Femínísku flugeldapakkarnir

Höfundur: Ritstjórn

Síðan Alfreð Nóbel fann upp dínamítið hefur karlpeningur þessa heims haft áhuga (eða verið gert að hafa áhuga) á hverju því sem sprengir, rústar, tortímir og framkallar mikinn hávaða. Þetta er ákaflega karlmannleg og valdeflandi iðja og er í sama flokki og að standa við grillið á sumrin með bjórdós í hendi, skipta um dekk á upphækkuðum torfærubíl og bora í vegg. Allt fyllir þetta upp í meintar eyður karlmennskunnar og sumir hrista þessa staðalímyndahlekki ekki af sér fyrr en eftir fimmtugt því ellefta boðorðið er jú: Þú átt að vera eins og þér er sagt að vera.

stóripabbapakkinnFlugeldapakkar feðraveldisins eru margir. Á toppnum trónir Stóri pabbapakkinn. Hann er fyrir alla áhugamenn um flugelda, kostar eins og matur fyrir tv0 í einn mánuð en er núna á tilboði. „Allir áhugamenn um flugelda“ eru karlar, eiga börn og nóg af peningum því það er ekki fyrir láglaunafólk að taka þátt í sprengjuveislunni um áramótin. Því setja femínistar upp raunsæisgleraugun og tína fram alvöru pakka:

Þolendapakkinn: Í þolandapakkanum er ein stór raketta sem er tilvalið að troða henni rækilega í framsóknarflokkinn á gerandanum áður en kveikt er í. Best er að hafa engin vitni og aðeins séu tveir til frásagnar þegar meintur gerandi hleypur grenjandi til lögreglunnar. Þá fær hann sömu meðferð og 95% þolenda, þ.e. málinu er vísað frá vegna skorts á sönnunargögnum.

tíðahvarfapakkinn

Tíðahvarfapakkinn kemur í flottum umbúðum. Þessi káta húsmóðir er einhvers staðar á bak við eldavél en kemur öðru hverju fram til að þurrka af sér svitann eftir hitakófin.

Tíðahvarfapakkinn: Af hverju tíðahvarfapakki? Fyrst hægt er að selja fæðubótarheilsufjörefnaliðaktín í bleikum umbúðum er örugglega hægt að sérsníða flugeldapakka fyrir konur í tíðahvörfum. Hver fékk annars þessa fáránlegu hugmynd? Sá gæti fengið rakettu í rassgatið.

Pakki fyrir miðaldra konur sem hafa misst vinnuna og hætta að fá atvinnuleysisbætur um áramótin því ríkið þarf að spara og vill ýta fólki aftur út á vinnumarkaðinn því þar er næga vinnu að fá, en því miður vill enginn ráða miðaldra konur í vinnu. Þessi pakki er tómur, bara flottar myndir á umbúðunum og tóm vonbrigði að kaupa hann fyrir áramótastuðið. Næsti!

Mömmupakkinn: Hvaða mömmupakki? Stóri pabbapakkinn er alveg nóg. Kauptu bara tvo pakka handa manninum þínum, ljóskan þín! Hann sem er svo duglegur að skaffa og á skilið að fá mikið af strákadóti á áramótunum. Haltu bara áfram að raða snittunum á bakkann. Auk þess vitum við öll að mömmur hata flugelda. Krakkarnir gætu brennt sig og þessu fylgir óttalegur sóðaskapur og heimilisfaðirinn er vís með að gleyma að setja á þau öryggisgleraugun á meðan hann puðrar þessu rándýra drasli upp, léttanímeraður úti í garði að keppa við Kidda í næsta húsi.

Málið er dautt. Enginn markaður fyrir mömmupakka.

Að lokum:

Staðalímyndapakki ungu konunnar: Í honum er eitt magurt lágkolvetnastjörnuljós.

stjörnuljós

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.