Meint jafnrétti 365

Höfundur: Gísli Ásgeirsson

Nýlega urðu yfirmannaskipti á 365, einu stærsta fjölmiðlafyrirtæki landsins. Við það tækifæri sagði nýi forstjórinn að leitast yrði við að efla fréttastofuna og auka hlut kvenna í fréttaskrifum. Þetta þótti lofa góðu, einkum með hliðsjón af starfsmannastefnu 365, en þar segir orðrétt:

„365 ætlar að gæta fyllsta jafnréttis milli kvenna og karla. Hver starfsmaður á að vera metinn og virtur að verðleikum sínum. Markmiðið er að stuðla að jafnri stöðu kvenna og karla og jöfnum tækifærum einstaklinga óháð kynferði.“

Þetta hljómar vel og mættu fyrirtæki almennt taka Skaftahlíðarbændur sér til fyrirmyndar í þessum efnum. En orð og efndir fara því miður ekki alltaf saman. Í gær birti Iðunn Garðarsdóttir prófarkalesari þetta á opnum fésbókarvegg sínum:
Iðunn mynd
„Í dag var síðasti dagurinn sem ég vinn á próförkinni á Fréttablaðinu. Ég byrjaði fyrir tæpum tveimur árum, nýútskrifaður íslenskufræðingur sem var ólmur að standa sig í starfi. Síðan þá hef ég unnið á blaðinu í hlutastarfi með skóla og í fullu starfi á sumrin. Á meðan ég vann hjá blaðinu voru þrjár mismunandi ritstjórnir starfandi. Lengst af vann ég þó með tveimur ritstjórum sem hafa nýlega látið af störfum hjá blaðinu.

Allir yfirmenn mínir, og raunar yfirmenn langflestra deilda á blaðinu, voru karlkyns. Ég var nánast undantekningarlaust eina konan á kvöldvöktum og ef það var ekki svo voru konur í mjög miklum minnihluta.
Nýlega fékk ég að vita það að hlutastarf mitt á blaðinu stæði mér ekki lengur til boða.

Mér var þó ekki sagt upp, heldur ýtt laumulega til hliðar þegar ráða þurfti mér eldri karlmann, sem hafði réttu tengslin við ritstjórana, á próförkina. Það þykir mér einstaklega kaldhæðnislegt í ljósi þess að nýlega var sú stefna mörkuð hjá 365 að auka hlut kvenna innan fyrirtækisins. Hvernig sú stefna samræmist því að ýta ungri og menntaðri konu sem stendur sig vel í starfi til hliðar, fyrir karlmann sem vantaði vinnu, get ég ekki skilið.

Ég vona svo innilega að eigendur og ritstjórar fjölmiðlanna í landinu gefi í framtíðinni fleiri konum tækifæri til að blómstra í starfi.
Takk kærlega fyrir samstarfið, allt það góða fólk sem ég kynntist á Fréttablaðinu.“

Þessu tengt: Í maí 2007 ákváðu 365 miðlar að hætta að prófarkalesa skjátexta á Sirkus og Sýn. Frá nóvember 2008 var byrjað að leggja af prófarkalestur á skjátextum Stöðvar 2 og 2009 var svo öllum prófarkalestri á skjátextum 365 miðla hætt.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.