Hamingjusami hórukúnninn

Höfundur: Elísabet Ýr Atladóttir

*TW* Varað er sérstaklega við efni greinarinnar, þar sem ekkert er dregið undan, og vitnað er í raunveruleg orð vændiskúnna af ýmsum vefsíðum.

Þeir tala um hvað þeir geta fengið fyrir peningana. Eitt af mikilvægustu umræðuefnunum er hvort þeir geti fengið „AO“ – það er, án smokks, og í hversu mörg göt. Konur sem finna fyrir sársauka og sýna það fá slæma einkunnagjöf.

Úr greininni The “Invisible Men”: Germany’s woman-haters hide in plain sight eftir Sabina Becker.

Það er alltaf verið að tala um vændiskonurnar og hversu hamingjusamar þær eru í raun. Það er talað um valið og frelsið og hversu æðislegt það er að laga sig alltaf að löngunum annarra, sama hversu viðbjóðslegar, sársaukafullar og niðurlægjandi þær eru. Þegar þeir reyna að taka af sér smokkinn án þess að þú takir eftir því, berja þig eða nauðga þér, jah, það er bara eðlileg vinnuáhætta. Þetta er nefnilega bara starf eins og hvað annað.

En hvað um kúnnann? Hvað um gaurinn sem kaupir fólk eins og hverja aðra vöru?

Ég vil ekki að þær njóti þess,“ sagði hann. „Ég er að borga fyrir þetta og það er hennar starf að veita mér ánægju. Ef hún væri að njóta þess myndi mér finnast ég svikinn.“

Úr greininni “Why Men Use Prostitutes” eftir Julie Bindel.

 

Vændiskúnnar í Þýskalandi. Úr ljósmyndaröð Bettina Flintner, Freier, frá árinu 2013.

Vændiskúnnar í Þýskalandi. Úr ljósmyndaröð Bettina Flintner, Freier, frá árinu 2013.

Kúnninn er oftast ósýnilegur. En þá sjaldan að umræðan fer í þá átt virðist sem allir séu handvissir um að þetta séu bara svona einmana grey sem fái aldrei að ríða nema þeir borgi fyrir það, og talað er um þarfir þeirra, svona eins og kynlífsleysi sé eitthvað lífshættulegt ástand. Nú, eða að ef menn fái ekki vændiskonur breytist þeir í nauðgara sem nauðga öllum hinum (góðu) konunum, þannig auðvitað er eðlilegt að grípa til kvennanna úr lægstu stéttunum og krefja þær um þjónustu við þessa kannski-nauðgara. Jafnvel er gripið í þá afsökun að þeir fái ekki að ríða hjá konunum sínum, þær séu svo kynkaldar og leiðinlegar, eins og kynlíf sé eitthvað sem eiginkonur skuldi eiginmönnum sínum skilyrðislaust. Konur: munið bara, þið skuldið karlmönnum kynlíf. Alltaf. Það er öllum þessum kynköldu og leiðinlegu konum að kenna að nauðgarar eru til, ef þeir fengju bara hóru væru þeir augljóslega ekki nauðgarar. Vændiskonur eru nefnilega svona ofbeldissvampar, þær soga í sig allar nauðganirnar og ofbeldið.

Einn mannanna grunaði að afrísk kona sem hann fór til væri mansalsfórnarlamb því „hún var hrædd og kvíðin. Hún sagði mér að hún hefði verið blekkt. Ég stundaði kynlíf með henni og hún virtist sátt við kynlífið. Hún bað mig um að hjálpa sér, en ég sagði að það væri lítið sem ég gæti gert. Hún gæti hafa verið að ljúga að mér.“

Úr greininni Why Men Use Prostitutes eftir Julie Bindel.

Ef þeir á annað borð tala fyrir sjálfa sig er það alltaf í skjóli nafnleysis á netinu, og þá kemur annar raunveruleiki í ljós. Þetta eru allskonar menn, það er enginn stereótýpískur vændiskúnni. Þeir eru allskonar í útliti, á öllum aldri, giftir og ógiftir, fatlaðir og ekki fatlaðir, úr öllum stéttum samfélagsins. Það eina sem þeir eiga raunverulega sameiginlegt er að þeir kaupa annað fólk. Þeir tala um vændiskonur eins og hverja aðra vöru, eins og þær séu bara hlutir, ekki manneskjur, bara holur sem taka við typpinu á þeim. Þeir gefa þeim „einkunn“ og ræða þær í smáatriðum til að upplýsa aðra karla um það hvernig „þjónustan“ var, t.d. hvort konan hafi kunnað eitthvað í tungumálinu á staðnum, hvort hún hagi sér nógu glaðlega (sumir fíla það reyndar þegar þær vilja augljóslega ekkert með þá hafa, þá er nauðgunarfantasían fullkomnuð), hvort hún leyfi þeim sleppa smokknum og hvort hún leyfi endaþarmsmök. Þeir kenna svo hvor öðrum hvernig er best að lauma smokknum af án þess hún taki eftir því og skiptast á fleiri nytsamlegum nauðgunarráðum

…og á einum tímapunkti þrykkti ég í mjaðmagrindina á henni … hún öskraði „Áááá!“ og greip um magann á sér og hún var með verki, hún þurfti að jafna sig í smástund, hljóp svo inn á baðherbergi … seinna segir hún mér að það hafi verið blóð … hún kláraði blæðingar fyrir u.þ.b. 5 dögum síðan. Mig langað að segja við hana: „Þetta er atvinnuáhætta!“ en hélt því fyrir sjálfan mig. Rak hana út.

Af síðunni The Invisible Men (Kanada), síðu sem sérhæfir sig í að birta umsagnir frá vændiskúnnum.

Ofan á augljósa kvenhatrið og almennu karlrembuna vorkenna þeir sjálfum sér alveg gríðarlega. Þeim finnst þeir fórnarlambið í þessu öllu saman, þeim finnst óþolandi að konur séu ekki skyldugar til að þjóna kynlífsþörfum þeirra og þeim finnst vegið að þeim með umræðu um afleiðingar gjörða þeirra. Þeir hafa meira að segja líkt baráttu sinni fyrir afnotum af líkömum kvenna svo þeir geti raungert klámfantasíurnar sínar við baráttu hinsegin fólks fyrir mannréttindum. Vesalings vændiskúnninn, hann á svo erfitt! Hann er kúgaður því konur heimta mannréttindi og virðingu!

… Hafði borgað fyrir fulla þjónustu en eftir að ég rétti henni peningana komu alls konar takmarkanir eins og ég geri ekki þetta, ekki snerta þetta, bla bla. Drap mig alveg, svo ég sat á rúminu með lint typpi og lét hana totta mig á meðan ég sendi sms til og hringdi í aðra hóru. Á endanum rúnkaði ég mér og skaut sæði yfir allt andlitið á henni, hárið og brjóstin. Henni fannst þetta bókstaflega viðbjóðslegt … eins og ég væri að sprauta sýru yfir hana hahahahah.

Af síðunni The Invisible Men (Kanada), síðu sem sérhæfir sig í að birta umsagnir frá vændiskúnnum.

Það eru engar hamingjusamar hórur til. Enda snýst þessi bransi ekkert um þeirra hamingju, heldur um hamingju, þægindi og forréttindi karla. Þetta snýst um að karlmenn hafi aðgengi að og afnot af líkömum kvenna. Kvenna sem yfirleitt koma úr lægstu stéttunum og frá fátækustu löndunum. Kúnnunum er alveg sama þótt það sem þeir gera hafi varanlegar afleiðingar, hvort þeir meiði eða hvort peningurinn þeirra fari til melludólgs, þeir vilja bara geta rúnkað sér inn í þessar konur. Á sama tíma heimta þeir að þær láti eins og þeir þeir séu æðislegir gaurar, að þær þakki fyrir peninginn og ofbeldið og brosi til þeirra, því þeir eyddu þessum peningum í þær, er það ekki? Eiga þeir ekki skilið bros og takk fyrir það?

Jafnvel konurnar sem hún hitti sem voru að þéna þúsundir dollara, sem virtust frjálsar til að fara þegar þær vildu, gátu ekki sannfært hana um að kynlífsþjónusta gæti verið rökfast og frjálst starfsval. „Eftir einhvern tíma, þegar þú ferð dýpra í viðtalið, fara þær að segja þér hversu ömurlega þeim líður, hvernig kúnnarnir fara illa með þær, hvernig þær hata lyktina af þeim, eða hvernig þeir haga sér. Þær fara að segja þér litlar sögur sem eru sögur af ofbeldi.“

Úr Mexican journalist Lydia Cacho: ‘I don’t scare easily’ eftir Emine Saher.

Þjónustulundin skiptir kúnnana mjög miklu máli. Margir telja sér trú um að með lögleiðingu vændis geti vændisfólk sett strangari reglur, en það vita allir sem hafa raunverulega reynslu af þessum bransa að kúnnarnir hata reglur. Því fleiri reglur, þeim mun lægri einkunn. Því lægri einkunn, þeim mun færri kúnnar. Smokkur? Ekki láta þig dreyma um það. Þessum körlum er drullusama um heilsu þessarra kvenna, þeir vilja bara fá að leika uppáhalds klámmyndina sína eins og þeir sjá hana fyrir sér. Smokkur er bara fyrir, deyfir upplifunina, reglurnar veikja stjórn kúnnans yfir líkamanum sem hann er að rúnka sér í og það þolir hann alls ekki. Hvað næst, eiga þeir að þurfa að sjá konurnar sem þeir meðhöndla sem ílát sem manneskjur?

Hún þurfti að afsaka sig og fara á baðherbergið því hún kúgaðist og fór að æla … ég greip aðeins í höfuðið á henni og þvingaði mig aðeins neðar í hálsinn á henni … hún fékk loksins nóg og spurði hvort ég vildi doggy. Ég samþykkti auðvitað … Hún fílar það hart… Ég gekk ekki mjög langt, kannski seinna. En á meðan ég pumpaði í hana aftanfrá setti ég fót á hausinn á henni og ýtti andlitinu hennar niður í rúmið.

Af síðunni The Invisible Men (Kanada), síða sem sérhæfir sig í að birta umsagnir frá vændiskúnnum.

Vændiskúnnum finnst æðislegt að þeir beri enga ábyrgð á því sem þeir gera eða afleiðingunum. Enda eru vændiskonur bara eitthvað abstrakt fyrir þeim, bara fantasía, þeir meira að segja þykjast hafa gert þeim greiða, þeir séu nú að borga þeim. Nauðganirnar, ofbeldið, morðin, þetta telst allt eðlileg atvinnuáhætta á annars glæsilegum starfsvettvangi! Það er miklu auðveldara að kenna femínistum um ofbeldið sem viðgengst í þessum bransa en að horfast í augu við það hvaðan þetta ofbeldi kemur í raun: frá kúnnunum sjálfum. Lögleiðing er heldur ekkert að fara að breyta því, enda eru vændiskonur myrtar árlega í þeim löndum sem þetta er allt iðnaðarvætt.

Horfum á vændi sem  það sem það er. Sjúk fantasía og forréttindasúpa karlmanna sem skaðar ekki bara vændiskonur, heldur allar konur. Það er komið nóg af því að hugsa um kynlíf sem réttindi og þarfirHættum að vernda þá með nafnleysi og nýtum lögin á Íslandi til fullnustu, sýnum í verki hvar skömmin liggur. Hættum að setja upp glansmyndir af vændi og tölum um þetta af tillitssemi og virðingu fyrir þolendum, því það eru þolendur vændis sem hafa oftast enga rödd. Sjáum kúnnann fyrir það sem hann er og látum ekki klám- og vændisiðnaðinn blekkja okkur með fáránlegum flökkusögum um hamingjusömu hóruna.

 

4 athugasemdir við “Hamingjusami hórukúnninn

  1. Frábær og sönn grein. Þetta stemmir alveg við þær nafnlausu játningar vændiskúnna sem ég hef lesið á netinu. Þeir tala um hvað þeir elski að niðurlægja hórurnar, að þeir hafi migið í leggöng þeirra og endaþarm, nauðgað þeim í endaþarminn þegar þær höfðu aðeins samþykkt mök í leggöngin, haldið höfði þeirra föstu á meðan þeir þrykktu limnum í kokið á þeim þar til þær köstuðu upp og lömdu þær svo fyrir það… Þeir taka af þeim myndir og dreifa og bera sig saman um hver leyfi hvað og hvernig þær voru. Þetta eru viðbjóðslegir menn sem eiga ekkert bágt og hafa ekki áhuga á öðru en að beita ofbeldi, valdi og kúgun, að herma eftir klámmyndum og upphefja sjálfa sig á kostnað hórunnar. Hóra er heldur ekki kona. Hún er ekki einu sinni manneskja. Í þeirra augum er hún bara leikfang sem þeir fara með að vild, enda eru þær ekkert annað en þrælar sem þeir kaupa sér í stuttan tíma.

  2. Bakvísun: Þess vegna er vændi nauðgun | Knúz - femínískt vefrit

  3. Bakvísun: Vændi er nauðgun | KVENFRELSI

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.