8. desember í jóladagatalinu er… Anita Garibaldi

Höfundur: Katrín Harðardóttir

Stytta Mario Rutelli af Anitu Garibaldi, frá árinu 1932.

Stytta Mario Rutelli af Anitu Garibaldi, reist 1932.

Á Janiculum-hæðinni í Róm stendur feiknastór stytta af konu á prjónandi hesti. Konan mundar skammbyssu og er með ungabarn á arminum. Konan er Ana Maria de Jesus Ribeiro, betur þekkt sem Anita Garibaldi eða „hetja tveggja heima“. Anita, sem var af portúgölsku bergi brotin, fæddist í Santa Catarina-fylki í Brasilíu þann 30. ágúst, 1821. Þegar hún er fjórtán ára lést faðir hennar og þurfti Anita þá að giftast. Hjónabandið varð ekki langlíft og þremur árum seinna var hún aftur komin í móðurhús. Um svipað leyti flúði byltingarsinninn Guiseppe Garibaldi dauðadóm á Ítalíu. Þau kynntust árið 1839, svo að segja á vígvellinum, þar sem þau börðust fyrir stofnun lýðveldis þar sem nú er fylkið Rio Grande do Sul. Uppreisnin, sem var ein af þeim blóðugustu í sögu Brasilíu, gekk ekki eftir og parið flúði til Uruguay. Þar fæddist þeim fyrsti sonurinn af fjórum börnum. Anita sneri aftur til Evrópu með börn sín sem sendiherra rauðstakka. Hún undirbjó komu manns síns og þúsund annarra rauðstakka til gömlu álfunnar, en í bígerð var fyrsta frelsisstríð Ítalíu gegn hinu austurríska keisaradæmi.

Anita_Garibaldi_Photo_BWAnita telst til þjóðernislegra femínista, þótt titillinn virðist helber refhvörf á okkar tímum. En á Ítalíu 19. aldar snertu helstu baráttumál femínista ekki borgaraleg vandamál miðstéttarinnar heldur að bæta vinnuskilyrði kvenna í verksmiðjum norðursins. Enda snerist þjóðernisbaráttan þá enn um sjálfsákvörðunarrétt og frelsi þjóða og þjóðin var fólkið sjálft. Þjóðin átti að öðlast frelsi til þess að geta nýtt vald sitt. Það var því ekki ýkja langur vegur á milli femínisma og þjóðernisbaráttunnar.

Anita gekk með fimmta barnið þegar hún ásamt manni sínum flúði undan frönskum hersveitum. Á flóttanum veiktist hún af taugaveiki og lést, 28 ára gömul. Árið 1932 var styttan sem nefnd er hér að ofan reist, en legstaður Anitu er í stallinum. —

Fengið af wikipediu og Feminist nationalism, Lois A. West. 1997. Routledge, NY

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.