Sendiherra óskast í erlenda sveit -má helst ekki hafa með sér börn

Höfundur: Ritstjórn

Í síðustu viku skapaðist mikil umræða um sendiherraskipanir, þegar fréttist að Geir Haarde og Árni Þór Sigurðsson höfðu verið skipaðir sendiherrar og myndu taka við embættunum í byrjun næsta árs. Óhjákvæmilega urðu einhverjir til að beina kastljósinu að því að átta af hverjum tíu sendiherrum landsins eru karlar. Aðspurður um það hvers vegna karlar eru í meirihluta þessarra starfa svaraði Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, í Fréttatímanum:

„Það er í raun kannski hefðin sem ræður því. Þetta hljómar ef til vill eins og klisja en sendiherrastörf kalla oft á tíðum á vinnutíma sem er allan sólarhringinn og gera kröfu á flutningsskyldu milli landa. Það gæti verið að konur sækist síður eftir þessum störfum.“

Fæð kvenna í sendiherrastöðum er því, að mati ráðherra, að einhverju (eða öllu?) leyti tilkomin vegna þess að konur sækist síður eftir þessum stöðum. Knúzið fór því á stúfana og kannaði óformlega áhuga nokkurra kvenna á því að verða sendiherrar og gefur að líta drög að umsóknum nokkurra þeirra hér fyrir neðan. Áhugasamar konur eru hvattar til að sækja um, en þar sem ekkert staðlað umsóknareyðublað er fyrirliggjandi á vef ráðuneytisins telur Knúzið heppilegast að umsóknir lysthafenda verði sendar með tölvupósti á Gunnar Braga sjálfan (gunnar.bragi.sveinsson hjá utn.is) og afrit sent á postur hjá utn.is.

Afi Kristínar, Sir William Wallace, á sæti í ensku lávarðadeildinni. Hann er samt ekki á þessari mynd.

Faðir Kristínar, Lord William Wallace, á sæti í ensku lávarðadeildinni. Hann er samt ekki á þessari mynd.

Kristín Vilhjálmsdóttir:

Ég undirrituð sæki um starf sendiherra. Ég hef starfað sem þýðandi og stundað nám í þýðingarfræðum og tengdum greinum frá 1998. Jafnframt hef ég búið og starfað erlendis um tíma, enda fyllilega tvítyngd á enska tungu samhliða okkar ástkæra ylhýra. Hið fljótandi eðli núverandi starfs míns gerir mér kleift að flytja með litlum sem engum fyrirvara.

Að gefnu tilefni er vert að taka fram að þetta er heldur ekki afi Kristínar.

Að gefnu tilefni er vert að taka fram að þetta er heldur ekki faðir Kristínar.

Eyja M. Brynjarsdóttir:

Þetta er ekki maðurinn hennar Eyju. En hann er mögulega til í að safna svona skeggi.

Þetta er ekki maðurinn hennar Eyju. En hann er mögulega til í að safna svona skeggi.

Ég undirrituð sæki um starf sendiherra. Ég hef búið erlendis um fjórðung ævi minnar, lengst af í Bandaríkjunum og Svíþjóð, og hef sótt ráðstefnur og fundi og haldið erindi víða um heim. Eftir að hafa búið í Svíþjóð sem barn tala ég sænsku nánast eins og innfædd auk þess að vera vel samskiptafær á norsku og dönsku. Ég var við nám í Bandaríkjunum og hef því skrifað doktorsritgerð á ensku, skrifað fjölda greina á ensku og haldið fyrirlestra og kennt námskeið á ensku, meðal annars ritsmíðar fyrir bandaríska háskólanema. Ég hef lengst af sinnt kennslu og fræðastörfum og er því þaulvön að vera alltaf á vakt og líta aldrei svo á að ég eigi frí. Einnig hef ég alið upp þrjú mannvænleg börn með öllu því umstangi sem því fylgir. Ég hef talsverða reynslu af flutningum, jafnt innanlands sem milli landa, og get verið fljót að pakka niður.

Sendiherrapönk

Sóley Tómasdóttir:

Ég undirrituð sæki um sendiherrastöðu. Fimmtán ára hjónaband mitt við fulltrúa hollenska ríkisins á Íslandi er til marks um framúrskarandi hæfni á sviði diplómasíu og alþjóðasamskipta. Ég viðurkenni að mér finnst ofurlítið ógnvekjandi tilhugsunin um að þurfa að vinna allan sólarhringinn en mun leggja mig alla fram. Ef ég næli mér í kríu öðru hverju, þá lofa ég að það bitni ekki á starfinu – ég vinn þá bara hraðar eða meira þess á milli.

Sóley sendi okkur þessa mynd til marks um sterk tengsl sín við hollenska menningu.

Sóley sendi okkur þessa mynd til marks um sterk tengsl sín við hollenska menningu.

 

Magnea J. Matthíasdóttir:

Magnea næst ekki oft á mynd í sínu náttúrulega umhverfi, en þessi var þó tekin nýverið í Þingholtunum.

Magnea næst ekki oft á mynd í sínu náttúrulega umhverfi, en þessi var þó tekin nýverið í Þingholtunum.

Ég undirrituð sæki hér með um sendiherrastöðu, ekki síst vegna þess að ég er vön að vinna alla sólarhringinn sem þýðandi og veit að nú á tímum Internets og Skype skiptir ekki meginmáli í hvaða landi maður býr. Ég er tilbúin að flytja milli landa með litlum sem engum fyrirvara og nýt enn og aftur reynslunnar sem þýðandi að því leyti að ég er skotfljót að tileinka mér nýjar upplýsingar og hvernig er best að nota þær.

Ég er alveg sammála þér um að það þarf að auka almennt hlut kvenna í hærri stöðum í utanríkisþjónustunni. Þar sem mig vantar sjálfa fasta vinnu og almennileg laun kýs ég að líta algjörlega framhjá konum sem hafa unnið allan sinn starfsaldur innan utanríkisþjónustunnar og þeim konum sem hafa áður verið skipaðir sendiherrar en sitja einhverra hluta vegna fastar á Íslandi án þess að þeirra starfskrafta sé óskað. Skiljanlega þarf að hleypa fleirum að kjötkötlunum. En ef þú ætlar að fjölga sendiherrum mikið leyfi ég mér að benda auk þeirra á þá ágætu starfskrafta sem misstu vinnuna þegar saxað var niður á Þýðingamiðstöð Utanríkisráðuneytisins. Þeir eru auk þess ágætlega inni í alls konar málum sem lúta að EES og ESB og kunna lagamálið og kannsellístílinn par excellence.

En ég er sem sagt tilbúin hvenær sem kallið kemur og er enga stund að tína niður í eina tösku eða svo. Sendu bara SMS – ég veit að það tíðkast innan Framsóknar og það nægir alveg. Ég hlakka til að heyra frá þér.

Kristín Jónsdóttir:

Þetta er ekki Kristín, en næstum því.

Þetta er ekki Kristín, en næstum því.

Ég hef mjög mikla reynslu af útlöndum, er hæfilega ánægð með að vera íslensk og fylgist vel með list og menningu. Ég tala frönsku næstum eins og innfædd og skrifa hana líka mjög vel. Ég er hress og kát og á frábæra fjölskyldu sem væri alveg pottþétt til í að fylgja mér í þessu spennandi verkefni. Ég er réttsýn og bjartsýn og hef mjög oft gegnt stöðu sáttasemjara í vinahópnum. Ég tel mig verðugan fulltrúa Íslands á alþjóðavettvangi.

 

2 athugasemdir við “Sendiherra óskast í erlenda sveit -má helst ekki hafa með sér börn

  1. Bakvísun: Knúzannállinn 2014 | *knúz*

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.