9. desember í jóladagatalinu er … Maya Angelou

Höfundur: Elísabet Ýr Atladóttir

 

Maya Angelou, árið 1970. Myndin er sótt hingað.

Maya Angelou, árið 1970. Myndin er sótt hingað.

 

Dr. Maya Angelou, fædd 4. apríl 1928, var rithöfundur og ljóðskáld, dansari, leikkona og söngkona. Hún skrifaði ótal verk, þar á meðal  I Know Why the Caged Bird Sings (Ég veit af hverju fuglinn í búrinu syngur, ísl. þýðing Garðar Baldursson – Skjaldborg, 1987), en 30 af 36 bókum hennar náðu á lista söluhæstu verka í Bandaríkjunum. Hún hlaut einnig rúmlega 50 heiðursdoktorsnafnbætur.

Verk Mayu hafa í gegnum tíðina haft þemu sem taka á raunveruleika kvenna, þá sérstaklega svartra kvenna í Bandaríkjunum. Hún var ein af þeim fyrstu til að skrifa sögu svartra kvenna á raunsæjan hátt, en á þeim tíma sem hún byrjaði að gefa út verk sín voru sögur svartra kvenna oftast sagðar út frá karllægu og hvítu sjónarmiði. Skrifaðar sögur svartra kvenna voru fram að þessu stereótýpískar ímyndanir hvítra karla sem spegluðu á engan hátt veruleika kvenna eins og Angelou, en í skrifum sínum lagði hún áherslu á uppbyggingu sjálfsins sem hefur verið skaddað af algjörri upphafningu hvítleikans og kvenhaturs.

I Know Why The Caged Bird Sings kom út árið 1969.

I Know Why The Caged Bird Sings kom út árið 1969.

Með orðum sínum, bæði töluðum og skrifuðum, tók Maya virkan og mikilvægan þátt í baráttunni fyrir borgaralegum réttindum svartra í Bandaríkjunum. Hún hefur veitt ótalmörgum innblástur til að berjast gegn óréttlæti rasisma og karlaveldis, hefur gefið svörtum konum rödd í samfélagi sem þaggar niður í þeim og gerir þær ósýnilegar. Það eru fáir sem geta státað sig af því að hafa tærnar þar sem Maya Angelou hafði, og hefur enn, hælana.

Þessi stórkostlega kona lést 28. maí, 2014. Minning hennar og áhrifin sem hún hafði lifa áfram.

Þetta greinarkorn stiklar á stóru og segir aðeins brotabrot af sögu Mayu Angelou. Ég mæli eindregið með því að fólk gefi sér tíma til að lesa verk hennar og sækja sér frekari upplýsingar um afrek hennar og líf. Til að enda þetta er hér brot úr ljóðinu I Know Why The Caged Bird Sings:

The free bird leaps

on the back of the wind

and floats downstream

till the current ends

and dips his wings

in the orange sun rays

and dares to claim the sky.

 

But a bird that stalks

down his narrow cage

can seldom see through

his bars of rage

his wings are clipped and

his feet are tied

so he opens his throat to sing.

 

The caged bird sings

with fearful trill

of the things unknown

but longed for still

and his tune is heard

on the distant hill

for the caged bird

sings of freedom.

Hérhér og hér er hægt að lesa meira um Maya Angelou.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.