Til varnar karlmennsku: Við borgum ekki!

Höfundur: Gísli Ásgeirsson

Margrét Pála Ólafsdóttir skrifar um gjald karlmennskunnar í Fréttatímann á föstudaginn.

„Maaark“, og allir karlmenn, bæði inni á fótboltavöllunum og framan við risaskjáina á börum heimsins hoppa hver upp um annan og hlæja eða gráta og faðmast og klappa hver öðrum á bakið – bæði þétt og lengi. Þetta eru einu aðstæðurnar þar sem karlmennskan er samtaka um að sýna óritskoðaðar tilfinningar frá sínum innsta kjarna, þar sem karlmennskan ræðir um líðan sína við aðra karla, nýtur þess að finna hjörtun slá í takti og finna hlýjuna í snertingu og líkamlegri nánd við kynbræður sína, þ.e. án þess að vera kallaðir hommar. Ýkjur eða hvað? Skoðum heiðarlega hvernig drengir tileinka sér kynjaímynd karlmennskunnar og hvað það er sem drengir og karlar gera öðruvísi en stúlkur og konur.

Ýkjur eða hvað? Já, því miður, því framhaldið er víðs fjarri því að vera heiðarleg skoðun á tileinkun drengja á kynjaímynd karlmennskunnar. Dregin er upp staðalímynd af fjölskyldulífi með fyrirvaranum „flestir drengir“ en í huganum hverfur lesandinn aftur til 1970 eða fyrr þegar sjónvarpið var svarthvítt og Hagkaupasloppar algengir til sveita. Ekki verður séð að höfundur byggi fullyrðingar sínar á rannsóknum, heldur er þetta tilfinningalegt mat, hugsanlega mótað af starfi höfundar með börnum á kynskiptum leik-og grunnskólum. Ef svo er, þá er vissulega illt í efni og viðkomandi skólahverfi hafa lent í slæmu tímaflakki. Karlmennska 1

„Síðan hamrar samfélagið…“Lýsingin á ímyndarmótun eins og höfundur upplifir hana, er eins og úr hryllingsmynd þar sem drengir verða líkamleg ofurmenni, nánast mállausir vegna vöðvamassa kjálkanna. Ýkjur eða hvað? Aftur er svarið já. Sá sem gefur sér svona forsendur kemst auðvitað að skelfilegri niðurstöðu sem lýst er sem gjaldi karlmennskunnar. Í stuttu máli: Ofneysla drengja og unglinga, sjálfsvíg, skilnaðir vegna ófærni að ræða tilfinningar, heimilisofbeldi, skilningsleysi, krabbamein og hjartaáföll. Hvað er til ráða að mati höfundar? Ekki er annað hægt en að vera sammála þeirri hvatningu að vera góður við börnin sín en líkt og í upphafi er myndin frá 1970, eins og tíkin Lassie sem skemmti mér og fleirum, svarthvít á skjánum.

„Veldu fjölskyldumynd á föstudagskvöldum og njóttu þess að fella nokkur tár yfir Lassie sem elskar drenginn sinn umfram allt. Faðmaðu makann og notaðu falleg orð á heimilinu. Hjálpaðu drengnum þínum með heimanámið. Hann ræður ekki við það sjálfur og þarf að vita að námsárangur næst með ástundun en ekki útbelgdum mannalátum. Hjálpaðu honum líka að laga til í herberginu, hann er ekki eins flinkur og systir hans sem hefur hjálpað mömmunni frá frumbernsku. „

Ég get ekki annað en viðhaft sömu aðferð og höfundur og litið í kringum mig, rifjað upp samskipti við hundruð drengja og foreldra þeirra á 22 kennsluárum, sem og kynni af þessum sömu drengjum sem nú eru fullorðnir og margir feður drengja. Þessi lýsing Margrétar Pálu er víðsfjarri þeim raunveruleika sem ég minnist og þekki. Frá upphafi til enda í grein hennar um gjald karlmennskunnar er byggt á ákveðnu þekkingar- og reynsluleysi, því þótt höfundur hafi sannarlega reynslu af drengjum, fer minna fyrir reynslu af samskiptum við feður þeirra, eins og lýsingar á heimilislífinu bera með sér. Yfir þetta er reynt er að breiða yfir með stóryrðum og ýkjum.

Þessi heimur hennar er mér framandi. Karlmennska 4Ég þekki ekki svona karlmenn lengur. Kringum 1970 hafa þeir hugsanlega verið svona. En ekki núna og ekki í svona ríkum mæli. Til allrar hamingju hafa orðið miklar breytingar, sem hafa farið fram hjá greinarhöfundi, ef marka má lýsinguna í upphafi. Hafi höfundur á réttu að standa er hins vegar einboðið að barnaverndarmálum fjölgi á næstunni því þetta ástand verður ekki látið óátalið.

Ég hef oft hrifist af málflutningi Margrétar Pálu en hér hefur hún farið áratugavillt í alhæfingasmölun sinni. Þetta er vont framlag í jafnréttisumræðuna, einkum ef þetta eru karlmennirnir sem eiga að mæta á ráðstefnuna hans Gunnars Braga og ræða ofbeldi gagnvart konum.  Við þurfum ekki á dýpkun skotgrafa að halda, heldur málefnalegri og sanngjarnri umræðu. Þá er von að okkur miði áleiðis. Ég vona því að Margrét Pála eignist dagatal á næstunni og skoði ártalið áður en lagt er í frekari skrif. Það er 2014.

Ein athugasemd við “Til varnar karlmennsku: Við borgum ekki!

  1. Bakvísun: Skuldafangelsi karlmennskunnar | *knúz*

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.