23. desember í jóladagatalinu er…Tugce Albayrak

Höfundur: Kristín Vilhjálmsdóttir

 

tugce

Tugce Albayrak var 23 ára stúdína af tyrkneskum ættum í Þýskalandi. Þann 15. nóvember síðastliðinn heyrði hún tvær unglingsstúlkur kalla á hjálp þar sem þrír menn voru að áreita þær inni á klósetti á McDonalds og kom hún þeim til hjálpar. Stuttu seinna réðst einn mannanna að henni og sló hana niður, líkt og öryggismyndavélar sýna.

Albayrak átti allt lífið framundan. Hún var vinamörg, bjó í Gelnhausen í Þýskalandi og ætlaði sér að verða kennari í þýsku og siðfræði. Þann 26. nóvember úrskurðuðu læknar hana heiladauða. Þann 28. nóvember, á 23 ára afmælidag hennar, ákvað fjölskylda hennar að slökkva á öndunarvélinni.

18 ára maður var handtekinn fyrir dauða hennar. Hann segist bara hafa löðrungað hana – það var hins vegar nógu fast til að slá hana niður og orsaka dauða hennar. Áætlað er að fái hann dóm muni hann sitja inni í þrjú til fimm ár.

Samfélagsmiðlar í Þýskalandi hafa logað allan desembermánuð með ákalli um þyngri dóm fyrir banamann hennar og Þjóðverjar minnast þessarar hugrökku ungu konu sem samfélagslegrar hetju. Joachim Gauck Þýskalandsforseti sendi fjölskyldu Tugce samúðarkveðjur og kallaði hana góða fyrirmynd, því að þar sem aðrir létu sem þeir heyrðu hvorki né sæju sýndi Tugce gríðarlegt hugrekki.

Það er vissulega ótrúlegt að þurfa að gjalda fyrir með lífi sínu fyrir að koma öðrum til bjargar, en því miður er það enn allt of algengt. Minnumst þess að enn verða konur víða um heim fyrir ofbeldi fyrir það eitt að vera konur.

Heimildir:
http://www.dw.de/the-case-against-tugces-alleged-attacker/a-18111958
http://en.wikipedia.org/wiki/Death_of_Tu%C4%9F%C3%A7e_Albayrak

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.