Auðlindin Konan

Höfundur: Elísabet Ýr Atladóttir

Stöðugt sannar kvenlíkaminn sig sem fjölbreyttastur alls varnings! Ekki bara er hægt að nýta sér líkama kvenna til að selja vörur eða til að seðja greddu í formi kláms eða vændis, konur eru líka nytsamlegar framleiðsluvélar. Síðla sumars fékk Kjörís t.d. þá snilldarhugmyndað nýta sér framleiðsluvélina Konur til þess að búa til hinn sérstaka brjóstamjólkurís, sem þeir kölluðu auðvitað hinu frábærlega sniðuga nafni „Búbís“. Hehe.

Hér sést líkami Konu notaður sem nytsamleg auglýsingavara, þúveist, "sex(ism) sells" og allt það.

Hér sést líkami Konu notaður sem nytsamleg auglýsingavara, þúveist, „sex(ism) sells“ og allt það.

Brjóstamjólk kvenna hefur náð einhverjum vinsældum víðsvegar um heim til að búa til sérstakar vörur, eða bara til að drekka. En það mun seint ná vinsældum framleiðslu á vörunni Börn. Konur eru sérstaklega til búnar til að framleiða þessa vöru, og í flestum tilfellum er best að nýta sér neyð fátækra kvenna í löndum sem hafa engin lög til að banna þessa stórkoslega gróðvænlegu framleiðslu. Þú getur líka bara skilað vörunni ef þér finnst hún ekki standast skoðun.

Hér sést Kona framleiða vöruna Barn.

Hér sést Kona framleiða vöruna Barn.

Konan sem auðlind er oft mjög umdeild hugmynd, en ef fólk fer að vera ósammála þér, þá skaltu bara henda fram að “hún valdi þetta!”, eða að þetta sé “þörf” sem er einhvernveginn algjörlega lífsnauðsynleg, og vona að enginn fari að rýna neitt dýpra í frjálshyggjubullið í þér. Ef einhver fer að benda þér á að kannski standist ekkert af þessu raunverulega skoðun, haltu þá bara fyrir eyrun. Vöruvæðing kvenna bara getur ekki verið skaðleg! Vellíðan mín er mikilvægari en réttur kvenna til að vera séðar sem manneskjur en ekki varningur.

Eftir allt saman er þægilegra að græða og nýta sér aðstæður og líkama fólks en að hugsa alvarlega um afleiðingar þess.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.