Staðgöngumæðrun og Everest

Höfundur: Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir

Mount-Everest-Images-HD-WallpaperStaðgöngumæðrun og Everest eiga þegar fljótt er á litið ekki margt sameiginlegt. Mount Everest var mikið í umræðunni í aprílmánuði þessa árs þegar snjóflóð féll og sextán leiðsögumenn létu lífið. Ég hef alltaf litið á það sem stórt afrek að klífa Everest og mikinn persónulegan sigur fyrir þann einstakling sem það gerir. Það vekur upp hugrenningatengsl við helstu landkönnuði og frömuði mannkynssögunnar, við hinn óþrjótandi mannsvilja sem leitar lengra, gerir betur. Við höfum lært að tengja ævintýraþrá við hugarfarið sem kom okkur út úr hellinum og gerði okkur að ráðandi dýrategund á jörðinni.

Staðgöngumæðrun er í okkar huga tengd við hugrekki og góðmennsku af annarri sort. Staðgöngumæðrun felur í sér að kona gangi með barn fyrir aðra manneskju sem vegna ýmissa ástæðna getur ekki eignast barn sjálf. Hvað gæti verið göfugra en það? Kona sem tekur á sig að ganga með barn til að færa öðru fólki lífsgleði. Í okkar samfélagi teljum við konum það mjög til tekna að vera fórnfúsar og gjafmildar. Staðgöngumæðrun er hámark fórnfýsinnar. Við tölum um staðgöngumæðrun í gróðaskyni annars vegar og í velgjörðarskyni hins vegar. Það er s.s. annaðhvort gert til að græða eða af því að þú vilt gera öðrum vel – ert góð manneskja. Það er ekki laust við abarcodeð þessi hugtök séu eitthvað gildishlaðin.

Everest og staðgöngumæðrun hafa í fyrstu ákveðinn sjarma. Þvílíkt afrek að klífa fjallið og hversu mikil fegurð er í því fólgin að ganga með barn fyrir einhvern sem getur það ekki. Hvort tveggja felur í sér að einstaklingur leggi á sig mikið álag og áhættu til að ná markmiði sem margir myndu telja göfugt.

Um miðjan apríl síðastliðinn kom þó í ljós að það var eitthvað rotið í Everestveldi. Mannskæðasta snjóflóðið í sögu fjallsins varpaði ljósi á hörmulegar aðstæður nepölsku sjerpanna sem hafa í áratugi tekið að sér að leiða ríka Vesturlandabúa upp fjallshlíðina. Það kom í ljós að hetjudáð þeirra sem ná tindinum felst helst í því að hafa efni á að ráða til sín innfædda til að vinna vinnuna fyrir sig.  Íslenskur fjallgöngumaður sem þurfti að hætta við ferð sína á tindinn sagði það leiðinlegt þegar kjarabarátta og pólitík skemmi svona fyrir enda draumum hans kastað á glæ. Það er skiljanlegt að hann sé ósáttur, eða hvað?  Til hvers er eðlilegt að ætlast af fólki? Við ætlumst til þess að nepölsku sjerparnir hjálpi okkur að komast á fjallið sama hvað það kostar þá. Hvenær hættir það að vera allt í lagi? Hvenær er það nokkurn tímann í lagi? Er það persónulegur sigur þinn að klífa Everest þegar leiðsögumenn hafa lagt líf sitt í hættu til að koma þér þangað? Breytir það einhverju ef þú borgar þeim það sem við Íslendingar köllum dagslaun fyrir verkið?

surrogatmodraskapÞegar kona gengur með barn fyrir aðra konu í svokölluðu velgjörðarskyni því hún vill gera fyrir hana það sem sú síðarnefnda getur ekki sjálf – hvað á sér þá stað? Jú, konan er að leggja á sig vinnu og áhættu af góðmennsku sinni. Okkur finnst ekki í lagi að slíkt sé gert gegn greiðslu því það gengur of nálægt því að vera sala á manneskjum og vekur upp spurningar sem við helst viljum ekki þurfa að kljást við: um eðli yfirráða fólks yfir eigin líkama og frelsis einstaklingsins. En hver eru skilaboðin þegar við segjum að í lagi sé að biðja konur um að ganga með börn fyrir aðra svo lengi sem þær fái ekkert fyrir það – nema að uppfylla þörf samfélagsins fyrir fórnfýsi kvenna?

Það að klífa Everest er ekki réttur neins – hvað þá með mönnum sem leggja sig í hættu til að tryggja þína frægð og frama. Það eru ekki mannréttindi að eignast börn. Það eru mannréttindi barna að eiga foreldra. Það er ekki réttur neins að önnur manneskja gangi með börn fyrir sig og það, að samfélaginu þyki sú fórn sem í þessu felst falleg, er afar varhugavert. Hvar er línan dregin gagnvart því til hvers við ætlumst af fólki? Ljóst er að markaðurinn hefur ógnarvald yfir lífi sjerpanna.  Hvað er hitt annað en áhrif feðraveldisins? Er það ekki varasamt þegar annað fólk er aðeins leið okkar að  eigin markmiðum?

 

 

Greinin birtist upphaflega í Illgresi. 

5 athugasemdir við “Staðgöngumæðrun og Everest

 1. Skrítin samlíking. Sjerpar og konur sem ganga með börn annarra eru talin fórnarlömbin, aðdáunin beinist að þeim sem klífa fjallið annars vegar og konunum sem ganga með börnin hins vegar. Er ekki einmitt grundvallarmunur á þessu, svona eins og fólki þætti Everest-klifur almennt aðdáunarvert vegna framlags sjerpa?

  Það eru kannski ekki mannréttindi að klífa fjöll eða eiga börn en það eru mannréttindi að fá að gera það án þess að aðrir komi í veg fyrir það – nema afar góð ástæða sé til.

  Ég mundi telja líf sjerpa sem sjálfir eru mjög óánægðir með kjör sín vera einkar góða ástæðu, hugmyndir þínar og annarra um að konur megi ekki ganga með börn nema ætla að eiga það sjálfar hins vegar ansi slaka.

  Svo getur annað fólk hæglega auðveldað okkur að ná markmiðum okkar, og gerir það venjulega daglega, án þess að það sé þar með orðið „aðeins leið okkar að eigin markmiðum“… það sama mætti þá væntanlega segja um alla greiða sem fólk gerir fyrir aðra.

  • Sæll Viktor Orri,

   Ég held þú verðir að gera þér grein fyrir því að það hafa ekki allir sömu hugmynd um „val“ og þú. Þú ert hvítur karlmaður sem býrð á vesturlöndum og þarft líklega aldrei að vera í sömu aðstæðum og sjerpar. Sjerpar og konur standa frammi fyrir allt öðrum raunveruleika en þú munt nokkurntíma upplifa.

   Ég held það sé kominn tími til að þú tékkir aðeins á forréttindunum þínum.

   • Hrikalega leiðinlegt svar Elísabet. Svona tumblrfeminisma forréttindarúnk hefur aðeins slæm áhrif á feministabaráttuna. Samkvæmt þínum rökum ætti greinahöfundur ekki að mega tjá sig um Sjerpa, enda sem hvít kona býr hún við of mikil forréttindi til þess að bera sig saman við fátæka fjallaleiðsögumenn.

    Það að ráðast á manninn sjálfan en ekki á rök hans er ekkert annað en útúrsnúningur. Síðast þegar ég vissi byggist samúð að miklu leiti á því að setja sig í spor manneskja sem minna mega sín. Fyrst að það er eitthvað sem hvítir karlmenn geta ekki/mega ekki þá hljótum við allir að vera skrímsli. Þá hljóta hvítir kvenmenn að vera næstmestu skrímslin, enda búa þeir við næstmestu „forréttindin“.

 2. Sherpar ættu að fá að vinna á Everest á eigin forsendum. Semja um sín laun og gera kröfur um nauðsynlegt öryggi á vinnustað, en gera eitthvað annað ella. Ef það er ekkert „annað ella“, og þetta er þrátt fyrir allt bezti kosturinn fyrir þá, þá eru erlendir fjallgöngumenn sem kaupa þjónustu þeirra augljóslega að gera þeim greiða. Samt ætti auðvitað að vera í gildi einhvers konar vinnulöggjöf um lágmarksöryggi á vinnustað sem forsenda allra kjarasamninga.

  Konur ættu að fá að vera staðgöngumæður á eigin forsendum. Semja um sín laun og gera kröfur um nauðsynlegt öryggi á meðgöngutímanum og meðan á fæðingu stendur, en gera eitthvað annað ella. Ef það er ekkert „annað ella“, og þetta er þrátt fyrir allt bezti kosturinn fyrir þær, þá eru erlendir sem innlendir konur sem ekki geta alið börn sjálfar og kaupa þjónustu þeirra augljóslega að gera þeim greiða. Samt ætti auðvitað að vera í gildi einhvers konar vinnulöggjöf um lágmarksöryggi við framkvæmdina sem forsenda allra meðgöngusamninga.

  Ruglið er auðvitað að banna konum að þiggja laun fyrir veitta þjónustu, sem tekur þátt í að viðhalda undirskipun þeirra og undirbyggir kröfu til fórnfýsis og sjálfboðastarfs og þar af leiðandi viðhalds feðraveldsins, ekki satt?

  Við eigum ekki að vera hrædd um að taka umræðuna um yfirráð karla og kvenna yfir eigin líkama, og fjálsu vali fólks án inngrips hvítra forréttindafemínista, og skilyrðislaust frelsi frá allri nauðung eða þvingun.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.