3. desember í jóladagatalinu er … Marie-Louise-Élisabeth Vigée-Lebrun

Höfundur: Guðrún C. Emilsdóttir

Sjálfsmynd frá árinu 1782. Myndin er sótt hingað.

Sjálfsmynd frá árinu 1782. Myndin er sótt hingað.

Madame Élisabeth Vigée-Lebrun eins og hún var jafnan kölluð í lifanda lífi var afkastamikill portrettmálari. Hún kom úr fjölskyldu sem líklega mætti telja til millistéttar þar sem faðir hennar var vinsæll málari og meðlimur í Listaakademíunni í París. Listhæfileikar Élisabeth Vigée-Lebrun komu snemma í ljós og fékk hún mikinn stuðning frá föður sínum til að þroska þá hæfileika, meðal annars með því að kenna henni sjálfur. Skyndilegt fráfall föðurins, sem var Élisabeth mjög kær, verður til þess að 12 ára gömul ákveður hún að helga listinni líf sitt.

Hin unga Élisabeth vekur fljótt athygli fyrir portrettmyndir sínar og strax frá 15 ára aldri hefur hún tekjur af myndlistinni. Samspil aðstæðna og atvika gerir að verkum að fljótlega vekur hún eftirtekt meðal aðalsins í París og eftir hana liggja margar frægar myndir af Maríu Antoníu drottningu.

Að tilstuðlan drottningarinnar er hún tekin inn í Konunglegu listaakademíuna í óþökk karlanna sem fram að þessu höfðu ráðið ríkjum í akademíunni. Á þeim tíma þótti mesta upphefðin að fá að mála sögulegar myndir og leggur Madame Élisabeth Vigée-Lebrun fram eina slíka mynd, La Paix ramenant l‘Abondance (Friðurinn færir Allsnægtirnar til baka), í þeirri von að vera samþykk sem málari sögulegra

La paix ramenant l´abondance, .Myndin er sótt hingað.

La paix ramenant l´Abondance. Myndin er sótt hingað.

atburða – en er tekið fálega og fær ekki úthlutaðan sérstakan málaratitil. Samkvæmt endurminningum hennar, Mémoires d‘une portraitiste, verður hún fyrir miklu aðkasti og reynt er að gera hana tortryggilega með því að gefa í skyn að hún taki þátt í alls konar orgíum og sé ekki við eina fjölina felld. Minnir þetta óneitanlega á netníð sem sjá má í dag gagnvart konum sem þykja vera of frekar eða láta óþarflega mikið á sér bera.

Madame Élisabeth Vigée-Lebrun átti viðburðarríka ævi og ferðaðist víða í Evrópu, sérstaklega í aðdraganda frönsku byltingarinnar og árin þar á eftir þar sem hún var hrædd um líf sitt og dóttur sinnar. Alla tíð og alls staðar var hún vinsæll portrettmálari og málaði hún margar sögufrægar persónur úr konungshirðum ýmissa landa.

La comtesse Skavronskaia, 1796. Myndin er sótt hingað.

La comtesse Skavronskaia, 1796. Myndin er sótt hingað.

Sérstaða Vigée-Lebrun sem málara var hvernig hún fangaði svipbrigði sem lýstu tilfinningum þeirra sem hún málaði, sérstaklega kvennanna – hvernig hún lagði áherslu á að sýna þær frjálslegar, að mestu lausar við andlitsfarða og flóknar hárgreiðslur, eins náttúrulegar og hægt var.

 

 

 

 

 

 

 

 

Textinn er að mestu unninn úr eftirfarandi heimild: http://www.arthistoryarchive.com/arthistory/rococo/Elisabeth-Vigee-Lebrun.html

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.