bell hooks

bell1Látin er bell hooks og hennar er víða minnst. Í jóladagatali Knúzz var fjallað um hana á sínum tíma.

„bell hooks er bandarískur femínisti, bókmenntafræðingur, menningarrýnir og rithöfundur og nýtur virðingar sem ein af leiðandi röddunum í bandarískum samtíma. Verk hennar fjalla um svartar konur og svarta kvenrithöfunda í feminísku samhengi og sýn samfélagsins á þær.

bell fæddist sem Gloria Jean Watkins þann 25. september 1952. Hún ólst upp í suðurríkjunum og kynntist kynþáttaaðskilnaðarstefnu þeirra tíma vel á eigin skinni. Þrátt fyrir það tókst henni að sækja sér góða menntun; hún stúderaði enskar bókmenntir og útskrifaðist með BA í greininni frá Stanford-háskóla árið 1973, MA frá Wisconsin-háskóla þremur árum síðar og að lokum doktorsgráðu frá Kaliforníu-háskóla í Santa Cruz árið 1983.

aintiawomanMeðan á doktorsnáminu stóð kom út fyrsta bók hennar, Ain’t I a Woman: Black Women and Feminism, sem hún skrifaði meðan hún var enn í námi við Stanford. Hún tók upp pennanafnið bell hooks eftir langömmu sinni, Bell Blair Hooks. Það er af ásettu ráði sem hooks notar ekki upphafsstafi í nafni sínu, til að aðgreina skilaboð sín og málstað frá sjálfri sér. Hún hefur ekki látið sér nægja að skrifa yfir 30 bækur heldur hefur hún einnig verið gríðarlega afkastamikil á öðrum sviðum – hún hefur birt urmul af greinum í bæði ritrýndum og almennum tímaritum, auk þess að halda fyrirlestra víða og koma fyrir í heimildamyndum.

Margir femínistar telja hooks hafa fundið bestu lausnina á þeim erfiða vanda að skilgreina jafnvíðfemt hugtak og femínisma, en þar má segja að vandamálið sé að ef allt getur rúmast undir hatti femínisma þá er hugtakið merkingarlaust. Í huga hooks er femínismi “hreyfing til að binda endi á feðraveldið, kynferðislega misbeitingu og kúgun”.

Viðfangsefni hooks eru mjög fjölbreytt og fjalla bækur hennar t.d. um svarta karlmenn, feðraveldið og karlmennsku, kennslufræði, endurminningar og kynferði út frá vinklum  femínisma og pólitíkur. Í nýjustu bókum hennar hefur henni verið umhugað um samfélög og samveru og getu elskandi samfélaga til að komast yfir kynþátta-, stétta- og kynjamisrétti.

hooks hefur starfað innan háskólasamfélagsins stærstan hluta ævi sinnar. Hún hefur verið prófessor í afrísk-bandarískum fræðum og ensku við Yale-háskóla, dósent í kvennafræðum og bandarískum bókmenntum við Oberlin-háskóla og haft stöðu heiðursfyrirlesara við ýmsa háskóla, nú síðast við The New School í New York borg. Þar geta áhugasamir lesendur til að mynda sest inn á fyrirlestra hjá henni hér á netinu, eins og lesa má um í þessari grein í tímaritinu Ms.“

bell hooks lést 15. desember 2021. Blessuð sé minning hennar.

Höfundur: Herdís Helga Schopka

Heimildir: Wikipedia, Encyclopedia Britannica.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.