Sænska leiðin sannar sig

Höfundur: Elísabet Ýr Atladóttir

Nú nýlega komu út niðurstöður úr viðamikilli norskri rannsókn sem var gerð á áhrifum vændislaganna þar í landi, en Noregur tók upp „sænsku leiðina“ svokölluðu árið 2009, þar sem vændissala er refsilaus, en kaup á vændi refsiverð.

Samkvæmt rannsókninni hefur umfang vændis minnkað um 20-25%,  borið saman við árin áður en lögin voru samþykkt, og götuvændi í Osló hefur minnkað um allt að 60%. Noregur er nú óaðlaðandi vettvangur fyrir vændismarkaðinn og melludólgar og mansalsglæpamenn eiga erfiðara með að hagnast. Norskir karlmenn, þar á meðal ungir karlmenn, kaupa mun minna af vændi en áður, en það er eitthvað meira af erlendum kúnnum. Engin merki eru um að ofbeldi gegn vændisfólki hafi aukist í kjölfarið á lagasetningunni.

Enn og aftur sannar sænska leiðin sig, en þessar niðurstöður eru mjög svipaðar og þær sem komu úr rannsókn á áhrifum laganna í Svíþjóð. Þetta hefur ekki aðeins áhrif á markaðinn sjálfan, heldur hefur afstaða almennings til vændis breyst gífurlega, fólki finnst ekki lengur eðlilegt eða á einhvern hátt óumflýjanlegt að menn kaupi sér aðgang að líkama fólks, og er líklegra til að fordæma slíka hegðun.

Þessar niðurstöður eru mjög jákvæðar, og í takti við ætlaðar afleiðingar laganna. Á sama tíma kemur enn frekar í ljós að lögleiðing í Þýskalandi og Hollandi hefur mistekist hrapallega, þar sem mansal og (**TW**) ofbeldi gegn vændisfólki lifir góðu lífi. Þar hefur verið reynt að nota lögmál markaðsvæðingarinnar til að normalísera vændi í von um að vændisfólk gæti fundið fyrir meira öryggi og að mansal og fordómar gegn vændisfólki myndi minnka.„Val“ og „frelsi“ var haft að leiðarljósi. Ætlaðar afleiðingar lögleiðingar hafa ekki gengið eftir og litlar sem engar breytingar orðið á lífsgæðum, öryggi eða glæpatíðni innan vændisiðnaðarins í þessum löndum.

Það er vissulega gleðilegt að sjá að rannsóknir á sænsku leiðinni sýna stöðugar framfarir. Það er greinilegt að raddir þeirra sem tala mest gegn þessum lögum byggja orð sín ekki á staðreyndum, þar sem allar rannsóknir hingað til sýna fram á hversu misheppnuð allsherjar lögleiðing hefur verið.

Þetta verður vonandi til þess að styrkja málstað þeirra sem berjast fyrir innleiðingu sænsku leiðarinnar í öðrum löndum, en mikil umræða í þá veru er nú þegar í gangi í t.d. Kanada. Holland, Þýskaland og Danmörk eru þegar farin að endurskoða lögleiðinguna sín megin í kjölfar rannsókna á sænsku leiðinni og þessi nýja rannsókn mun vonandi leiða til stefnubreytinga.

Staðreyndin er nú bara sú að sænska leiðin hefur sannað sig.

Aftur.

Ein athugasemd við “Sænska leiðin sannar sig

  1. Bakvísun: Þess vegna er vændi nauðgun | Knúz - femínískt vefrit

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.