurlandanna skrifuðu undir á Kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Peking 1995. Þar lofuðu ríkisstjórnir landanna að virða kynjasjónarmið í öllu sínu starfi og ákvörðunum.
Norræna kvennahreyfingin setur fram 63 kröfur sem ríkisstjórnir Norðurlandanna eru hvattar til að bregðast við. Af þeim eru þessar helstar:

  1. Fjárhagsáætlanir ríkis og sveitarfélaga ættu að byggjast á aðferðafræði kynjaðar fjárlagagerðar, og kynjasjónarmið ættu að grundvalla fjárhagsákvarðanir og söfnun tölfræðiupplýsinga. Fjárlög ættu að hafa jafnrétti að leiðarljósi og jafnréttissjónarmið ættu að vera mikilvæg ríkisstofnunum í starfi sínu við að ná þúsaldarmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.
  2. Norrænu ríkisstjórnirnar ættu að fjármagna félagasamtök kvennahreyfingarinnar og stuðla að aukinni norrænni samvinnu og samstöðu, a.m.k. upp að því marki sem að starf annarra félagasamtaka er styrkt, svo að femínískar hugmyndir geti haft raunáhrif og fullu jafnrétti sé náð í samfélagi okkar.
  3. Konum sem flytja til Norðurlandanna ásamt fjölskyldum sínum ætti að vera veitt dvalarleyfi í eigin nafni svo að dvalarleyfi þeirra séu ekki bundin karlmönnum. Þolendum ofbeldis skal ekki vera vísað úr landi. Konum sem seldar hafa verið mansali ætti að vera veitt vernd og aðstoð þegar þær geta eða vilja bera vitni fyrir rétti.
  4. Norrænu sveitarfélögin, samtök atvinnurekenda og stéttarfélög ættu að starfa að því að skapa atvinnulíf sem tekur tillit til fjölskyldulífs og raunvinnuaðstaðna, og skapa mannsæmandi starfskjör. Réttur til að vinna fullt starf ætti að vera tryggður með lagasetningu eða samþykktum í löndum þar sem algengt er að konur neyðast til að vinna í hlutastarfi. Fylgjast ætti vel með og vinna reglugerðir til að koma í veg fyrir misnotkun á starfsmönnum í ótryggum starfsgreinum þar sem tímabundnar ráðningar og lausráðningar eru algengar.
  5. Norræn yfirvöld ættu að starfa að því að konur taki fullan þátt í umhverfisverndarstarfi, sem aktífistar, frumkvöðlar, skipuleggjendur, kennarar, leiðtogar og sendiherrar fyrir sjálfbæra þróun. Styrkir sem veittir eru til umhverfismála ættu alltaf, þar sem þörf er á, að hafa kynjasjónarmið að leiðarljósi.

Hægt er að sjá kröfurnar í heild á ensku með því að smella hér.

Forsíðumyndin er af femínistum við Ráðhúsið 19. júní 2003 og er fengin af vef Femínistafélags Íslands. Þaðan er borðinn einnig fenginn.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.