35 hagnýt atriði fyrir karlmenn til að styrkja femíníska byltingu

Höfundur: Pamela Clark

Fyrir stuttu setti vinur minn slóð á grein á fésbókarsíðu sinni, sem ber heitið: 20 atriði ætluð körlum til styrktar byltingu femínista. Þó honum fyndist listinn góður, vakti hann (réttilega) athygli á að flestar tillagnanna væru frekar fræðilegs eðlis. Vinurinn sem um ræðir er akademískur, eins og ég, svo þessi athugasemd var ekki hugsuð sem neikvæð gagnrýni á þessa tilteknu grein. Málið er bara að hagnýt verkfæri og fræðileg verkfæri hafa hvort sinn stað í heiminum.

Athugasemdir hans urðu til þess að ég bjó til lista með hagnýtari verkfærum. Flestir karlar – sérstaklega þeir sem njóta ýmissa forréttinda – gera margt í daglegu lífi sem beint eða óbeint heldur við menningarlegu kynjamisrétti. Jafnvel karlar sem styðja femínisma í orði eru oft á tíðum ekki eins staðfastir í beitingu femínisma við dagleg störf.

Listinn hefur að geyma tillögur að hagnýtum atriðum sem allir karlar geta notað í daglegu lífi til að stuðla að jafnrétti í samskiptum við konur. Þannig geta þeir lagt sitt af mörkum til að skapa menningu þar sem konum finnst þær síður vera byrði, óöruggar og niðurlægðar. Hluti af því að lifa í karllægu samfélagi er að menn eru ekki uppfræddir um hvernig venjur þeirra og hegðun geta valdið konum skaða. Listinn er hugsaður til að ýta við þeim og fá þá til að hugsa á meðvitaðan og persónulegan hátt um þau beinu og óbeinu áhrif sem þeir hafa á konur og fá þá til þess að hugsa nánar um hvernig þeir geti stuðlað að femínisma í daglegu lífi.

Atriði nr. 15-27 eru komin frá Lindsay Urich. Önnur atriði frá Pamelu Clark.

Listanum er ekki ætlað að vera tæmandi eða útilokandi. Ákveðin atriði á listanum munu eiga meira við suma karla en aðra, en ef þú ert karlmaður og þar að auki mannlegur, þá fullyrði ég að það er a.m.k. eitt atriði á listanum þar sem þú getur bætt þig. Láttu vita ef þér finnst að eitthvað vanti! Ef þú heldur að eitthvað á listanum sé vafasamt, endilega ræðum málið!

men-feminism-e1372102217532

1. Sinntu heimilisstörfum 50% (eða meira).
Þú þarft að sinna þínum hluta af heimilsstörfum alltaf, að eigin frumkvæði, án frestunar, án þess að vera beðinn um það og án afsakana. Gefðu því gaum að heimilisvenjur okkar og innbyggðar hugmyndir um ólaunuð heimilisstörf eru mjög kynjaðar og að karlmenn hagnast stórkostlega á því. Og viðurkenndu fyrir sjálfum þér að það er á þína ábyrgð að berjast gegn þessu. Ef femínismi er kenningin, þá er uppvask reyndin. Skráðu niður á næstu vikum hversu mikið af húsverkum þú gerir í samanburði við konur í þínu lífi og taktu eftir á hvaða sviðum ríkir jafnrétti og hvaða sviðum ekki.

2. Sinntu 50% (eða meira) af þeirri vinnu sem fylgir tilfinningalegum stuðningi við ástar- eða vinasamband.
Viðurkenndu að konur taka hlutfallslega mun meiri ábyrgð á tilfinningalegri vinnu og að slíkt útheimti tíma og orku frá hlutum sem annars myndu veita þeim lífsfyllingu.

3. Njóttu menningarlegra afurða sem tilkomnar eru frá konum.
Hver svo sem þín áhugamál eru – franskar kvikmyndir, stjarneðlisfræði, körfubolti, fuglaskoðun – sjáðu til þess að raddir kvenna fái að heyrast og að afurðir þeirra séu sýnilegar í því sem þú neytir. Leggðu þig fram um að finna þær ef svo er ekki tilfellið.

4. Gefðu konum rými.
Margar konur eru á tánum eða óöruggar þegar þær eru á gangi – sérstaklega á nóttunni eða þegar þær eru einar. Að vera í líkamlegu návígi við ókunnugan karlmann getur aukið á þá tilfinningu. Áttaðu þig á því að þetta er ekki óskynsamlegur ótti hjá konum ef tekið er mið af því hversu margar okkar hafa þurft að þola áreitni og svívirðingar eða erum látnar finnast við vera óöruggar af völdum karla þegar við erum á svæðum ætluðum almenningi. Athugaðu líka að það skiptir ekki máli þó þú sért sú karlmannstýpa sem kona ætti í rauninni ekki að óttast, því að kona á gangi hefur ekki nokkurn möguleika á að átta sig á því hvort svo sé eða ekki.
Dæmi: Ef sæti er laust við hliðina á karlmanni í almenningssamgöngutæki, taktu það frekar en sæti við hliðina á konu. Ef þú ert á gangi úti í myrkri nálægt konu sem er ein á ferð skaltu fara yfir götuna svo að hún þurfi ekki að hafa áhyggjur af því hvort einhver sé að elta hana. Ef kona stendur ein á strætisvagnastöð skaltu standa í nokkurri fjarlægð frá henni.

5. … en staðsettu þig í rými þar sem þú getur notað karlmennsku þína til að grípa inn í kynjamisrétti.
Dæmi: stöðvaðu karla sem eru með kynferðislegar glósur eða brandara. Ef þú sérð vinkonu á bar/í partý/í neðanjarðarlestinni (ath. almenningsfarartæki)/eða hvar sem er þar sem henni virðist líða illa meðan karlmaður talar við hana, reyndu þá að koma inn í samtalið á vinalegu nótunum og gefa henni þannig tækifæri á að komast „út“ ef hún vill. Ef þú verður vitni að aðstæðum þar sem kona í fylgd með karlmanni virðist vera í vandræðum, stattu þá nógu nálægt til að líkamleg nærvera þín sé áþreifanleg, fylgstu með og vertu tilbúinn að kalla á hjálp ef þörf krefur.

6. Þegar kona segir þér að eitthvað sé kynjamisrétti, trúðu henni.

7. Leitaðu þér fræðslu um hvað samþykki fyrir kynlífi þýðir og gakktu úr skugga um að skýrt, ótvírætt samþykki sé til staðar í öllum kynferðislegum samböndum sem þú átt í.

Rainbow_condoms-300x199

8. Taktu ábyrgð á getnaðarvörnum.
Ef þú ert í sambandi þar sem getnaðarvarnir eru nauðsynlegar, bjóddu fram aðferðir sem ekki hafa heilsufarlsega áhættu fyrir konur (notkun hormóna, skurðaðgerða, o.s.frv.) og líttu á þær sem æskilegri leiðir. Ef rekkjunautur þinn vill nota ákveðna aðferð, láttu þá ákvörðun standa án þess að spyrja eða kvarta yfir því. Ekki barma þér yfir noktun smokka, og berðu ábyrgð á að kaupa þá og hafa þá tiltæka ef það er sú aðferð sem þið notist við.

9. Láttu bólusetja þig gegn HPV-veirunni.
Ef þú ert ungur, láttu bólusetja þig. Ef þú átt ungan son, sjáðu til þess að hann fái bólusetningu. Þar sem konur eru hlutfallslega í mun meiri hættu vegna afleiðinga HPV-smits, er ekki ósanngjarnt að karlar taka á sig áhættuna við að láta bólusetja sig. (Ég er almennt mjög hlynnt bólusetningum og hef litla trú á að mikil áhætta fylgi þeim, en þetta er spurning um meginreglu).

10. Temdu þér framsækið viðhorf til nafngifta.
Ef þú átt kvenkyns lífsförunaut og þið ákveðið að eignast barn eða börn skaltu vera opinn fyrir því að barnið þitt kenni sig við móðurina eða ykkur bæði, en ekki endilega aðeins þig. Það ætti ekki að vera sjálfgefið að barnið ykkar eða börnin séu aðeins kennd við föður sinn og slíkt telst ekki lengur sjálfkrafa merki um að faðirinn sé fjarverandi í lífi barns, eins og gjarnan var ályktað þegar börn kenndu sig við móður sína á árum áður.

baby_hug_iStock_000000556881Large11. Ef þið eignist börn skaltu taka jafnan þátt í uppeldi og umönnun þeirra.

Þetta felur í sér að nýta til fullnustu rétt þinn til feðraorlofs og taka fullan þátt í umönnun barnanna frá upphafi. Gættu þess að þú sinnir minnst helmingi umönnunarverkanna og að þú og móðirin njótið bæði jafnmikils tíma við leik og samveru með barninu.

12. Vertu meðvitaður um birtingarmyndir staðalímynda við óformlegar aðstæður.

Ef þú ert til dæmis í fjölskylduboði eða vinasamkomu skaltu taka eftir því hvort það eru fyrst og fremst, eða aðeins, konurnar sem sjá um að útbúa og bera fram mat og veitingar, hafa ofan af fyrir börnunum og sjá um allt stússið, á meðan karlarnir slaka á og spjalla. Ef það er tilfellið skaltu breyta því mynstri og hvetja hina karlana til að taka þátt í því.

13. Vertu meðvitaður um beint og óbeint kynbundið valdaójafnvægi í nánum samböndum þínum við konur eða á heimilinu … hvort sem um er að ræða maka þinn eða fjölskyldumeðlimi, eða bara samleigjendur.

Leggðu þig fram um að greina undirliggjandi ójafnvægi í kynbundnum hlutverkum og stöðu einstaklinga sem rekja má til kynþáttar, félagslegrar stöðu, kyns, kynhneigðar, aldurs og svo framvegis. Ef þú skynjar að þú nýtur forréttinda í krafti slíks ójafnvægis skaltu leita þér upplýsinga um hugsanleg forréttindi og leita leiða til að jafna stöðuna og dreifa valdinu. Ef þú ert til dæmis í sambúð þar sem þú aflar stærri hluta tekna heimilisins skaltu kynna þér kynbundinn launamun og gera þitt til að jafna vinnuframlag og dreifa tekjum heimilisins til að jafna efnahagslega stöðu maka þíns.

14. Gættu þess að hafa heiðarleika og virðingu að leiðarljósi í bæði ástarsamböndum þínum og kynferðissamböndum við konur.

Það hvernig þú kemur fram við konu sem þú átt í sambandi við endurspeglar afstöðu þína til kvenna almennt. Það gengur ekki upp að segjast vera femínisti og koma svo fram við konuna þína eins og hún sé dyramotta. Vertu opinn og einlægur um væntingar þínar og vilja til að konan geti tekið upplýsta og sjálfstæða ákvörðun um samband sitt við þig.

15. Ekki standa aðgerðalaus hjá þegar þú verður vitni að kynjamismunun.

Svaraðu þeim sem gera eitthvað, segja eitthvað eða pósta einhverju á netinu sem felur í sér kynjamismunun eða kvenhatur, sérstaklega á samfélagsmiðlunum.

16. Sýndu ábyrgð í fjármálum í rekstri heimilis og í ástarsamböndum.

Hafðu í huga að óráðsía í fjármálum hefur bein áhrif á maka þinn og þar sem konur afla enn að jafnaði minni tekna en karlar (og lifa lengur) er þetta femínískt málefni.

Sem dæmi má nefna: Ef þú safnar greiðslukortaskuldum/sóar fé/stundar fjárhættuspil skaðar það fjárhagslegt öryggi hennar og afkomu. Gerið sameiginlegar fjárhagsáætlanir, teljið fram til skatts saman og deilið fjárhagslegri ábyrgð og ræðið opinskátt og af raunsæi um fjármál heimilisins.

17. Taktu ábyrgð á eigin heilsu.

Karlar fara sjaldnar til læknis en konur vegna ýmissa heilsufarsvandamála og þegar þeir gera það er það yfirleitt að undirlagi kvennanna í lífi þeirra. Til að geta átt langt og farsælt líf saman er það bæði í þína þágu og makans að taka ábyrgð á heilsunni, gefa gaum að hugsanlegum kvillum og taka þá alvarlega. Sambúðarfólk og hjón eru háð hvert öðru og þess vegna hefur góð heilsa þín líka áhrif á hennar heilsu.

18. Ekki glápa á aðrar konur eða tjá þig um útlit þeirra (þ.e. hafðu hemil á tungunni og haltu skoðunum þínum á útliti annarra kvenna út af fyrir þig).

Konur eiga það kannski til að ganga í efnisminni klæðnaði en karla er það er engin ástæða til að góna á þær, bara vegna þess að þær eru þarna og það sést í eitthvað. Þér getur vel fundist önnur kona aðlaðandi en það eru skýr mörk á milli þess að taka eftir einhverju og því að vera ónotalegur eða sýna óvirðingu. Bæði konunni sem þú gónir á eða segir eitthvað um getur þótt það óþægilegt og líka konunni sem verður vör við glápið eða heyrir athugasemdina.

Mind_the_gap1

19. Taktu eftir því af hvaða kyni sérfræðingar eða aðrir sem miðla upplýsingum í fjölmiðlum eru.

Ef þú sérð sérfræðing tjá sig um eitthvert málefni í fjölmiðlum eða lest grein í blaði eða bók skaltu veita því athygli hversu oft sú miðlun er í höndum karlmanns og í það minnsta velta fyrir þér hvort kona hefði komið með annað og hugsanlega frábrugðið sjónarhorn á málið.

20. Sjáðu til þess að einhverjir þeirra sem þú dáist að og hefur að fyrirmyndum séu konur.

21. Hafðu orð á og hrósaðu afrekum og aðdáunarverðum eiginleikum kvennanna í lífi þínu við aðra.

Talaðu við aðra, bæði í daglegum samræðum og öllum samskiptum, um konurnar sem þú þekkir og eru hluti af lífi þínu, með áherslu á jákvæða eiginleika þeirra og afrek þeirra. Ef þú fréttir af spennandi verkefni, starfi eða samstarfsmöguleikum skaltu mæla með einhverjum kvenkyns vina þinna eða ættingja í verkið.

22. Sýndu hug þinn í verki þegar þú ert með karkyns vinum þínum (þ.e. ekki vera „gaur“).

Þegar einhver karlkyns vina þinna gerir eitthvað sem mismunar konum eða felur í sér kvenhatur (vanrækir börnin sín, talar niður til kvenna, glápir ruddalega á konur, eyðir sameiginlegu fé sínu og makans á laun, lýgur að makanum o.s.frv.) skaltu láta verkin tala og gera athugasemd við það við vin þinn. Það er ekki nóg að finnast eitthvað illa gert, það verður að láta vita af því líka.

23. Ekki koma fram við makann eins og hún sé „bara nöldurskjóða“. Ef hún er að kvarta yfir einhverju er hugsanlega gild ástæða fyrir því.

24. Ekki vera bara „meðvitaður“ um eigin undirliggjandi kynjamismunun eða staðalímyndir. Gerðu eitthvað til að vinna á þessu.

25. Eignastu konur að vinum.

Ef það eru engar konur í hópi þeirra sem þú telur til vina þinna skaltu reyna að átta þig á ástæðunni fyrir því og gera eitthvað til að bæta úr því. Gættu þess að mynda raunveruleg, merkingarbær vináttutengsl við konur. Því meira sem við kynnumst, því nánari sem vináttan er og tengslin sterkari, því meiri möguleika eigum við á því að skilja hvort annað og skapa samfélag jafningja.

26. Finndu kvenleiðbeinendur/leiðtoga (þ.e. vertu lægra settur en kona)
Ef þú ert að leita þér að leiðbeinanda, eða ef þú vilt gerast sjálboðaliði í einhverju félagi leitaðu þá að konu eða fyrirtæki sem leitt er af konu. Það er margt sem þú getur lært af konum í valdastöðum.

27. Ef þú átt í rómantísku sambandi, taktu þá ábyrgð á þeim viðburðum og sérstöku dagsetningum sem tengd eru þinni fjölskyldu.
Mundu eftir afmælisdögum ættingja þinna, stórafmælum og öðrum mikilvægum áföngum. Ekki treysta á maka þinn til að senda kort, hringja, skipuleggja samkomu o.s.frv. Þetta er þín fjölskylda og þess vegna á þinni ábyrgð að muna, láta þig málið varða og vera í sambandi.

28. Ekki reyna að stjórna útliti kvenna.
Konum er kennt frá blautu barnsbeini að fylgja ákaflega hamlandi fegrunarviðmiðum. Ekki gera eða segja neitt sem lætur þeim finnast að þær uppfylli ekki þessi viðmið, eða þrýstir á þær að ná þeim. Að sama skapi eru það ekki góð femínísk viðbrögð að gera eða segja eitthvað sem þrýstir á þær að nota líkama sinn til að ganga gegn þessum viðmiðum ef þær vilja það ekki sjálfar. Veittu því athygli að konum er oft áþreifanlega refsað félagslega fyrir að fylgja ekki víðteknum fegrunarviðmiðum og að það ætti ekki að ætlast til af þeim að þær gerist píslavottar með því að gangast undir þessar refsingar ef þær vilja það ekki.
Þótt að þér finnst samkvæmt þínu fegurðarskyni eða fegurðarhugmyndum að konan sé með of mikinn andlitsfarða eða of lítinn, raki of mikið af líkamshárum eða ekki nóg, þá er það ekki þitt mál hvernig konur kjósa að líta út.

29. Bjóddu vinkonum fylgd ef þær þurfa að ganga einar heim að kvöldi til … eða á opnu almennu svæði þar sem þær gætu orðið óöruggar um sig.
En ekki vera of ágengur með það eða láta eins og þú sért Hin Eini Sanni Herramaður fyrir vikið.

patrick-stewart

30. Komdu femínisma að í þínum daglegu samtölum við aðra karlmenn.
Ef pabbi þinn er ekki að sinna húsverkum eins sanngjarnt ætti að vera, talaðu þá um mikilvægi þess við hann. Ef vinur þinn heldur framhjá kærustu sinni eða talar á neikvæðan hátt um hana skaltu tala hreinskilnislega við hann um tengsl þess að bera virðingu fyrir þeirri konu sem hann er í nánu sambandi við og þess að bera virðingu fyrir konum almennt. Ræddu við yngri bræður og syni um samþykki fyrir kynlífi.

31. Ef þú hneigist til þess að hegða þér á óviðureigandi hátt gagnvart konum undir áhrifum fíkniefna eða áfengis, hættu þá að neyta fíkniefna eða áfengis.

32. Vertu meðvitaður um það pláss sem þú tekur líkamlega og tilfinningalega og taka þér meira rými en þú þarft.
Notaðu „loftrýmið“ í samtölum á sanngjarnan hátt, gefðu jafnmikið í sambandið og þú tekur, ekki sitja útglenntur þannig að öðrum finnist óþægilegt að setjast næst þér, o.s.frv.

33. Upplifðu launamun kynjanna.
Konur eru enn að fá aðeins greitt um 77% launa karlmanna. Ef þú hefur fjárhagslega tök á því skaltu hugleiða að gefa táknrænt 23% launa þinna til málstaðar sem beinist að félagslegu réttlæti. Ef 23% virkar mikið fyrir þig, þá er það vegna þess að það er mikið og það er líka mikið fyrir konur sem hafa ekki val um ráðstafa slíkri upphæð.

34. Vendu þig á að sjá karlmennsku þína sem óverðskulduð forréttindi sem þú þarft að vinna að því að afsala þér frekar en að líta á kvenmennsku sem óverðskuldaðan vanmátt sem konur verði að yfirstíga.

35. Skilgreindu þig sem femínista.
Talaðu um femínisma sem náttúrlega, eðlilega, óumdeilda skoðun, eins hann á að vera. Ekki fara í vörn og nota hugtök eins og „jafnréttissinni“ eða „húmanisti“, sem styrkja aðeins þá hugmynd að F-orðið sjálft sé varhugavert orð.

Feminist-T-shirt-Men-Red

Greinin birtist upphaflega hér og hér.

Þýðendur voru Guðrún C. Emilsdóttir, Halla Sverrisdóttir og Kristín Vilhjálmsdóttir.

Ein athugasemd við “35 hagnýt atriði fyrir karlmenn til að styrkja femíníska byltingu

  1. „Dæmi: Ef sæti er laust við hliðina á karlmanni í almenningssamgöngutæki, taktu það frekar en sæti við hliðina á konu. Ef þú ert á gangi úti í myrkri nálægt konu sem er ein á ferð skaltu fara yfir götuna svo að hún þurfi ekki að hafa áhyggjur af því hvort einhver sé að elta hana. Ef kona stendur ein á strætisvagnastöð skaltu standa í nokkurri fjarlægð frá henni.“

    Og aftast í rútuna niggari!

    Djöfulsins bull og vitleysa er þetta í ykkur, hvernig væri að hætta að mismuna fólki. Hélt að feministar væru um jafnrétti og ekki mannhatur, það er ekki mitt vandamál ef einhver manneskja í kringum mig er tilfinningalega sköðuð og þarfnast meðferðar.

    Bara vá, lesið það sem þið eruð að skrifa niður…

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.