Hefndarklám og perravakt

Höfundur: Gísli Ásgeirsson

*TW*
Perravaktin er vefsíða tileinkuð þeim sem hafa orðið fyrir barðinu á ömurlegum perrum. Þetta er staðurinn til að koma upp um þá, til að sýna heiminum skömm þeirra. Perravaktin einbeitir sér aðallega að hefndarklámi og því að koma upp um þau sem deila því og dreifa.“
Þetta er inngangur að grein sem birtist á knuz.is í gærmorgun. Viðbrögðin voru meiri en aðstandendur hópsins höfðu búist við en reiði nokkurra einstaklinga kom reyndar ekki á óvart, vegna nafngreiningar í einum pistli PV. Það var í raun endurbirting á skjámynd sem hafði verið fyrir allra augum á netinu í marga mánuði. En við þessu má búast í samfélagi sem á erfitt með að þola nafnbirtingar gerenda í svona málum. Í óðafumi vegna óttans að einhver yrði sök borinn að ósekju, gleymast þolendurnir of oft.

Þessi stúlka sá birtar ósköp saklausar myndir af sér, tengil á fésbókarsíðu sína,  las óskir um nektarmyndir og níð nafnleysingjanna sem fylgdi og er ekki eftir hafandi. Henni var nóg boðið. Hún er ein af fáum sem hafa reynt að bera hönd fyrir höfuð sér á þessum vettvangi. Þetta er fyrra innlegg hennar og frekar kurteislegt.

Klara M 1
Svörin voru misjöfn en einn lagði þetta til.
„Til að ríða henni, ekki deita.“
Þá var stúlkunni nóg boðið og svaraði:
Klara S 3
Orðið „hefndarklám“ hefur oft komið upp í þessari umræðu og tengist dreifingu á svona myndum. Það rifjaðist enn og aftur upp í gærkvöldi þegar Stöð 2 rifjaði stuttlega upp sögu Tinnu Ingólfsdóttur sem varð bráðkvödd í vor og margir muna fyrir opinskáa frásögn af því ofbeldi sem hún varð fyrir. Hennar var minnst í þessari færslu. Hún var til grafar borin 6. júní.

10. júní, 4 dögum síðar, birtist þessi ósk á perrasíðunni:
Klara M 4 Tinna Ingólfs

Einhverjum þykir ekki réttlætanlegt að endurbirta upplýsingarnar af þessum síðum og vekja athygli á því sem þar fer fram. En þessar stúlkur og það sem á hluta þeirra hefur verið gert eru réttlæting fyrir Perravaktinni. Ótvírætt.

4 athugasemdir við “Hefndarklám og perravakt

 1. Blessaður Gísli. Ég var einn af þeim sem sendi spurningar inn á Perravaktina og ég kannast ekki við þessa reiði sem þú bendir á. Allar spurningar sem ég hef séð eru settar fram á yfirvegaðan og kurteislegan máta.

  Allavegana, ég spurði út í þrennt.

  1. Hvort að Perravaktin beindist einnig að strákum undir lögaldri.
  2. Hvort Perravaktin skipti sér af því ef fullorðið fólk sendi myndir og skilaboð sín á milli með fullu samþykki beggja aðila til að krydda upp á sitt einkalíf.
  3. Hvort Perravaktin hvetti til ofbeldis gagnvart þessum aðilum.

  Eins og ég bjóst við fékk ég nei í lið nr. 2 og 3 en Perravaktin sagði að hún gerði engan greinarmun á strákum undir 18 ára aldri og fullorðnum karlmönnum. Nema ef um væri að ræða mjög unga stráka þá yrði haft samband við foreldra þeirra. „Mjög ungir strákar“ var ekki skilgreint nánar.
  Það má vel vera að ég hafi rangt fyrir mér en ég veit ekki hvort það sé hentugasta leiðin að tækla unga stráka á sama hátt eins og fullorðna karlmenn, sem hljóta að vera ansi forhertir til þess að stunda þetta.
  Undirliggjandi vandamálið er auðvitað algjört getuleysi yfirvalda til að sporna við kynferðisofbeldi af öllum toga en það sem ég óttast er að batterí eins og Perravaktin fari offörum á endanum og verði einhvers konar sjálfskipaður dómari, kviðdómur og böðull, og skipta þá aðstæður og samhengi engu máli.
  Þá spyr ég þig að lokum Gísli og ég tek aftur fram að það má vel vera að ég hafi rangt fyrir mér: Eiga þessar spurningar ekki rétt á sér? Er smá efi ekki alltaf heilbrigður?

 2. Sæll Sveinbjörn.
  Mér finnst einboðið að spyrja og velta upp öllum hliðum. Perravaktin mælist misjafnlega fyrir og einkum var gagnrýnd endurbirting á skjámynd (sem hafði verið lengi á netinu) og sýndi nafn pilts. Ekki kunna allir að meta birtingu á nafni geranda.
  Mér finnst kjarni málsins vera það sem þessir piltar stunda á netinu. Ég hlýt að spyrja á móti: Hvernig á að bregðast við því þegar ungir strákar skapa sér vettvang til að skiptast á nektarmyndum af jafnöldrum sínum, eldri stúlkum og ólögráða, sumum ófermdum, auglýsa eftir myndum af þeim til dreifingar innbyrðis? Er svona dreifikerfi í lagi?

 3. Að skiptast á nektarmyndum af ólögráða stúlkum hlýtur alltaf að vera ólöglegt, sama hver á í hlut. Því finnst mér mjög skrýtið að lögregluyfirvöld geti ekki gripið þar inn í.

  En þetta er góð spurning. Hvernig á að bregðast við því? Hugsanlega er „public shaming“ einmitt það sem þessir drengir þurfa á að halda. Ég óttast að það muni hins vegar ekki enda þar. Netið man allt og geymir allt. Aðilar sem vilja ganga harðar fram gegn þeim geta tekið upp keflið. Þessi mál geta fylgt þeim eftir svo árum skipti. Það má kannski segja að réttlætinu sé þar fullnægt því sama má segja að fylgi fórnarlömbunum. En við erum ekki að tala um réttlæti þá, er það? Við erum að tala um hefnd.
  Rót vandans liggur í því hvernig strákar eru aldir upp. Uppræting vandans næst með fræðslu, jafnt frá foreldrum sem og skólum, að kenna þeim að bera virðingu gagnvart öðru fólki og að tala opinskátt um kynlíf og kynferðismál sem hefur aldrei nokkurn tímann verið gert á Íslandi. Ég er ekki að segja að Perravaktin sé endilega af hinu slæma og ég vil að fullorðnir karlmenn sem eiga að vita betur verði tæklaðir af fullri hörku. Ég vona bara að aðstandendur síðunnar geri sér ljóst hvað þau eru að gera og hvaða öfl þau geta leyst úr læðingi.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.