„Ertu þá kona núna?“

**TW** Við viljum vara sérstaklega við efni greinarinnar, þar sem þolandi dregur ekkert undan og lýsingarnar geta verið mjög triggerandi. **TW**

ertu núna kona

Frá ritstjórn:
Þessi frásögn er ekki bara lýsing á skelfilegri nauðgun og transfóbíu, heldur endurspeglar hún klámvæðingu og hatur á hinu kvenlæga. Gerandinn er karlmaður sem var svo gegnsýrður af hatri á hinu kvenlæga að hann afbar ekki þá tilhugsun að einhver vogaði sér að skipta úr karllæga hlutverkinu (ráðandi) í hið kvenlæga (undirgefið). Fjallað er um gróft ofbeldi og því er efnisviðvörunin mjög afgerandi í þetta sinn.

Þetta er vitnisburður um transfóbíska leiðréttingarnauðgun.

Það var í byrjun janúar og ég var að koma frá ferðalagi í Skotlandi. Ég hafði pakkað góðu skapi í töskurnar mínar, ásamt eldmóði til að takast á við utanaðkomandi heiminn. Þennan heim sem er uppfullur af cís-kynjuðu regluveldi og mergsýgur líf mitt. En ég gef engu að síður tíma minn til að útskýra fyrir fólkinu í þessum heimi hvernig hann er knúinn áfram af ráðandi kerfi sem vinnur gegn fólki eins og mér, fólki sem er trans.

Það er 10. janúar. Ég er á netspjalli, sem er ætlað sem aðdragandi fyrir fyrsta einnar nætur gaman ársins 2014. Vanalega geri ég grín af þessari gerð af spjalli, vanalega er það ekki alveg minn tebolli. En þennan dag hef ég áhuga á því, langar til að hafa, eins og aðrir, frá einhverju að segja. Ég ákveð þess vegna að finna mér gaur á netinu. Innan tveggja klukkustunda er ég búin að finna einn. Hann er 36 ára, frekar sætur, tvíkynhneigður, giftur og langar að prófa eitthvað með öðrum gaur. Ég eyði ekki tíma í að útskýra að ég sé transkona, hann veit það út frá netnafninu mínu og virðist vera alveg sama. Hann vill karlkyns líkama og ég er ennþá með einn slíkan, sem hann getur notið góðs af.

Það er 10. janúar og klukkan er fimm um eftirmiðdaginn. Ég á að hitta hann á hóteli sem er í tíu mínútna fjarlægð í bíl frá staðnum sem ég bý á. Ég veit að gaurinn er þegar kominn upp á hótelherbergið. Ég er búin að sitja í tuttugu mínútur í bílnum mínum og efast um ákvörðunina. Ég fullvissa sjálfa mig um að það muni ekkert gerast sem að hefur ekki verið skipulagt nú þegar og að sama hvað gerist, þá geti ég alltaf komið mér í burtu ef hann reynist hættulegur eða með transfóbíu. Ég skelli hurðinni á bílnum mínum aftur og legg í hann.

Við skiptumst á fornöfnum, hann hikstar pínulítið á mínu. Hallærislegt.

„Þú ert mjög sætur,“ segir hann við mig.

„Sæt,“ leiðrétti ég.

Hann afsakar sig strax.

„Ég hef aldrei prufað klæðskipting.“

En hallærislegt!

Það er augljóslega ekki hægt að búast við miklu frá þessum gaur. Ég ýti á eftir því að við hefjumst handa við uppáferðina, að minnsta kosti mun það þagga niður í honum. Ég hækka í sjónvarpinu, það er stillt á tónlistarrás. Það mun yfirgnæfa lætin í okkur og minnka líkurnar á því að við verðum trufluð af starfsfólki hótelsins. Við byrjum.

Gaurinn er dálítið grimmilegur, ráðandi og ekkert nema virkur. Ég sé ekkert að því, það hafði allt verið umsamið fyrir fram. Hann er frekar hæfileikaríkur í rúminu og þetta er þokkalega heppnað, jafnvel þótt hann sé sífellt að kalla mig vitlausu fornafni. Ég læt það liggja milli hluta í þetta skipti, það hefur oft gerst oft að gaurar gleyma á meðan leikurinn stendur hæst að ég er kona, þrátt fyrir að ég sé með karlkyns kynfæri. Hann er búinn. Úff.

Hann virkar pirraður. Stressaður. Ég skrifa það á það að hann er ekki búin að fá fullnægingu, en það er hans vandamál, ekki mitt. Hann byrjar að tala við mig, um konuna sína. Hann segir mér að hún sé „alvöru kona“, að þau hafi gaman af því að fara saman á lesbíubarinn í bænum mínum. Ég nota tækifærið til að segja að ég sé líka kona og að orðið „klæðskiptingur“ sé ekki orð sem mér líki við að sé notað um mig. Hann slær mig og stendur upp. Ég hugsa þess vegna sem svo að hann vilji byrja leikinn á ný. Það kemur mér á óvart. Hann virkar miklu áhugasamari en ég og mun kraftmeiri en áður. Hann byrjar.

Það er 10. janúar, klukkan er kannski fjörtíu mínútur gengin í fimm. Skrambinn, þetta er orðið fjörlegt, hann er reglulega orkuríkur. Hann gerir mig hrædda, ég stjórna engu lengur. Hann hreyfir við mér á allan hátt. Ég er hindruð, ég þori ekki lengur að mótmæla neinu. Þetta verður að klárast. Ég óttast að þetta sé farið að líkjast leiðréttingarnauðguninni sem ég lenti í fyrir fjórum árum síðan. Sá djöfull kom í veg fyrir að ég kæmist í burtu með að binda mig. Ég stífna upp og hlýði af ótta við að það sama endurtaki sig og gerðist hjá þeim hrotta. Meira kjaftæðið. Mér er illt, hann ýtir mér og dregur inn í sturtu.

„Ertu kona?“ hreytir hann út úr sér og horfir á mig hatursfullu augnaráði.

Ég geri mér grein fyrir að ég er í vondum málum.

Ég veit í alvörunni ekki hvernig ég endaði í þessari aðstöðu. Höfðinu á mér er ýtt niður að gólfinu, bakhlutinn er óvarinn frammi fyrir nauðgaranum. Hann fer inn í mig. Mér er illt. Ég gnísti tönnum, ég er hrædd. Ég pæli í því hvort ég ætti að hreyfa fæturna. Það er gagnslaust, hann heldur mér. Ef ég öskra óttast ég að hann muni drepa mig. Ég er aftur hindruð. Heilinn á mér tekur sig úr sambandi. Hann fer inn í mig. Nú eru það ekki kynfærin heldur framhandleggurinn. Þvílíkur óhugnaður. Ég reyni mitt besta til að allt springi ekki. Mér er reglulega illt, svo illt að ekkert kemur út úr mér. Allt helst innra með mér. Sál mín brotnar. Ég reyni að klemma mig ekki saman og ég er stífari en nokkru sinni fyrr. Ég finn fyrir honum, hann er inni í mér. Hann er að gjöreyða mér. Mér blæðir. Djöfullinn. Það er blóð. Blóð.

Djöfullinn hefur lokið sér af. Hann skrúfar frá sturtunni, þrífur á sér handlegginn. Hann lítur á mig, rúllaða upp í kúlu við fætur hans. Hann tekur út á sér kynfærin og pissar á mig. Ég er komin á botninn. Hann kemur út úr sturtunni:

„Ertu þá kona núna?“

Hann kemur sér fyrir á rúminu, klæðir sig að í eitthvað af fötum. Hann virðist hafa róast. Ég fer úr sturtunni, klæði mig úti í einu horni herbergisins og dríf mig í burtu.

Það er 10. janúar, klukkan er sex um kvöldið. Ég er í bílnum mínum. Mér er illt. Ég er ekki með nein útvortis merki um ofbeldi, bara nístandi verk inni í mér. Ég sendi vini mínum sms og fer heim til mín.

Það tók mig meira en mánuð að gera mér grein fyrir að það sem átti sér stað hér fyrir ofan kallast nauðgun. Andskotinn sjálfur, eins og það liggi ekki í augum uppi. Ég ásaka sjálfa mig fyrir að hafa ekki tekist að flýja, fyrir að hafa ekki verið nógu hugrökk til að öskra, kalla eftir hjálp, fyrir að hafa ekki mölvað hauskúpuna á honum með því sem hendi var næst. Sársaukinn er enn til staðar. Mér er illt, ég get ekki gert hlutina sem ég gat gert áður fyrr. Ég byrja að loka mig af, hitti færra fólk, byrja að vera hrædd við allt.

Það er 13. september. Ég er ekki enn orðin vinnufær. Það eru liðnir níu mánuðir. Sársaukinn er enn til staðar. Mér blæðir ennþá. Síðustu þrjár spítalaheimsóknir hafa engu skilað og voru sérstaklega erfiðar upplifanir. Ég er með alvarlega áfallastreituröskun og þjáist af þunglyndi á alvarlegu stigi. Köstin eru dagleg. Ég geri ekki ráð fyrir að djöfullinn geri sér grein fyrir því hvað hann hefur gert. Þrátt fyrir allt þá var ég ekki lamin, ég reyndi ekki að verja mig, það hlýtur að hafa þýtt samþykki í hans augum.

“Ertu kona ?”

Já, ég er transkona og ég þarf að gjalda fyrir það. Ég er enn hér.

Transfóbían drepur.

E

Þýðandi: Ásta Lovísa Arnórsdóttir

Leiðréttingarnauðgun eða corrective rape (fyrir þá sem leggja í að gúgla) er þekkt í mörgum löndum en einkum algeng í Suður-Afríku, eins og þessi grein í Mbl. frá 2009 ber með sér. Þolendur slíkra glæpa eru bæði karlar og konur.
Frásögnin sem hér birtist var skrifuð á frönsku sem nafnlaus færsla á Twitter. Skjámynd af frumtexta er að finna neðst á þessari síðu.

ertu þá kona núna, allur texti

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.