LEGO og Charlotte og hinar stelpurnar

Höfundur: Herdís Schopka

Einu sinni var LEGO framsækið fyrirtæki

Einu sinni var LEGO framsækið fyrirtæki

„Til foreldra: Sköpunarþörfin er jafnsterk í öllum börnum. Strákum jafnt sem stelpum. Það er ímyndunaraflið sem gildir. Ekki færni. Þú býrð til hvað sem kemur í hugann, eins og þú vilt hafa það. Rúm eða vörubíl. Dúkkuhús eða geimskip. Fullt af strákum finnst gaman að dúkkuhúsum. Það er til fleira fólk en geimskip. Fullt af stelpum vilja frekar geimskip. Þau eru meira spennandi en dúkkuhús. Mikilvægast af öllu er að setja rétta hráefnið í hendur þeirra og leyfa þeim að búa til það sem þeim finnst mest spennandi. LEGO“

Núna nýlega rakst ég á þessi fallegu skrif á netrápinu. Þau ku koma úr LEGO-kassa frá áttunda áratugnum, sem einhver rakst á í geymslunni hjá sér fyrir skömmu og vildi endilega deila með okkur hinum. Það var fallega gert af viðkomandi að minna á að einu sinni var LEGO fyrirtæki sem hafði jafna trú á hæfileikum stráka og stelpna og reyndi ekki að setja þau á bása. Undanfarin ár hefur LEGO nefnilega mátt sitja undir harðri gagnrýni fyrir að búa til kynjaskipt leikföng þar sem LEGO-strákarnir “bjarga fólki, vinna, og synda jafnvel með hákörlum” meðan LEGO-stelpurnar “sitja heima, fara á ströndina og versla. Eða sá er skilningur hinnar 7-ára gömlu Charlotte Benjamin, sem skrifaði fyrirtækinu bréf út af þessu núna í upphafi árs og bað um fleiri LEGO-stelpur með meira spennandi líf en þær sem í boði voru.

Bréf hinnar 7 ára gömlu Charlotte til LEGO

Bréf hinnar 7 ára gömlu Charlotte til LEGO

LEGO-stelpurnar sem Charlotte er að vísa í eru t.d. vinkonurnar í LEGO Friends, sem knúzið fjallaði um fyrir tæpum tveimur árum. Svo virðist sem LEGO hafi annaðhvort verið undir þessa beiðni Charlotte búið eða að fyrirtækið vinni ótrúlega hratt en aðeins tveimur dögum eftir að bréfið var sent tilkynnti LEGO nýtt leikfangasett, Rannsóknastofnunina (e. Research Institute), þar sem börn geta leikið sér sem steingervingafræðingur, stjörnufræðingur og efnafræðingur með þremur LEGO-konum. Settið var hannað af Ellen Kooijman, sem er jarðeðlisfræðingur.

Nei sko, LEGO-konur! Og það þrjár! Og allar í vísindum!

Nei sko, LEGO-konur! Og það þrjár! Og allar í vísindum!

Ég vona að LEGO haldi áfram á þessari braut og rifji í leiðinni upp viðhorfið sem félagið hafði til barna og kynhlutverka á áttunda áratugnum. Það er löngu kominn tími til að þetta ágæta fyrirtæki og hin frábæru leikföng sem það framleiðir komist aftur til framtíðarinnar.

3 athugasemdir við “LEGO og Charlotte og hinar stelpurnar

  1. Lego vísindakonurnar voru „limited edition“ og seldust uppp á klukkutímum. Svo ekki búast við miklum breytingum á lego vöruúrvalinu í næstu dótabúð. (sniff, sniff, sem STEM kona vildi ég sjá þessar vörur koma inn sem nýja vörulínu í anda city línurnar með nýjum pökkum reglulega. maður á aldrei að verða of vongóður, það fylgja því bara vonbrigði 😦 )

    • Sæl Anna. Já, það er rétt að þetta rannsóknastofusett var framleitt í takmörkuðu upplagi og, sem ekki kemur fram í greininni en ætti kannski að gera það, skv. uppástungu frá LEGO-notendum. Nú er bara að vona að velgengni settsins verði til þess að LEGO ákveði að stofna svona línu eins og þú lýsir.

  2. Bakvísun: Í jafnréttisleik um jólin | *knúz*

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.