Það sem karlar þola ekki…hverri er ekki sama?

Höfundar: Edda Sigurbjörg Ingólfsdóttir og Eyja Drífa Ingólfsdóttir

Hún.is birti pistil 23. ágúst, sem inniheldur 23 hluti sem karlar þola ekki við konur. Hún.is er ekki eina síðan sem heldur að tilgangur kvenna á þessari jörð sé einungis að geðjast körlum svo þetta er því miður ekki í fyrsta skipti, og líklegast ekki það síðasta, sem álíka vitlaus grein er birt.

Þar sem við erum húmorslausir feministar eru nokkur atriði í þessum pistli sem við þolum ekki.

Untitled

 • Konur eru ekki bílar sem þarf að reka, við göngum ekki fyrir olíu eða bensíni og við getum séð um okkur sjálfar.
 • Konur eru ekki til í þeim eina tilgangi að geðjast karlmönnum og þar af leiðandi eru allar ráðleggingar um útlit afþakkaðar og ef það er eitthvað sem körlum líkar ekki geta þeir átt það við sjálfa sig.
 • News flash: Konur hafa líka gaman af kynlífi og vita margar hvað þær vilja. Að krefjast þess að konur séu ekki með hömlur á sér í rúminu og þar af leiðandi skoðun á því hvað þær vilja út úr kynlífi er nauðgunarkúlturinn í essinu sínu.
 • Nauðgunarbrandarar og aðrir svo kallaðir „dónabrandarar“ eru ekki fyndnir og viðhalda nauðgunarkúltúrnum. Fuss og svei!
 • Það er tvöfalt siðgæði í hæsta máta að vera með þó nokkur atriði á listanum um hvernig konur eigi og eigi ekki að líta út og pirra sig svo á því að konur séu með útlits komplexa. Þetta er feðraveldið í sinni skýrustu mynd.
 • Konur eiga ekki að vera karlahatarar, það er aldrei gaman að vera hataður fyrir eitthvað sem þú hefur enga stjórn yfir, eins og kyn, kynhneigð o.s.frv. Listar eins og þessi sem hún.is birti eru hinsvegar kvenhatur.
 • Sú fullyrðing að konur eigi ekki að eiga of marga stráka vini er ekkert nema stjórnunarárátta og enn ein birtingarmynd þess að þessir karlar telji sig eiga konur.
 • Konur mega heldur ekki tala of mikið, væla of mikið eða flækja hlutina of mikið samkvæmt listanum. Að öllum líkindum eru þó nokkrir sem telja að við séum búnar að brjóta þessar þrjár gullnu reglur með þessum pistli en okkur er alveg sama.

4 athugasemdir við “Það sem karlar þola ekki…hverri er ekki sama?

 1. Hjartanlega sammála. Svona greinar um „karlar þetta og konur hitt“ eru alger tímaskekkja og aðeins til þess að viðhalda úreltum staðalmyndum. Við erum persónur með frjálsan vilja og eiginleika. Burt með svona amerískt rusl.
  Baráttukveðja
  Ingunn

 2. Athugasemd við atriði númer þrjú: „Að krefjast þess að konur séu ekki með hömlur á sér í rúminu og þar af leiðandi skoðun á því hvað þær vilja út úr kynlífi er nauðgunarkúlturinn í essinu sínu.“

  Ætlist þið sem sagt til að konur hafi hömlur á sér og engar skoðanir á því hvað þær vilja, ef þær vilja forðast nauðgunarkúltúrinn????
  Ég hefði einmitt haldið að konur ættu að vera frjálsar í kynlífi sem öðru og hafa skoðanir þar líka, sem á öðrum sviðum. Er það nauðgunarkúltur???

  Gætið nú aðeins að því hvernig þið setjið hugsanir ykkar fram, stúlkur!!

 3. Ingunn (alltsvo sú seinni). Þú misskilur illilega. Konur mega vel hafa engar hömlur í rúminu EF ÞÆR SJÁLFAR VILJA. Það er hins vegar ekki hægt að krefjast þess. Eins og stóð. (þetta með skoðunina, ef þú skoðar setninguna betur er líka með þessu ekki-forskeyti. Semsagt Að krefjast þess að konur hafi ekki hömlur á sér og þal. ekki skoðun á eigin vilja).

 4. Merkilegt hvað hann.is, hun.is, Cosmopolitan, Men’s Health og önnur (vef)rit þurfa reglulega að velta upp einhverjum svona „punktum“ sem byggjast á staðalímyndum um kynin. Eða staðalímyndum um fólk almennt.

  Frekar þreytt.
  http://www.pressan.is/pressupennar/Lesa_Hlin_Einars/10-atridi-sem-konur-thola-ekki-vid-karlmenn
  http://www.menshealth.com/sex-women/50-things-men-wish-women-knew
  http://www.menshealth.com/sex-women/50-things-men-want-women
  http://http://www.menshealth.com/mhlists/what_women_want_from_men/

  etc, etc, etc, etc, etc….

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.