19. desember í jóladagatalinu er….Sylvia Plath

Höfundur: Karlotta M. Leosdóttir

sylviaplathSkáldkonan Sylvia Plath fæddist í Bandaríkjunum 1932 og lést í Bretlandi 1963, aðeins þrítug að aldri. Hún er eitt þekktasta kvenkyns skáld tuttugustu aldarinnar og eftir hana liggja fjöldamörg skáldverk. Fyrsta ljóð hennar var birt í blaðinu Boston Traveller þegar hún var aðeins 8 ára gömul. Hún var mikið fyrirmyndarbarn, afar duglegur nemandi í skóla og vann til fjölda verðlauna meðan á náminu stóð. Hún ritstýrði ung skólablaði og hafði þegar birt þónokkuð mörg ljóð í blöðum þegar hún fékk styrk til náms í Smith College í Massachusetts. Síðan hélt hún áfram námi í Newnham College við Cambridge háskóla áður en hún lauk námi og öðlaðist sess sem skáld og giftist skáldinu Ted Hughes.

Meðal þekktustu verka hennar eru Ariel, The Colossus og The Bell Jar, en henni voru einnig veitt Pulitzer verðlaunin fyrir ljóðasafnið The Collected Poems u.þ.b. 30 árum eftir að hún lést.

Í verkum Plath má greina gagnrýni á hin hefðbundnu kvennahlutverk, svo sem hlutverk tengd barnauppeldi og heimilisstörfum. Hún undirstrikar þarfir konunnar sem einstaklings en ekki bara sem móður eða eiginkonu. Í mörgum ljóðum hennar er greinileg þessi togstreita á milli þess að vera sjálfstæð og skapandi kona annars vegar og þess að vera móðir og eiginkona hins vegar. Þetta má meðal annars greina í ljóðinu Lesbos:

Meanwhile there’s a stink of fat and baby crap,
I’m doped and thick from my last sleeping pill.
The smog of cooking, the smog of hell
Floats our heads, two venomous opposites,
Our bones, our hair.
I call you Orphan, orphan. You are ill.
The sun gives you ulcers, the wind gives you T.B.
Once you were beautiful.
In New York, in Hollywood, the men said: „Through?
Gee baby, you are rare.“
You acted, acted, acted for the thrill.

Einnig er reiði gagnvart feðraveldinu og gremja yfir stöðu kvenna greinilegur undirtónn í mörgum verkum hennar. Hún kemur því margoft á framfæri í ljóðum sínum og sögum hvað það sé mikil sóun á hæfileikum og námi að konur þurfi almennt að setja sjálfar sig í annað sæti og gefa starfsframa og áhugamál upp á bátinn, eins og tíðkaðist á þessum tíma.

Í ljóðinu Stings  fjallar hún um tilvist býflugnadrottningar sem á endanum sleppur úr „grafhýsi sínu“. Drottningin táknar konuna og stöðu hennar, en hún er í raun aðeins tæki til þess að tryggja afkomu býkúpunnar og kvenleikinn er tengdur lögmáli náttúrunnar á órjúfanlegan hátt. Karlkyns ímyndin í ljóðinu er býflugnabóndinn sem á búið og hagnast einn af vinnu búsins og frjósemi drottningarinnar. Einnig má glöggt greina uppreisnaranda gegn feðraveldinu og hefðbundnum gildum í ljóðinu Lady Lasarus, sem lýkur með þessum orðum:

Out of the ash I rise
With my red hair
And I eat men like air.

Ljóðið lýsir nokkurs konar endurfæðingu konu sem hefur verið bæld en finnur síðan fyrir styrk sínum og sjálfstæði eftir endurfæðinguna og hræðist ekki að láta reiði sína og óánægju í ljós.

Eftir að Plath skildi við skáldið Ted Hughes bjó hún ein með tveimur ungum börnum sínum í lítilli íbúð í London þar til hún lést. Þá var það venja hennar að vakna fyrir allar aldir og skrifa frá kl. 4 til kl. 8 á morgnana, áður en börnin vöknuðu. Eftir kl. 8 tóku svo móðurhlutverkið og heimilisstörfin við. Á þessum tíma var hún einna afkastamest á sínum ferli og skrifaði að meðaltali eitt ljóð á dag. Margir telja að bestu ljóð hennar hafi verið samin á þessu tímabili, eftir skilnaðinn við Hughes og fram að ótímabærum dauða hennar.

sylviaplath2Plath þjáðist alla tíð af miklu þunglyndi og tók sitt eigið líf rétt rúmlega þrítug. Andlegt ástand hennar setti óneitanlega svip sinn á verkin sem hún samdi. Ljóð hennar veittu konum og ekki síst feministum sjöunda áratugarins mikinn innblástur. Verk hennar eru mikils metin í dag og hún tvímælalaust ein þekktasta skáldkona Bandaríkjanna á tuttugustu öld, en mörg hennar kröftugustu ljóða voru ekki birt fyrr en eftir hennar dag.

 

Ein athugasemd við “19. desember í jóladagatalinu er….Sylvia Plath

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.