7. desember í jóladagatalinu er… Maya Deren

Höfundur: Sigríður Pétursdóttir

Maya Deren með Bolex H16 kvikmyndatökuvélina sína, ca. 1943. Mynd héðan. http://www.filmkorn.org/maya-deren-filmer-eure-wichtigste-ausrustung-seid-ihr-selbst/

Maya Deren með Bolex H16 kvikmyndatökuvélina sína, ca. 1943. Mynd héðan.

Maya Deren (1917-1961)

Vissuð þið að einn helsti áhrifavaldur leikstjórans David Lynch var Maya Deren?

Ég ímynda mér að flestir lesendur, a.m.k. þeir sem ekki eru innvígðir í heim kvikmyndanna á einhvern hátt, segi hátt og snjallt: „Ha? Hver?“ Eleanora Derenkowskaia fæddist 29. apríl árið 1917 í Kiev í Úkraínu. Foreldrar hennar voru efnaðir gyðingar, sem flúðu ofsóknir og settust að á austurströnd Bandaríkjanna. Þar tóku þau upp eftirnafnið Deren. Hún stundaði háskólanám í bókmenntum og að því loknu vann hún við ýmislegt. Tók ljósmyndir fyrir blað, hannaði föt og skrifaði barnabók um dans. Í tengslum við bókina kynntist hún dansaranum og danshöfundinum Katherine Dunham og ferðaðist með dansflokki hennar sem aðstoðarkona. Þegar flokkurinn sýndi í Los Angeles kynntist hún Alexander Hammid, tékkneskum ljósmyndara og kvikmyndagerðarmanni, sem varð annar eiginmaður hennar og náinn samstarfsmaður. Fyrsta eiginmanninum, Gregory Bardacke, hafði hún verið gift á skólaárunum.

Maya Deren. Mynd héðan. http://en.wikipedia.org/wiki/Maya_Deren

Maya Deren. Mynd héðan.

Um það leyti sem hún kynntist Hammid tók hún upp nafnið Maya og sneri sér að kvikmyndagerð. Hún varð einn af mikilvægustu leikstjórum bandarískrar avant-garde stefnu um miðja síðustu öld og ötull talsmaður hennar. Auk þess að gera stuttmyndir skrifaði hún ritgerðir og bækur um kvikmyndafræði. Fyrsta og jafnframt þekktasta mynd Mayu Deren heitir Meshes of the Afternoon, stundum kölluð Síðdegismöskvar á íslensku. Hún er frá 1943 og myndina gerði hún með eiginmanninum, Alexander Hammid. Hjónin leika líka einu hlutverk myndarinnar.

Stuttmyndir Mayu Deren eru ljóðrænar og súrrealískar tilraunamyndir. Frásögnin óhefðbundin og draumkennd, áhrif frá danslistinni greinileg. Meshes of the Afternoon er gerð í miðri seinni heimsstyrjöldinni og oft hefur verið bent á að hún beri þess merki. Þó að á yfirborðinu sé hún um elskendur, svik og óhugnað, er auðvelt að líta á ofsóknarbrjálæðið og skelfinguna í stærra samhengi.

Hér er svolítið brot úr myndinni. https://www.youtube.com/watch?v=MDGBFLPCaDE Þeir sem vilja horfa á Meshes of the Afternoon í fullri lengd og með tónlist eftir þriðja eiginmann Mayu Deren, Teiji Ito, geta fundið myndina hér fyrir neðan. Tónlistina gerði hann árið 1952 en fram að því var myndin þögul. http://fan.tcm.com/video/meshes-of-the-afternoon-1943-maya-deren Síðan hafa margir gert tónlist við þessa einstöku stuttmynd og Maya Deren hefur verið áhrifavaldur fjölmargra kvikmyndagerðarmanna.

Um Haiti ár Mayu og áhrif Vúdú-galdurs ætla ég ekki að fjölyrða hér en fyrir forvitna er úr miklu að moða á netinu. Maya Deren lést fyrir aldur fram árið 1961 aðeins 44 ára gömul úr heilablæðingu. Sem dæmi um stuttmyndir eftir þessa fjölhæfu listakonu eru  At Land frá 1944, A Study in Choreography for Camera frá 1945 og The Very Eye of Night frá 1959.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.