Ánægð í vinnunni?

Höfundur: Gísli Ásgeirsson og Halla Sverrisdóttir

„Karlar eru í konuleit. Og konur eru í karlaleit.“

Þetta er rauði þráðurinn á mörgum vettvöngum netsins. Sumir eru fyrir allra augum. Aðrir fara leynt. Í þættinum Brestir á Stöð 2 fengu áhorfendur fyrir skömmu að skyggnast inn í eitt hornið á þessum heimi. Fréttamaður sest inn á kaffihús, tengist netinu, skráir sig á stefnumótasíðu í leit að skyndikynnum og fær fljótlega gnótt tilboða. Hann er svo heppinn að eitt þeirra er frá rúmlega tvítugri stúlku sem fellst á að segja honum sögu sína og fær fréttamaðurinn að fylgja henni í vinnuferð til Hafnarfjarðar. Á leiðinni segir hún honum frá starfinu og er auðheyrt að henni líkar það vel enda tekjumöguleikar miklir, allt að milljón á mánuði og fer það eftir dugnaði hennar. Þetta er akkorðsvinna, eins og frystihúsfólk þekkir vel. Laun fylgja afköstum.

Eiginmaðurinn er sömuleiðis ánægður, enda hvatti hann konu sína til starfsins í upphafi og er svo sveigjanlegur að fela sig á heimili þeirra þegar viðskiptavinir koma í heimsókn, en þá er að sjálfsögðu búið að svæfa ungt barn þeirra. Hjónin eru vel stæð og konan segist ekki þurfa að gera þetta peninganna vegna, en sé meira í þessu upp á djókið.

Þessi iðja er umdeild og er þá vægt til orða tekið. En konan bendir réttilega á að hún ráði yfir líkama sínum. Því getur enginn mótmælt (allra síst femínistar) og málflutningur hennar er talsvert sannfærandi.

http://www.b.dk/kultur/aarets-foto-forestiller-prostituerede-bonnie

Mynd ársins í Danmörku 2013. Ljósmyndari: Marie Hald. Myndaaröðina sem þessi mynd er hluti af er að finna hér.

Hvað er þá að þessari mynd? Af hverju þarf fréttamaðurinn að taka sérstaklega fram allar skuggahliðar í lokin? Ofbeldið, mansalið og niðurlæginguna? Er ekki fagnaðarefni að hafa fundið hamingjusömu hóruna sem réttlætir vændiskaup þessara fjölmörgu viðskiptavina hérlendis sem reiða fram tugi þúsunda fyrir markaðssetta fullnægingu? Ein glöð vændiskona hlýtur að vega upp á móti hinum 99 sem neyðast til að gera þetta af ýmsum ástæðum.

Gefum okkur að það sé ekkert brenglað og skrýtið við þessa mynd af vændi. Gefum okkur að vændi sé starfsgrein sem sé ekki frábrugðin öðrum störfum sem krefjast þjónustulundar, mannlegra samskipta og líkamlegrar snertingar (svo sem starfi sjúkranuddara, hjúkrunarfræðinga, einkaþjálfara á líkamsræktarstöð, svo einhver dæmi séu tekin um samfélagslega viðurkennd störf), svona í grundvallaratriðum, að því einu frátöldu að vændi sætir samfélagslegri smánun og þar af leiðandi er fólki gert nánast ókleift að stunda það fyrir opnum tjöldum og grímulaust.

beljurGefum okkur að sjónvarpsmaðurinn góðkunni, Gísli Einarsson, skryppi norður í Hnausadal, t.d. að hinu blómlega búi á Agnesi sem er framarlega í dalnum, og spjallaði við fjallhressa bóndakonu um það hvernig hún drýgir tekjurnar af búskapnum með því að sinna strákunum í sveitinni af og til á milli mjalta og messu. Og hvernig kallinn hennar lætur sig alveg hafa að taka af og til vakt þegar kvenpeningurinn fær einhvern kláða, sem kemur jú fyrir á bestu bæjum. Auðvitað er ekkert skrýtið við að taka svona snúninga með öðrum störfum, t.d. til að eiga fyrir sumarfríi fjölskyldunnar að ári eða geta keypt sér aðeins stærri flatskjá. Það er líka komið PlayStation 4 og börnin voða spennt fyrir því. Börnin, segirðu?  – ja, þau tvö eldri eru á heimavist í héraðsskólanum virka daga og sá litli skottast nú bara um og er með pabba á traktornum á meðan mamma er í fjósinu með kúnna. Gerir sér nú varla rellu yfir því.

Húsfreyjan á Agnesi:

„Sko, þetta er orðið ekkert sem er í boði fyrir bændur frá ríkinu, og versnar bara með hverju árinu. Maður rétt skrimtir á búskapnum, með því að taka nokkra upp á mig á mánuði getum við farið til Spánar næsta sumar og er það ekki bara ansi gott upp úr mér haft, miðaldra eins og ég er orðin?“ spyr húsfreyja og skellihlær.

Gísli Einarsson:

Landinn sér enga ástæðu til annars en að samsinna því, en sjáum okkar óvænna að kasta kveðju á þessa eldhressu húsfreyju, enda einn af sveitungunum rétt ókominn til að bregða sér á bak milli bústarfa.

Getum við séð fyrir okkur Dætradaginn á vændishúsinu, unglinga í níunda bekk í starfskynningu, bæklinga liggjandi frammi í Hámu frá erlendum umboðsskrifstofum að kynna starfsmöguleika á erlendri grundu fyrir nemendur í diplómanámi kynlífsþjónustu? Er þetta ekki draumastarfið þar sem saman fer ánægja og góð laun? Hér bólar hvort sem er ekkert á úrræðum, leiðréttingum og skjaldborgin er gleymd.

Blaðað í Guide til nye sexarbejdere, handbók fyrir byrjendur sem SIO í Danmörku gefa út. (ATH: Þetta er ekki grín)

Blaðað í Guide til nye sexarbejdere, handbók fyrir byrjendur sem SIO í Danmörku gefa út. (ATH: Þetta er ekki grín)

Hinn kosturinn er að bíða eftir áburðarverksmiðjunni. Þar slæst unga fólkið væntanlega um störfin. Hagsmunasamtök kynlífsþjónustufulltrúa í Danmörku (SIO) eru auk þess eflaust reiðubúin að aðstoða þá Íslendinga sem hafa gefist upp á kreppuharkinu og vilja freista gæfunnar erlendis. Er þetta kannski draumastarfið (danska: sexarbejderkarriere) í útlöndum fyrir vísitölufjölskyldu með stökkbreytt húsnæðislán og forsendubrest? Reyndar virðist hin gagnorða og ítarlega handbók samtakanna fyrir byrjendur í faginu alfarið miðuð við ungar og snoppufríðar stúlkur, en með íslenskan sannfæringarkraft að vopni hlýtur heimilisfaðirinn líka að geta fengið einhver verkefni. Þó ekki væri nema upp á djókið.

 handbók meira

Ein athugasemd við “Ánægð í vinnunni?

  1. Bakvísun: Hamingjusami hórukúnninn | *knúz*

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.