Alræmdur ofbeldismaður á leið til Íslands?

Julienblanc3Höfundur: Gísli Ásgeirsson

*VV*

Julien Blanc er umdeildur maður. Hann starfar á vegum samtakanna Real Social Dynamics sem bjóða körlum í konuleit upp á námskeið í viðreynslu og tælingu og lofað er skjótum árangri. Þetta hljómar vel við fyrstu sýn og engin furða að margur maðurinn falli fyrir fagurgalanum, á svipaðan hátt og þegar ónefndur einkaþjálfari frá Kópavogi kallaði konur „ílát“ og taldi auðvelt að kenna piltum að „sprengja í kellingar.“ Fleiri orð eru óþörf enda hefur knúz.is ekki efni á kæru.

6. nóvember átti Julien Blanc að halda námskeið í Ástralíu en landvistarleyfi hans var ógilt áður en af því yrði og kom það í kjölfar áskorunar á netinu. Baráttufólk í fleiri löndum hefur fylgt fordæmi Ástrala og hafin er undirskriftasöfnun gegn námskeiðum hans í Japan,Kanada, Bretlandi og Brasilíu svo dæmi séu nefnd. Hans eigin orð og gerðir vega þar þyngst á metum. 

„Kæru stelpur, sparið mér fyrirhöfnina og setjið sjálfar nauðgunarlyfið (roofie) í glasið.“

julienblanc2

Eitt af meintum ráðum Julien Blanc til karla sem vilja kynnast konum

Myndbönd frá námskeiðum hans sýna hann mæla með og sýna á stundum viðreynslutækni þar sem konur eru  meðal annars teknar hálstaki eða höfuð þeirra er þvingað að klofi hans. Þessu fylgir ýmiss konar ruddaskapur blandaður blíðmælgi. Þeir sem eru ekki blindaðir af hrifningu sjá að þetta er engin venjuleg stefnumótaráðgjöf, heldur ofbeldi og líkamsárásir.

Julien er virkur á netinu. Þetta er einhvers konar heimasíða hans með góðum ráðum og gorti af afrekum því Julien veit að hann er söluvara og þá verður að fegra umbúðirnar og innihaldið.

domesticabuselistJulienblancJulien er virkur á Twitter eða réttara sagt var. Aðgangur hans er nú lokaður alþýðu manna og ástæðan gæti verið sú að þar deildi hann skýringarmynd um heimilisofbeldi og sagði hana vera gátlista um hvernig halda ætti í konu. Sá listi var gerður af samtökum sem aðstoða þolendur heimilisofbeldis. og sést hér til hliðar.

Nú væri auðvelt að slá sér á lær og býsnast yfir fjargviðrinu, kalla Julien gamansaman spaugara og jafnvel saka húmorslausa femínista um andófið. Þessu viðhorfi hefur óspart verið otað að fólki hérlendis þegar fróðleik úr Biblíu fallega fólksins og Mannasiðum ber á góma og vitnað er í Fréttastofu Gillz. Vel má vera að sú verði raunin á vori komanda þegar Julien mætir á klakann. Hann hefur auglýst námskeið 11.-13. júní 2015 í Reykjavík eins og sjá má á þessu skjáskoti af heimasíðu samtakanna.

julienblanc1

Ætlar þú að borga 500 dali fyrir þetta námskeið?

Ekki er vitað hvort aðsókn verði slík að úr námskeiði verði og rétt að gera viðeigandi fyrirvara. Eftir stendur einlægur vilji talsmanns tælingar í formi ofbeldis til að koma hingað. Spurningin er bara hvernig og hvort við viljum taka á móti honum.

22 athugasemdir við “Alræmdur ofbeldismaður á leið til Íslands?

 1. Þetta er natturulega bara aumingi sem engin kona vill og þess vegna þarf hann ad beita ofbeldi til ad komast yfir konu.
  Það sama gildir um þá sem sækja þessi svokölluðu nàmskeid hans … örugglega getulausir vesalingar sem engin kona vill.

 2. Hann er gangandi viðvörun til kvenna sem þurfa að styrkja sjálfsmyndina og með því að kynna sér tækni hans ættu þær líka að geta lært að varast hann og hans líka. Ergo hann vinnur þannig gegn eigin markmiðum. Konur munu læra af honum að taka stóran sveig þegar svona kónar verða á vegi þeirra.

  • Hvað með konurnar sem fara ekki á námskeiðið? Bara tough luck? Viljum við virkilega fjármagna svona gaur þannig hann getur predikað þetta útum allann heim?

   Meina honum inngöngu inn í landið þannig hann getur ekki kennt sínar aðferðir

   eða…

   Hleypa honum inn í landið og vonast til að sem flestir fari á námskeiðið og læri hvernig eigi EKKI ð að fara eftir aðferðum hans?

   Ég held að valið sé augljóst.

 3. Maður næstum því skammast sín fyrir að vera karlmaður þegar maður les um svona himpgimpi. Best væri að loka hann inní búrinu hjá Mjölni og leyfa nokkrum öflugum skvísum að tuska hann aðeins til og kenna honum mannasiði.

 4. Eg skora a íslenska karlmenn að lýsa yfir viðbjóði sinum a manninum og skoðunum hans. Er ekki hægt að kæra manninn fyrir að hvetja til glæpastarfsemi? Að lokum áskorun til kvenna: passið glösin ykkar, drekkið i hofi og treystið ekki hverjum sem er.

 5. Bakvísun: 5.000 manns mótmæla komu Juliens Blanc - Nútíminn

 6. Að beita fólk ofbeldi er ekki verndað af tjáningarfrelsinu í neinu landi. Þessi „maður“ beitir konur ofbeldi.

  Það þarf að finna út úr því hverjir eru að reyna að fá hann til landsins og beita þá þrýstingi til að hætta við það. Ef hann hins vegar kemur á annað borð hef ég þegar lagt fram hugmynd sem ég viðurkenni að er lagalega og siðferðislega á mjög hálum ís en ætti engu að síður að ræða:

  Safna fólki saman fyrir utan Leifsstöð og ganga í skrokk á honum. Þetta yrði hugsað sem fyrirbyggjandi aðgerð til að koma í veg fyrir að hann geti ráðist á konur á Íslandi.

 7. Deilum þessari grein og öðrum um sama efni sem víðast og skorum á alla að skrifa undir mótmælin. Einnig þurfum við að finna út hver er hans tengiliður hérlendis og koma vitinu fyrir viðkomandi. Skora á landsmenn að útvega honum ekki húsnæði fyrir námskeiðið og á ykkur kæru karlar að standa gegn þessu stórhættulega bulli.

 8. Þufrum að vita hver stendur á bak við þetta hér á landi. Ógeðslegt að sjá að einhverjum finnst þetta snúast um málfrelsi. Hvað næst ? námskeið fyrir barnaníðinga hvernig best er að bera sig að. Getur það samræmst íslenskum lögum að vera með námskeið í lögbrotum? Hins vegar væri forvitnilegt að vita hvort sé eftirspurn eftir svona viðbjóð hér á landi. Nú við höfum séð svipað dæmi um svipaðan viðbjóð hér á landi sem ákveðir fjölmiðlar sáu ástæðu að gefa heilmikið pláss.

 9. Ég verð að segja eins og er, ég veit ekki hvort er verra, boðskapur þessa manns eða sum viðbrögðin sem hann veldur.
  Hann er greinilega að uppskera sem hann hefur sáð með því að fá harkaleg viðbrögð gegn sér, svo vægt sé að orði komist.
  En er það þá heilbrigð viðbrögð að banna honum að ferðast? Að hvetja til þess að hann verði laminn á götum úti? Eru það viðbrögð sem við, sem samfélag, erum stolt af?

  Mér finnst of langt gengið. Eitt er að fordæma það sem hann stendur fyrir, annað er að taka upp óæskilega siði og verða litlu betri en hann fyrir vikið. Bara á öðrum nótum.

  En strákar, ef við sjáum hann, blikkum karlinn og brosum fallega til hans. Hann verður örugglega ánægður að sjá hvað við erum sjálfsöruggir og djarfir í samskiptum. 🙂

 10. Bakvísun: Knúzannállinn 2014 | *knúz*

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.